Stuðningur við að komast aftur á fulla ferð í námi Sólveig Hildur Björnsdóttir skrifar 23. janúar 2018 08:45 Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt. Margir jafnvel eftir áralangt hlé frá námi. Tæplega sextán þúsund manns sóttu sér nám hjá símenntunarmiðstöðvum á Íslandi árið 2016. Þar af er stór hópur sem tilheyrði svokallaðri framhaldsfræðslu en samkvæmt lögum miðar hún að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Framhaldsfræðslukerfinu er ætlað að bjóða þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi tækifæri til náms. Það verkefni er samvinnuverkefni stjórnvalda og samtaka launafólks og atvinnurekenda.Með sigrunum kemur sjálfstraustFramhaldsfræðslan hefur skilað ótvíræðum árangri. Ótal margar sögur eru til um nemendur sem hafa komið sjálfum sér á óvart, tekist að klífa fjöll sem þeir töldu fyrirfram að væru ókleif. Með sigrunum kemur sjálfstraust til þess að takast á við enn stærri verkefni. Margir þeirra sem hefja nám hjá símenntunarmiðstöðvunum eftir margra ára hlé frá námi sækja sér menntun á vottuðum námsbrautum sem opna leiðina til iðnnáms, stúdentsprófs eða inn í háskólabrýr og háskóla. Þannig hefur námsbrautin Menntastoðir notið vinsælda meðal fullorðinna um árabil en námið má meta til allt að 50 eininga í framhaldsskóla. Námið nýtur stuðnings úr Fræðslusjóði en til hans ákvarðar Alþingi fjárframlög á fjárlögum hvers árs. Meginhlutverk sjóðsins er beinlínis að stuðla að því að í boði séu námstækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki.Mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningiSímenntunarmiðstöðvarnar leggja mikið upp úr persónulegri þjónustu við nemendur og náms- og starfsráðgjöf, sem miðstöðvarnar veita þeim endurgjaldslaust. Flestir sem skrá sig í Menntastoðir eru á aldrinum 25 til 30 ára og eiga það sameiginlegt að hafa lokið litlu eða engu námi á framhaldsskólastigi. Námið tekur á grunnfögum íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku og upplýsingatækni auk þess sem lögð er áhersla á að nemendur læri námstækni, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Nemendur fá því mikinn stuðning við námið enda oft stórt skref að setjast aftur á skólabekk eftir kannski langt hlé frá námi. Margir þeirra hafa jafnvel ákveðið með sjálfum sér að þeir eigi ekki erindi í bóklegt nám. Náms- og starfsráðgjafar eru ávallt til staðar og aðstoða, ásamt kennurum og öðru starfsfólki, nemendur við að komast á fulla ferð aftur í námi. Þá hafa kennararnir haldgóða reynslu af kennslu fullorðinna námsmanna. Enn fremur er mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningi nemenda sjálfra og þeir skapi sér sín eigin lærdómssamfélög. Slík samheldni er ekki síst mikilvæg til að ná árangri í námi. Elstu nemendurnir í Menntastoðum eru oft yfir fimmtugt en þrátt fyrir breitt aldursbil og ólíkan bakgrunn finnur fólk sig vel í hópunum og mikil samstaða myndast í þeim. Flestir eru sammála um að fyrsti dagurinn sé erfiðastur. Margir upplifa óræðar tilfinningar, smá ótta í bland við eftirvæntingu, þegar fyrsta skrefið er tekið til að upplifa drauminn um að setjast á skólabekk aftur en fljótlega verður allt auðveldara og jafnvel miklu betra en áður. Með auknu sjálfstrausti vex fólki fiskur um hrygg og kemur sjálfu sér mest á óvart þegar það nær raunverulegum en ófyrirséðum árangri.Við höfum verk að vinnaHvernig sem á það er litið er það samfélaginu verðmætt að hækka menntunarstigið á Íslandi. Á Íslandi er hlutfall íbúa sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2015 höfðu 25,2% eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskólastigi (41.900), samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Ef horft er til Norðurlandanna hafa mun færri íbúar allra hinna Norðurlandanna eingöngu lokið grunnmenntun (13-20%). Þá er hlutfall íbúa á aldrinum 25-64 ára, sem hefur eingöngu lokið grunnmenntun, hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD löndum, eða 25% á móti 23% innan OECD. Ef horft er til þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út árið 2010 um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild, höfum við verk að vinna. Margt hefur áunnist en við þurfum að gera enn betur til að ná yfirlýstu markmiði um að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Þar gegna símenntunarmiðstöðvar mikilvægu hlutverki. Því þarf að tryggja rekstur þeirra og enn frekari þróun og stuðning innan framhaldsfræðslukerfisins.Höfundur er framkvæmdastjóri Mímis – símenntunar, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Oft er sagt að draumurinn sé upphaf alls. Draumurinn sé uppspretta þess að upplifa eitthvað nýtt, öðlast skarpari sýn á lífið og tilveruna. Þroskast og verða meira! Þessa dagana láta margir drauminn um menntun rætast með því að skrá sig til leiks hjá símenntunarmiðstöðvum um land allt. Margir jafnvel eftir áralangt hlé frá námi. Tæplega sextán þúsund manns sóttu sér nám hjá símenntunarmiðstöðvum á Íslandi árið 2016. Þar af er stór hópur sem tilheyrði svokallaðri framhaldsfræðslu en samkvæmt lögum miðar hún að því að veita fullorðnum einstaklingum með stutta formlega skólagöngu að baki viðeigandi námstækifæri og auðvelda þeim að hefja nám að nýju. Framhaldsfræðslukerfinu er ætlað að bjóða þeim sem ekki hafa lokið framhaldsskólanámi tækifæri til náms. Það verkefni er samvinnuverkefni stjórnvalda og samtaka launafólks og atvinnurekenda.Með sigrunum kemur sjálfstraustFramhaldsfræðslan hefur skilað ótvíræðum árangri. Ótal margar sögur eru til um nemendur sem hafa komið sjálfum sér á óvart, tekist að klífa fjöll sem þeir töldu fyrirfram að væru ókleif. Með sigrunum kemur sjálfstraust til þess að takast á við enn stærri verkefni. Margir þeirra sem hefja nám hjá símenntunarmiðstöðvunum eftir margra ára hlé frá námi sækja sér menntun á vottuðum námsbrautum sem opna leiðina til iðnnáms, stúdentsprófs eða inn í háskólabrýr og háskóla. Þannig hefur námsbrautin Menntastoðir notið vinsælda meðal fullorðinna um árabil en námið má meta til allt að 50 eininga í framhaldsskóla. Námið nýtur stuðnings úr Fræðslusjóði en til hans ákvarðar Alþingi fjárframlög á fjárlögum hvers árs. Meginhlutverk sjóðsins er beinlínis að stuðla að því að í boði séu námstækifæri fyrir fólk með stutta formlega skólagöngu að baki.Mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningiSímenntunarmiðstöðvarnar leggja mikið upp úr persónulegri þjónustu við nemendur og náms- og starfsráðgjöf, sem miðstöðvarnar veita þeim endurgjaldslaust. Flestir sem skrá sig í Menntastoðir eru á aldrinum 25 til 30 ára og eiga það sameiginlegt að hafa lokið litlu eða engu námi á framhaldsskólastigi. Námið tekur á grunnfögum íslensku, stærðfræði, ensku, dönsku og upplýsingatækni auk þess sem lögð er áhersla á að nemendur læri námstækni, efli sjálfstraust sitt og lífsleikni. Nemendur fá því mikinn stuðning við námið enda oft stórt skref að setjast aftur á skólabekk eftir kannski langt hlé frá námi. Margir þeirra hafa jafnvel ákveðið með sjálfum sér að þeir eigi ekki erindi í bóklegt nám. Náms- og starfsráðgjafar eru ávallt til staðar og aðstoða, ásamt kennurum og öðru starfsfólki, nemendur við að komast á fulla ferð aftur í námi. Þá hafa kennararnir haldgóða reynslu af kennslu fullorðinna námsmanna. Enn fremur er mikið lagt upp úr samvinnu og stuðningi nemenda sjálfra og þeir skapi sér sín eigin lærdómssamfélög. Slík samheldni er ekki síst mikilvæg til að ná árangri í námi. Elstu nemendurnir í Menntastoðum eru oft yfir fimmtugt en þrátt fyrir breitt aldursbil og ólíkan bakgrunn finnur fólk sig vel í hópunum og mikil samstaða myndast í þeim. Flestir eru sammála um að fyrsti dagurinn sé erfiðastur. Margir upplifa óræðar tilfinningar, smá ótta í bland við eftirvæntingu, þegar fyrsta skrefið er tekið til að upplifa drauminn um að setjast á skólabekk aftur en fljótlega verður allt auðveldara og jafnvel miklu betra en áður. Með auknu sjálfstrausti vex fólki fiskur um hrygg og kemur sjálfu sér mest á óvart þegar það nær raunverulegum en ófyrirséðum árangri.Við höfum verk að vinnaHvernig sem á það er litið er það samfélaginu verðmætt að hækka menntunarstigið á Íslandi. Á Íslandi er hlutfall íbúa sem eingöngu hafa lokið grunnmenntun mun hærra en á hinum Norðurlöndunum. Árið 2015 höfðu 25,2% eingöngu lokið grunnmenntun, þ.e. styttra námi en framhaldsskólastigi (41.900), samkvæmt niðurstöðum úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Ef horft er til Norðurlandanna hafa mun færri íbúar allra hinna Norðurlandanna eingöngu lokið grunnmenntun (13-20%). Þá er hlutfall íbúa á aldrinum 25-64 ára, sem hefur eingöngu lokið grunnmenntun, hærra á Íslandi en að meðaltali í OECD löndum, eða 25% á móti 23% innan OECD. Ef horft er til þeirrar samstarfsyfirlýsingar sem mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB), Samtök atvinnulífsins (SA), fjármálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga gáfu út árið 2010 um að hækka menntunarstig íslensku þjóðarinnar til aukinnar virkni í atvinnulífi og samfélaginu í heild, höfum við verk að vinna. Margt hefur áunnist en við þurfum að gera enn betur til að ná yfirlýstu markmiði um að hlutfall fólks á vinnumarkaði án viðurkenndrar starfs- eða framhaldsskólamenntunar verði ekki hærra en 10% árið 2020. Þar gegna símenntunarmiðstöðvar mikilvægu hlutverki. Því þarf að tryggja rekstur þeirra og enn frekari þróun og stuðning innan framhaldsfræðslukerfisins.Höfundur er framkvæmdastjóri Mímis – símenntunar, sem á aðild að Kvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun