Allsherjar útkall Bjarni Karlsson skrifar 24. janúar 2018 06:00 Síðustu tvær vikur hef ég dvalið í litlum bústað fyrir austan fjall og verið að lesa mér til í umhverfissiðfræði. Strax á öðrum degi varð mér ljóst að ég er ekki einn í þessum kofa því bráðlega tók músarögn að stytta sér leið yfir gólfið annað veifið. Ekki gengur að stúdera umhverfissiðfræði með músarblóð á höndum svo ég hef samið við hana um að rísla sér í fjölnota innkaupapokanum frá Bónus á nóttinni innan um smárusl og afganga (einkum dýraafurðir) svo ég geti sofið rólega. Á daginn fær hún frelsi. Í þessari sambúð hef ég svo verið að skoða hin sautján sjálfbæru þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og líka umburðarbréf Frans páfa frá árinu 2015 og komist að því að páfinn í Róm og SÞ eru einhuga varðandi músina og mig, að við séum jafningjar í þeim skilningi að við erum þátttakendur í sama vistkerfi. Sú tign sem ég hef, verandi manneskja, er ekki hrósunarefni mitt í samanburði við músina, heldur bara siðferðisviðmið. Meintir yfirburðir mannfólks eru misskilningur að mati þessara aðila en sérstaða okkar fólgin í getu til að vera skapandi og ábyrg, eða eins og páfinn myndi orða það, gegna ráðsmennskuhlutverki okkar af trúmennsku. Eins heldur þetta fólk því fram að hugarfarið sem valdi loftslagsbreytingum og umhverfisspjöllum sé sama hugarfarið og valdi fátækt og almennri misskiptingu og viðhaldi auk þess menningu sem m.a. gefi slagrými fyrir kynbundinn yfirgang. Þau staðhæfa öll í einum kór að umhverfisvernd og mannréttindi verði ekki leyst í aðgreiningu og nú verði allt fólk að gjöra svo vel að sameinast í beinum aðgerðum til að bjarga heiminum frá bráðri eyðileggingu af mannavöldum. Er þá ekki einmitt bara í góðu lagi að hvíla olíuleitina á Drekasvæðinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun
Síðustu tvær vikur hef ég dvalið í litlum bústað fyrir austan fjall og verið að lesa mér til í umhverfissiðfræði. Strax á öðrum degi varð mér ljóst að ég er ekki einn í þessum kofa því bráðlega tók músarögn að stytta sér leið yfir gólfið annað veifið. Ekki gengur að stúdera umhverfissiðfræði með músarblóð á höndum svo ég hef samið við hana um að rísla sér í fjölnota innkaupapokanum frá Bónus á nóttinni innan um smárusl og afganga (einkum dýraafurðir) svo ég geti sofið rólega. Á daginn fær hún frelsi. Í þessari sambúð hef ég svo verið að skoða hin sautján sjálfbæru þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna og líka umburðarbréf Frans páfa frá árinu 2015 og komist að því að páfinn í Róm og SÞ eru einhuga varðandi músina og mig, að við séum jafningjar í þeim skilningi að við erum þátttakendur í sama vistkerfi. Sú tign sem ég hef, verandi manneskja, er ekki hrósunarefni mitt í samanburði við músina, heldur bara siðferðisviðmið. Meintir yfirburðir mannfólks eru misskilningur að mati þessara aðila en sérstaða okkar fólgin í getu til að vera skapandi og ábyrg, eða eins og páfinn myndi orða það, gegna ráðsmennskuhlutverki okkar af trúmennsku. Eins heldur þetta fólk því fram að hugarfarið sem valdi loftslagsbreytingum og umhverfisspjöllum sé sama hugarfarið og valdi fátækt og almennri misskiptingu og viðhaldi auk þess menningu sem m.a. gefi slagrými fyrir kynbundinn yfirgang. Þau staðhæfa öll í einum kór að umhverfisvernd og mannréttindi verði ekki leyst í aðgreiningu og nú verði allt fólk að gjöra svo vel að sameinast í beinum aðgerðum til að bjarga heiminum frá bráðri eyðileggingu af mannavöldum. Er þá ekki einmitt bara í góðu lagi að hvíla olíuleitina á Drekasvæðinu?