Sport

Gunnar samþykkti bardaga við Till

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnar Nelson gæti mætt aftur í búrið í mars
Gunnar Nelson gæti mætt aftur í búrið í mars vísir/getty
Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars.

John Kavanagh, þjálfari Gunnars, greindi frá því á Twitter að UFC hefði boðið þeim bardagann og þeir hefðu samþykkt. Nú væri bara beðið eftir staðfestingu á bardaganum, en Till á líklega eftir að samþykkja hann.

Till og Gunnar áttu í orðskiptum á Twitter í haust þar sem þeir voru að skora á hvorn annan, en ekki varð neitt úr því. Nú virðist hins vegar sem bardaginn verði líklega að veruleika.

Till hefur ekki tapað bardaga á sínum ferli í UFC, en hann er 16-0-1 eftir jafntefli árið 2015. Gunnar er hins vegar 16-3-1 og hans fyrsta tap eftir rothögg kom í síðasta bardaga hans gegn Santiago Ponzinibbio.



 

MMA

Tengdar fréttir

Gunnar Nelson vill mæta Ponzinibbio aftur

Gunnar Nelson sagði Ariel Helwani, stjórnanda The MMA Hour, að amma sín hafi borðað kássu úr lambaheilum í viðtali í þættinum í dag.

Till er ekkert að hugsa um Gunnar Nelson

Englendingurinn Darren Till var í spjalli við Ariel Helwani í The MMA Hour um hvað hann vill gera næst á ferlinum. Hann minntist ekki einu orði á Gunnar Nelson þó svo hann hafi sagt á dögunum að hann væri klár í að mæta okkar manni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×