Þorsteinn segir eðlilegt að kjósa forystu Viðreisnar á landsþingi Heimir Már Pétursson skrifar 24. janúar 2018 13:04 Þorsteinn Víglundsson er einn fjögurra þingmanna Viðreisnar. Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson. Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson þingmaður Viðreisnar segir að hann hafi verið hvattur til að bjóða sig fram í embætti formanns flokksins á flokksþingi í marsmánuði. Hann hafi hins vegar ekki tekið afstöðu til þess þótt fólk ætti ekki að óttast að taka afstöðu til forystu flokksins Samstarf hans og núverandi formanns sé mjög gott. Í Fréttablaðinu í dag er sagt að líklegt sé að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir núverandi formaður Viðreisnar og Þorsteinn Víglundsson þingmaður flokksins muni bjóða sig fram í embætti formanns á flokksþingi í mars. En Þorgerður Katrín tók við formennsku í flokknum við mjög óvenjulegar aðstæður þegar Benedikt Jóhannesson sagði af sér formennsku um hálfum mánuði fyrir síðustu kosningar þegar flokkurinn mældist varla inni á þingi í könnunum. En flokkurinn fékk að lokum fjóra þingmenn kjörna. Þorsteinn kannast við að hafa verið hvattur til að bjóða sig fram til formennsku í Viðreisn. Það sé eðlilegt þegar kjósa þurfti nýja forystu í flokknum til bráðabirgða fyrir síðustu kosningar. Þá hafi verið rætt að eðlilegast væri að kjósa forystu á landsþingi. Umræðan nú snúist ekki um átök innan flokksins eða milli hans og Þorgerðar Katrínar. „Ég hef orðið var við þessa umræðu. Bæði almenn hvatningarorð til mín að bjóða mig fram og líka bara umræðu um að það sé mikilvægt í lýðræðislegum flokki að það sé kjör. Að menn séu ekki feimnir við lýðræðislegt val á flokksþingi þegar breyting á forystu flokksins bar að með þeim hætti sem raun ber vitni,“ segir Þorsteinn. Nú einbeiti fólk sér að því að undirbúa landsþingið og hann hafi ekki tekið afstöðu til þess hvort hann bjóði sig fram. „Þetta er skammur tími til stefnu og í sjálfu sér engin ástæða til að hanga lengi yfir slíkum vangaveltum. En við þurfum auðvitað líka að hugsa um hvað er flokknum sjálfum fyrir bestu til langframa. Ég mun taka mína ákvörðun á þeim grunni. En aftur, við Þorgerður eigum í fínu og góðu samstarfi. Mér þykir auðvitað vænt um það þegar fólk sýnir mér þetta traust. Hvort ég fari fram skal ég láta algerlega ósagt á þessum tíma. Það verður bara að koma í ljós,“ sagði Þorsteinn Víglundsson.
Stj.mál Tengdar fréttir Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Þorgerður Katrín fái mótframboð Líklegt er talið að bæði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Víglundsson, þingmenn Viðreisnar, bjóði sig fram til formennsku í flokknum en formaður verður kosinn á landsfundi flokksins þann 10. mars. 24. janúar 2018 06:00