Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:00 Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira
Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Innlent Fleiri fréttir Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Sjá meira