Undirrituðu viljayfirlýsingu um vindorkuver áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði tekið afstöðu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. janúar 2018 18:45 Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár. Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Sveitarstjórn Dalabyggðar undirritaði viljayfirlýsingu um byggingu vindmyllugarðs áður en umhverfis- og skipulagsnefnd sveitarfélagsins gat tekið afstöðu til málsins. Áætluð raforkuframleiðsla vindmyllanna, sem verða á bilinu þrjátíu til fjörutíu, er um helmingur þess sem Búrfellsvirkjun framleiðir. Forsaga málsins er sú að í byrjun ágúst á síðasta ári var 1700 hektara jörð að Hróðnýjarstöðum í Dalabyggð seld til bræðranna Magnúsar og Sigurðar Jóhannessona og rúmum þremur vikum seinna var vilja- og samstarfsyfirlýsing borin undir fund sveitarstjórnar, þar sem fyrirtækið Storm Orka ehf. í eigu fyrrnefndra bræðra, áformi að koma upp vindorkugarði á á staðnum ef tilskilin leyfi fást og óskað var eftir samstarfi við Dalabyggð varðandi skipulagsmál og fleira. Sveitarstjórn tók jákvætt í hugmyndir Storm orku en vísaði málinu til umsagnar um miðjan september, til umhverfis- og skipulagsnefndar sem átti erfitt með að taka afstöðu til verkefnisins þar sem gögn vantaði, svo sem afstöðumynd, stærð og fjölda vindmylla og flatarmál vindorkugarðsins. Fjórum dögum síðar fundar sveitarstjórn aftur vegna málsins en framkvæmdastjóri Storm Orku, Magnús B. Jóhannsson sat fundinn og skýrði frá áformum fyrirtækisins. Á fundinum var lagt til að sveitarstjórn samþykkti vilja- og samstarfsyfirlýsinguna. og var það gert með sex atkvæðum. Athygli vekur að viljayfirlýsingin var undirrituð áður en umhverfis- og skipulagsnefnd hafði getað tekið afstöðu til málsins. Áform eru upp um að reisa 30-40 vindmyllur í landi Hróðnýjarstaða og verður samanlögð raforkuframleiðsla þeirra um 130 MW eða um helmingi minni en Búrfellsvirkjun. Ljóst er að um mikil mannvirki er að ræða en áætluð hæð hvers turns getur orðið allt að 120 metrar og með hæsta punkti vængs um eða yfir 180 metra hæð. Frá því málið kom upp snemma í haust hefur það lítið sem ekkert verið kynnt íbúum á svæðinu en núna fyrst tæpum sex mánuðum síðar hafi sveitarstjórn boðað til íbúafundar annað kvöld en honum hefur verið frestað fram í næstu viku í samráði við veðurfræðing hjá Veðurstofu Íslands vegna slæmrar veðurspár.
Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Eigendur Storm Orku vilja reisa allt að 40 vindmyllur á Hróðnýjarstöðum skammt frá Búðardal. Þeir undirrituðu í september viljayfirlýsingu ásamt Dalabyggð. Keyptu jörðina í ágúst og ætla að halda íbúafund í næsta mánuði. 18. október 2017 06:00