Aldrei hafa fleiri spilarar verið í einu sólkerfi tölvuleiksins en eru í 9-4R nú en áðan var metið slegið fyrir mesta fjölda spilara þegar 5500 spilarar börðust. Fyrra metið var 5300 spilarar.
Fylkingarnar Imperium og Pandemic Horde berjast nú í sólkerfinu en fylgjast má með útsendingu Imperium í spilaranum hér fyrir neðan og Pandemic Horde hér.