Audi sparaði 11,4 milljarða með sparnaðarráðum starfsmanna Finnur Thorlacius skrifar 22. janúar 2018 10:04 Í einni af samsetningarverksmiðjum Audi. Á síðasta ári reiknaðist þeim hjá þýska bílaframleiðandanum Audi að góð sparnaðarráð frá starfsmönnum hafi sparað fyrirtækinu alls 11,4 milljarða króna. Þar á bæ er 50 ára hefð fyrir því að starfsmenn komi fram með hugmyndir sem sparað geta við framleiðslu bíla Audi og þið virðist sannarlega vera að virka. Sumar þessara hugmynda er býsna einfaldar en geta samt sparað milljónir og þegar allt kemur til alls getur heildarsparnaðurinn numið svo mikilli upphæð hjá stóru fyrirtæki. Sumar hugmyndanna varða framleiðsluna sjálfa en aðrar varða skipulag og og innri ferla. Sem dæmi um ágæta hugmynd þá gekk loftræsting að sama krafti allan sólarhringinn en vegna tillagna frá tveimur árvökulum starfsmönnum var kerfið látið ganga á helmingi minni hraða þegar svo til enginn starfsmaður var á staðnum. Það eitt sparaði Audi 12,8 milljónir króna. Alls voru sparnaðarhugmyndir starfsmanna 10.100 talsins í fyrra. Audi verðlaunar þá starfsmenn sem leggja til hugmyndir sem leiða til sparnaðar og er umbun þeirra í takt við það hversu mikið sparast. Svona hugmyndakerfi er því eitthvað sem öllum gagnast og tengir starfsmenn auk þess sterkari böndum við fyrirtæki sitt. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent
Á síðasta ári reiknaðist þeim hjá þýska bílaframleiðandanum Audi að góð sparnaðarráð frá starfsmönnum hafi sparað fyrirtækinu alls 11,4 milljarða króna. Þar á bæ er 50 ára hefð fyrir því að starfsmenn komi fram með hugmyndir sem sparað geta við framleiðslu bíla Audi og þið virðist sannarlega vera að virka. Sumar þessara hugmynda er býsna einfaldar en geta samt sparað milljónir og þegar allt kemur til alls getur heildarsparnaðurinn numið svo mikilli upphæð hjá stóru fyrirtæki. Sumar hugmyndanna varða framleiðsluna sjálfa en aðrar varða skipulag og og innri ferla. Sem dæmi um ágæta hugmynd þá gekk loftræsting að sama krafti allan sólarhringinn en vegna tillagna frá tveimur árvökulum starfsmönnum var kerfið látið ganga á helmingi minni hraða þegar svo til enginn starfsmaður var á staðnum. Það eitt sparaði Audi 12,8 milljónir króna. Alls voru sparnaðarhugmyndir starfsmanna 10.100 talsins í fyrra. Audi verðlaunar þá starfsmenn sem leggja til hugmyndir sem leiða til sparnaðar og er umbun þeirra í takt við það hversu mikið sparast. Svona hugmyndakerfi er því eitthvað sem öllum gagnast og tengir starfsmenn auk þess sterkari böndum við fyrirtæki sitt.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent