Allir flokkar koma saman vegna #metoo Ólöf Skaftadóttir skrifar 22. janúar 2018 06:00 Markmið okkar var að kalla saman alla flokkana og sjá hvort við gætum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Reynt að koma okkur niður á eitthvað, hvernig má bæta og breyta okkar samskiptum, og notað það sem veganesti inn í framtíðina,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en í kjölfar #metoo-byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds. „Við settumst niður saman í lok síðasta árs þar sem var fenginn einn frá hverjum flokki og komum okkur saman um þessa dagskrá. Við ákváðum að gera þetta ekki á hefðbundin máta, fá einn frá hverjum flokki til að koma og tala – heldur erum við meira að leita út fyrir raðir flokkanna og fá annað fólk til að hjálpa okkur. Fræða okkur – fræðast í sameiningu,“ útskýrir Heiða Björg. Hún vonast til þess að í lok fundar verði hægt að taka saman einhverja punkta sem veganesti fyrir flokkana inn í áframhaldandi starf. „En svo verður auðvitað hver flokkur að taka þetta áfram og gera sinn eigin samskiptasamning.“ Hún ítrekar að allir sem vilja séu velkomnir á fundinn, þótt hann fjalli fyrst og fremst um stjórnmálin og félagasamtök. „Við hugsuðum að starf félagasamtaka væri svipað stjórnmálaflokkunum og datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir þau að koma. Félagasamtök, eins og stjórnmálaflokkar, hafa ekki deildir eða mannauðsstjóra innan sinna vébanda sem geta tekið á málunum. Málin flækjast nefnilega þegar fólk kemur saman af áhuga og það er ekki eins ljós hírarkía og í fyrirtækjum úti í bæ.“ Heiða segir jafnframt mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni, en Gestur Pálmason markþjálfi er einn þeirra sem taka til máls á fundinum með fyrirlesturinn Sjónarhorn karlmanna sem vilja taka ábyrgð. „Okkur finnst það mjög mikilvægt. Hvort sem þeir vilja gera það sér eða með okkur. Mér finnst konur komnar lengra í umræðunni. Karlmenn verða að taka þetta alvarlega og mín upplifun er sú að flestir geri það; séu til í þetta samtal. Almennt er mín upplifun sú að karlarnir vilji að samskiptin séu góð, fólk upplifi sig öruggt, geti tjáð sig og tekið þátt í öllu mögulegu án þess að finnast öryggi sínu ógnað. Og í þessum orðum mínum er engin ásökun falin. Við viljum bara laga menninguna og samskiptin. Það er tilgangur fundarins.“Salvör NordalFréttablaðið/GVASalvör Nordal: Óskrifaðar reglur í samskiptum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er ein þeirra sem flytja ávarp og ber það yfirskriftina Óskrifaðar reglur í samskiptum. „Sum af þeim áreitnismálum sem hefur verið talað um kallast á við umræðuna um friðhelgi einkalífsins, og þar koma inn þessar óskráðu reglur. Það er að segja, hvernig við komum fram við hvert annað í daglegum samskiptum. Ég hef mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins sem siðfræðingur. Svo mun ég koma inn á málefni barna í þessu samhengi. Það hafa verið sláandi frásagnir sem fram hafa komið í #metoo-umræðunni í sambandi við börn, eða að brot hafi átt sér stað þegar viðkomandi var á barnsaldri. Það er alvarlegt,“ segir Salvör. „Það er svo mikilvægt eftir alla þessa umræðu að við einblínum á hvað tekur við, hver næstu skref verða. Aðeins þannig verða raunverulegar breytingar á þessari ómenningu sem hefur viðgengist í öll þessi ár.“Dagskrá fundarins Húsið er opnað klukkan 8.00, fundurinn hefst 8.30 og lýkur 10.30. Opnunarávarp. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Metoo í skugga valdsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins. Hvar liggja mörkin? Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur. Óskrifaðar reglur í samskiptum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Gestur Pálmason markþjálfi. Metoo – hvað svo? Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Pallborð og umræður. Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, lokar fundinum.Vísir sýnir beint frá fundinum. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Kuldinn bítur í kinnar landsmanna 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Björguðu gömlum manni af efstu hæð Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Markmið okkar var að kalla saman alla flokkana og sjá hvort við gætum komist að einhverri sameiginlegri niðurstöðu. Reynt að koma okkur niður á eitthvað, hvernig má bæta og breyta okkar samskiptum, og notað það sem veganesti inn í framtíðina,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, en í kjölfar #metoo-byltingarinnar hafa stjórnmálaflokkar á Íslandi tekið höndum saman og efna til morgunverðarfundar á Grand Hótel Reykjavík í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til 10.30. Þátttaka á fundinum er öllum opin og án endurgjalds. „Við settumst niður saman í lok síðasta árs þar sem var fenginn einn frá hverjum flokki og komum okkur saman um þessa dagskrá. Við ákváðum að gera þetta ekki á hefðbundin máta, fá einn frá hverjum flokki til að koma og tala – heldur erum við meira að leita út fyrir raðir flokkanna og fá annað fólk til að hjálpa okkur. Fræða okkur – fræðast í sameiningu,“ útskýrir Heiða Björg. Hún vonast til þess að í lok fundar verði hægt að taka saman einhverja punkta sem veganesti fyrir flokkana inn í áframhaldandi starf. „En svo verður auðvitað hver flokkur að taka þetta áfram og gera sinn eigin samskiptasamning.“ Hún ítrekar að allir sem vilja séu velkomnir á fundinn, þótt hann fjalli fyrst og fremst um stjórnmálin og félagasamtök. „Við hugsuðum að starf félagasamtaka væri svipað stjórnmálaflokkunum og datt í hug að það gæti verið gagnlegt fyrir þau að koma. Félagasamtök, eins og stjórnmálaflokkar, hafa ekki deildir eða mannauðsstjóra innan sinna vébanda sem geta tekið á málunum. Málin flækjast nefnilega þegar fólk kemur saman af áhuga og það er ekki eins ljós hírarkía og í fyrirtækjum úti í bæ.“ Heiða segir jafnframt mikilvægt að karlar taki þátt í umræðunni, en Gestur Pálmason markþjálfi er einn þeirra sem taka til máls á fundinum með fyrirlesturinn Sjónarhorn karlmanna sem vilja taka ábyrgð. „Okkur finnst það mjög mikilvægt. Hvort sem þeir vilja gera það sér eða með okkur. Mér finnst konur komnar lengra í umræðunni. Karlmenn verða að taka þetta alvarlega og mín upplifun er sú að flestir geri það; séu til í þetta samtal. Almennt er mín upplifun sú að karlarnir vilji að samskiptin séu góð, fólk upplifi sig öruggt, geti tjáð sig og tekið þátt í öllu mögulegu án þess að finnast öryggi sínu ógnað. Og í þessum orðum mínum er engin ásökun falin. Við viljum bara laga menninguna og samskiptin. Það er tilgangur fundarins.“Salvör NordalFréttablaðið/GVASalvör Nordal: Óskrifaðar reglur í samskiptum Salvör Nordal, umboðsmaður barna, er ein þeirra sem flytja ávarp og ber það yfirskriftina Óskrifaðar reglur í samskiptum. „Sum af þeim áreitnismálum sem hefur verið talað um kallast á við umræðuna um friðhelgi einkalífsins, og þar koma inn þessar óskráðu reglur. Það er að segja, hvernig við komum fram við hvert annað í daglegum samskiptum. Ég hef mikið rannsakað friðhelgi einkalífsins sem siðfræðingur. Svo mun ég koma inn á málefni barna í þessu samhengi. Það hafa verið sláandi frásagnir sem fram hafa komið í #metoo-umræðunni í sambandi við börn, eða að brot hafi átt sér stað þegar viðkomandi var á barnsaldri. Það er alvarlegt,“ segir Salvör. „Það er svo mikilvægt eftir alla þessa umræðu að við einblínum á hvað tekur við, hver næstu skref verða. Aðeins þannig verða raunverulegar breytingar á þessari ómenningu sem hefur viðgengist í öll þessi ár.“Dagskrá fundarins Húsið er opnað klukkan 8.00, fundurinn hefst 8.30 og lýkur 10.30. Opnunarávarp. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Metoo í skugga valdsins. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og talskona Metoo í skugga valdsins. Hvar liggja mörkin? Valdís Ösp Ívarsdóttir fíknifræðingur. Óskrifaðar reglur í samskiptum. Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sjónarhorn karlmanna sem vilja axla ábyrgð. Gestur Pálmason markþjálfi. Metoo – hvað svo? Katrín Björg Ríkharðsdóttir, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu. Pallborð og umræður. Fundarstjóri, Kolbrún Halldórsdóttir fv. ráðherra og forseti Bandalags íslenskra listamanna, mun stýra pallborðsumræðum í kjölfar erindanna. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, lokar fundinum.Vísir sýnir beint frá fundinum.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Kuldinn bítur í kinnar landsmanna 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Björguðu gömlum manni af efstu hæð Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira