Upphafsræða Bell hitti í mark á SAG: „Hræðsla og reiði vinnur aldrei“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2018 11:30 Kristen Bell var kynnir á SAG í gærkvöldi. vísir/getty Screen Actors Guild verðlaunahátíðin fór fram vestanhafs í gærkvöldi og voru konur í aðalhlutverki. Leikkonan Kristen Bell var kynnir og aðeins afhentu konur verðlaun á hátíðinni og var #metoo byltingin í fyrirrúmi á hátíðinni. Þetta var í 24. skipti þar sem verðlaunahátíðin fer fram en verðlaunahafar eru valdir af félagi kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum. Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, var sigursælust á kvikmyndahátíðinni í gær en hún fékk þrenn verðlaun. Hér má sjá alla sigurvegara kvöldsins. Upphafsræða Kristen Bell vakti sérstaka athygli í gærkvöldi og byrjaði hún á því að segja salnum að þetta væri í raun í fyrsta skipti sem sérstakur kynnir væri á SAG og því í fyrsta sinn sem kona væri í hlutverkinu. „SAG-verðlaunin eru verðlaunahátíð haldin af leikurum fyrir leikara. Hátíðin er ekki aðeins fyrir þá sem eru í þessum sal, heldur einnig fyrir þá sem eru enn að harka og búa í pínulítilli stúdíó íbúð, og kannski mörg saman,“ sagði Bell og bætti við að það væri heiður fyrir leikara að fá að túlka mannkynssöguna með því að segja sögu. „Sögur allra í heiminum eiga rétt á sér og sérstaklega á þessum tímum. Þegar við höldum áfram með líf okkar, þá verðum við að hlusta á fólk og koma fram við það af heilindum og sýna samkennd. Hræðsla og reiði vinnur aldrei.“ Bíó og sjónvarp MeToo Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira
Screen Actors Guild verðlaunahátíðin fór fram vestanhafs í gærkvöldi og voru konur í aðalhlutverki. Leikkonan Kristen Bell var kynnir og aðeins afhentu konur verðlaun á hátíðinni og var #metoo byltingin í fyrirrúmi á hátíðinni. Þetta var í 24. skipti þar sem verðlaunahátíðin fer fram en verðlaunahafar eru valdir af félagi kvikmyndaleikara í Bandaríkjunum. Kvikmyndin Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, var sigursælust á kvikmyndahátíðinni í gær en hún fékk þrenn verðlaun. Hér má sjá alla sigurvegara kvöldsins. Upphafsræða Kristen Bell vakti sérstaka athygli í gærkvöldi og byrjaði hún á því að segja salnum að þetta væri í raun í fyrsta skipti sem sérstakur kynnir væri á SAG og því í fyrsta sinn sem kona væri í hlutverkinu. „SAG-verðlaunin eru verðlaunahátíð haldin af leikurum fyrir leikara. Hátíðin er ekki aðeins fyrir þá sem eru í þessum sal, heldur einnig fyrir þá sem eru enn að harka og búa í pínulítilli stúdíó íbúð, og kannski mörg saman,“ sagði Bell og bætti við að það væri heiður fyrir leikara að fá að túlka mannkynssöguna með því að segja sögu. „Sögur allra í heiminum eiga rétt á sér og sérstaklega á þessum tímum. Þegar við höldum áfram með líf okkar, þá verðum við að hlusta á fólk og koma fram við það af heilindum og sýna samkennd. Hræðsla og reiði vinnur aldrei.“
Bíó og sjónvarp MeToo Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Sjá meira