Sindri Freysson hlýtur Ljóðstaf Jóns úr Vör Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 21. janúar 2018 22:40 Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi í dag. Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi af Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Karen E. Halldórsdóttur formanni Lista- og menningarráðs. Efnt hefur verið til ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör frá árinu 2002 og eru úrslit keppninnar tilkynnt á fæðingardegi skáldsins. Handhafi Ljóðstafsins fær farandgrip til varðveislu í eitt ár, verðlaunagrip til eignar og 300.000 króna peningaverðlaun. 200.000 kr. eru í verðlaun fyrir annað sætið og 100.000 fyrir það þriðja. Alls bárust 278 ljóð í keppnina að þessu sinni. Í öðru sæti var Hrafnhildur Þórhallsdóttir með ljóð sitt Elegía en Valgerður Benediktsdóttir hlaut þriðja sætið fyrir ljóðið Íshvarf. Þá fengu átta ljóð viðurkenningar. Rökstuðningur nefndarinnar fyrir vali sigurljóðsins er eftirfarandi:Sindri Freysson hlýtur ljóðsstaf Jóns úr Vör árið 2018 fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Í ljóðinu birtast skýrar myndir af óvenjulegum aðstæðum sem vöktu strax athygli dómnefndarfólks. Ljóðið kallar fram myndir af ólíkum heimum, andstæðum; borgarumhverfi, brautarpöllum og hraða er telft á móti kyrrstöðu sem ríkir á óskilgreindum jökli þar sem rúta situr föst. Ljóðið sýnir okkur sofandi farþega sem geta verið erlendir ferðamenn en aftast situr kínversk stúlka og les um lestargöng sem opnast og lokast. Þessar áleitnu myndir gefa færi á ýmsum túlkunarmöguleikum, minna á mátt ljóðsins, bókarinnar, lesturs og hugarflugs. Þetta er ljóð um ferðalag okkar allra, um lífið og dauðann en líka um möguleikana og kallast á við orð listaskálsins góða sem þakkaði fyrir það að geta setið á sama stað og verið samt að ferðast. Ef til vill má líka líta á ljóðið sem táknmynd fyrir samtíma okkar hér á Íslandi, rútan er föst á jökli og enginn veit hvað verður um farþegana; eina leiðin burt úr ógöngunum virðist vera lestur, skáldskapur.Kínversk stúlka les uppi á jökli Í þessu landi leynast engir brautarpallar með þokuskuggum að bíða tvífara sinna Engar mystískar næturlestir sniglast gegnum myrkrið á hraða draumsins Engir stálteinar syngja fjarskanum saknaðaróð Í þessu landi situr rúta föst á jökli Hrímgaðar rúður Framljósaskíma að slokkna Frosin hjól að sökkva Andgufa sofandi farþega setur upp draugaleikrit Og á aftasta bekk les kínversk stúlka um lestargöng sem opnast og lokast einsog svart blóm Einnig voru tilkynnt úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi. Henrik Hermannsson hlaut þar fyrstu verðlaun fyrir ljóðið Myrkrið. Höfundur er nemandi í 7. bekk í Hörðuvallaskóla. Í öðru sæti var ljóðið Frelsi eftir Eyrúnu Flosadóttur. Hún er nemandi í 9. MSJ í Kársnesskóla. Ljóðið Allt eða ekkert eftir Söndru Diljá Kristinsdóttur var í þriðja sæti en Sandra er í 8. bekk Salaskóla. Vinningsljóðum grunnskólanema verður dreift um bæinn á veggspjöldum og bókamerkjum. Þá hlutu átta ljóð viðurkenningar dómnefndar: Halla Oddný Magnúsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Ástaljóð frá Alexandríu Sindri Freysson hlýtur viðurkenningar fyrir ljóðin Ekkert að óttast og Vikumenn Hallgrímur Helgason hlýtur viðurkenningar fyrir ljóðin Ég og hún og Portúgölsk pera Eyþór Gylfason hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Hvítt suð Pedro Gunnlaugur Garcia hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Leikbrúður Margrét Hlín Sveinsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Postulínshundurinn Steinunn Lilja Emilsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Vitleysa Ásgeir H Ingólfsson hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Þeir skjóta þig alltaf í bakið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn í Salnum í Kópavogi af Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Karen E. Halldórsdóttur formanni Lista- og menningarráðs. Efnt hefur verið til ljóðasamkeppninnar um Ljóðstaf Jóns úr Vör frá árinu 2002 og eru úrslit keppninnar tilkynnt á fæðingardegi skáldsins. Handhafi Ljóðstafsins fær farandgrip til varðveislu í eitt ár, verðlaunagrip til eignar og 300.000 króna peningaverðlaun. 200.000 kr. eru í verðlaun fyrir annað sætið og 100.000 fyrir það þriðja. Alls bárust 278 ljóð í keppnina að þessu sinni. Í öðru sæti var Hrafnhildur Þórhallsdóttir með ljóð sitt Elegía en Valgerður Benediktsdóttir hlaut þriðja sætið fyrir ljóðið Íshvarf. Þá fengu átta ljóð viðurkenningar. Rökstuðningur nefndarinnar fyrir vali sigurljóðsins er eftirfarandi:Sindri Freysson hlýtur ljóðsstaf Jóns úr Vör árið 2018 fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Í ljóðinu birtast skýrar myndir af óvenjulegum aðstæðum sem vöktu strax athygli dómnefndarfólks. Ljóðið kallar fram myndir af ólíkum heimum, andstæðum; borgarumhverfi, brautarpöllum og hraða er telft á móti kyrrstöðu sem ríkir á óskilgreindum jökli þar sem rúta situr föst. Ljóðið sýnir okkur sofandi farþega sem geta verið erlendir ferðamenn en aftast situr kínversk stúlka og les um lestargöng sem opnast og lokast. Þessar áleitnu myndir gefa færi á ýmsum túlkunarmöguleikum, minna á mátt ljóðsins, bókarinnar, lesturs og hugarflugs. Þetta er ljóð um ferðalag okkar allra, um lífið og dauðann en líka um möguleikana og kallast á við orð listaskálsins góða sem þakkaði fyrir það að geta setið á sama stað og verið samt að ferðast. Ef til vill má líka líta á ljóðið sem táknmynd fyrir samtíma okkar hér á Íslandi, rútan er föst á jökli og enginn veit hvað verður um farþegana; eina leiðin burt úr ógöngunum virðist vera lestur, skáldskapur.Kínversk stúlka les uppi á jökli Í þessu landi leynast engir brautarpallar með þokuskuggum að bíða tvífara sinna Engar mystískar næturlestir sniglast gegnum myrkrið á hraða draumsins Engir stálteinar syngja fjarskanum saknaðaróð Í þessu landi situr rúta föst á jökli Hrímgaðar rúður Framljósaskíma að slokkna Frosin hjól að sökkva Andgufa sofandi farþega setur upp draugaleikrit Og á aftasta bekk les kínversk stúlka um lestargöng sem opnast og lokast einsog svart blóm Einnig voru tilkynnt úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanna í Kópavogi. Henrik Hermannsson hlaut þar fyrstu verðlaun fyrir ljóðið Myrkrið. Höfundur er nemandi í 7. bekk í Hörðuvallaskóla. Í öðru sæti var ljóðið Frelsi eftir Eyrúnu Flosadóttur. Hún er nemandi í 9. MSJ í Kársnesskóla. Ljóðið Allt eða ekkert eftir Söndru Diljá Kristinsdóttur var í þriðja sæti en Sandra er í 8. bekk Salaskóla. Vinningsljóðum grunnskólanema verður dreift um bæinn á veggspjöldum og bókamerkjum. Þá hlutu átta ljóð viðurkenningar dómnefndar: Halla Oddný Magnúsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Ástaljóð frá Alexandríu Sindri Freysson hlýtur viðurkenningar fyrir ljóðin Ekkert að óttast og Vikumenn Hallgrímur Helgason hlýtur viðurkenningar fyrir ljóðin Ég og hún og Portúgölsk pera Eyþór Gylfason hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Hvítt suð Pedro Gunnlaugur Garcia hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Leikbrúður Margrét Hlín Sveinsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Postulínshundurinn Steinunn Lilja Emilsdóttir hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Vitleysa Ásgeir H Ingólfsson hlýtur viðurkenningu fyrir ljóðið Þeir skjóta þig alltaf í bakið
Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira