Ekki vænlegt að leysa MeToo umræðuna með skotgrafahernaði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. janúar 2018 10:11 Gestur K. Pálmason sagði að það hafi ekki verið sitt markmið að koma fram fyrir hönd karlmanna í metoo umræðunni, en tók þó þeirri áskorun. VÍSIR/GVA Gestur Pálmason markþjálfi og fyrrum lögreglumaður er einn þeirra sem stendur á bakvið #égertil Facebook hópinn, en þar er rætt um sjónarhorn þeirra karlmanna sem vilja axla ábyrgð í tengslum við #MeToo. Gestur sagði í erindi sínu á morgunfundi stjórnmálaflokka um MeToo í dag, að það væri auðvelt að fyllast ógeði á því sem dunið hefur yfir konur, þeim rauða þræði í sögunum sem komið hafa fram í tengslum við MeToo umræðuna. Velti hann upp tveimur spurningum: „Er hægt að heila hræðilega hluti? Er hægt að snúa þessum hörmungum sem fram eru komnar í afl til góðs?“ Hann telur sjálfur að það sé hægt en til þess hafi verið nauðsynlegt að fá þessar sögur fram.Aðeins fjórir mættu á fundinnHann segir að rétta lausnin sé ekki að setja öll vandamálin í eitt box og týnast í ódýrum og einhliða lausnum. „Ég tel að sú leið sé ekki til þess fallin að nýta tækifærin sem eru í boði. Hin leiðin er að hafa í raun og veru getuna til að „höndla“ málið af tillitssemi og þroska og þróað okkur þannig í átt að samfélagi sem er fært um að taka þetta samtal án „pólariseringar“ og skotgrafahernaðar.“ Gestur segir að #égertil snúist um að miðla nýjum gildum til drengja, stöðva kynbundið ofbeldi og stöðva þann valdakúltúr þar sem hinn minni máttar sé undir. Það gekk þó ekki vel að safna saman körlum til þess að ræða þetta, á einn fundinn mættu aðeins fjórir. Það sé því ekki leiðin þó að margir hafi áhuga á að vera með í þessu.Magnað tækifæri „Við erum bara að reyna að hætta að vera „dicks“ og hætta að kúga helminginn af liðinu sem við erum að hitta í lífinu.“ Hann sagði gríðarlegan ótta meðal karlmanna við að fara inn í þetta samtal, enda mikill sársauki á báða bóga. Mikilvægt væri að hafa í huga að tungumálið skiptir máli í þessu samtali. „Við stöndum frammi fyrir því magnaða tækifæri sem er að heila samfélagið okkar og mér finnst metnaðarlaust að reyna ekki að heila það allt saman.“Katrín Jakobsdóttir setti MeToo umræðufund stjórnmálaflokka sem fór fram á Grand hóteli í morgun. Vísir/ErnirKerfislægt valdamisrétti„Þó a sögurnar séu jafn misjafnar og þær eru margar, og misalvarlegar, hafa þær saman sýnt fram á það kerfislæga valdamisrétti sem samfélagið okkar býr við á milli kynjanna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þegar hún setti morgunverðarfundinn. Katrín sagði að það væri í rauninni búið að endurhugsa allt eftir þessa byltingu, nefndi hún þar að það væri hollt og gott að karlar væru búin að leggjast undir feld og hugsa og að konur hefðu horft til baka og áttað sig á því að sum atvik sem þær hefðu orðið fyrir hefðu ekki verið í lagi. Umræðan hafi rækilega vakið athygli á djúpstæðu misræmi í samfélaginu og snortið flesta. Hún sagði jafnframt að stóra spurningin væri, hvað gerum við svo? Katrín sagði að stjórnmálaflokkarnir þyrftu að nálgast þessi mál eins og frjáls félagasamtök, mikilvægast sé að flokkarnir þetta saman. „Og nýtum líka að við erum ólíkar hreyfingar og við getum lært hvert af öðru í þessum málum.“ MeToo Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Gestur Pálmason markþjálfi og fyrrum lögreglumaður er einn þeirra sem stendur á bakvið #égertil Facebook hópinn, en þar er rætt um sjónarhorn þeirra karlmanna sem vilja axla ábyrgð í tengslum við #MeToo. Gestur sagði í erindi sínu á morgunfundi stjórnmálaflokka um MeToo í dag, að það væri auðvelt að fyllast ógeði á því sem dunið hefur yfir konur, þeim rauða þræði í sögunum sem komið hafa fram í tengslum við MeToo umræðuna. Velti hann upp tveimur spurningum: „Er hægt að heila hræðilega hluti? Er hægt að snúa þessum hörmungum sem fram eru komnar í afl til góðs?“ Hann telur sjálfur að það sé hægt en til þess hafi verið nauðsynlegt að fá þessar sögur fram.Aðeins fjórir mættu á fundinnHann segir að rétta lausnin sé ekki að setja öll vandamálin í eitt box og týnast í ódýrum og einhliða lausnum. „Ég tel að sú leið sé ekki til þess fallin að nýta tækifærin sem eru í boði. Hin leiðin er að hafa í raun og veru getuna til að „höndla“ málið af tillitssemi og þroska og þróað okkur þannig í átt að samfélagi sem er fært um að taka þetta samtal án „pólariseringar“ og skotgrafahernaðar.“ Gestur segir að #égertil snúist um að miðla nýjum gildum til drengja, stöðva kynbundið ofbeldi og stöðva þann valdakúltúr þar sem hinn minni máttar sé undir. Það gekk þó ekki vel að safna saman körlum til þess að ræða þetta, á einn fundinn mættu aðeins fjórir. Það sé því ekki leiðin þó að margir hafi áhuga á að vera með í þessu.Magnað tækifæri „Við erum bara að reyna að hætta að vera „dicks“ og hætta að kúga helminginn af liðinu sem við erum að hitta í lífinu.“ Hann sagði gríðarlegan ótta meðal karlmanna við að fara inn í þetta samtal, enda mikill sársauki á báða bóga. Mikilvægt væri að hafa í huga að tungumálið skiptir máli í þessu samtali. „Við stöndum frammi fyrir því magnaða tækifæri sem er að heila samfélagið okkar og mér finnst metnaðarlaust að reyna ekki að heila það allt saman.“Katrín Jakobsdóttir setti MeToo umræðufund stjórnmálaflokka sem fór fram á Grand hóteli í morgun. Vísir/ErnirKerfislægt valdamisrétti„Þó a sögurnar séu jafn misjafnar og þær eru margar, og misalvarlegar, hafa þær saman sýnt fram á það kerfislæga valdamisrétti sem samfélagið okkar býr við á milli kynjanna,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, þegar hún setti morgunverðarfundinn. Katrín sagði að það væri í rauninni búið að endurhugsa allt eftir þessa byltingu, nefndi hún þar að það væri hollt og gott að karlar væru búin að leggjast undir feld og hugsa og að konur hefðu horft til baka og áttað sig á því að sum atvik sem þær hefðu orðið fyrir hefðu ekki verið í lagi. Umræðan hafi rækilega vakið athygli á djúpstæðu misræmi í samfélaginu og snortið flesta. Hún sagði jafnframt að stóra spurningin væri, hvað gerum við svo? Katrín sagði að stjórnmálaflokkarnir þyrftu að nálgast þessi mál eins og frjáls félagasamtök, mikilvægast sé að flokkarnir þetta saman. „Og nýtum líka að við erum ólíkar hreyfingar og við getum lært hvert af öðru í þessum málum.“
MeToo Tengdar fréttir Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Fleiri fréttir Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Sjá meira
Bein útsending: Hvernig geta stjórnmálaflokkar beitt sér til að minnka líkur á áreitni? Stjórnmálaflokkar á Íslandi hafa boðað til morgunverðarfundar á Grand Hótel, Vísir sýnir beint frá fundinum, en boðað er til hans í kjölfar MeToo byltingarinnar. 22. janúar 2018 08:00
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent