Uppruni norrænna manna rakinn bæði til Íberíuskaga og Svartahafs Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2018 21:00 Fyrsti hópur fólks til Skandinavíu kom úr suðri fyrir um 11.500 árum. Næsta bylgja kom úr austri fyrir um 10.500 árum og fór norður fyrir ísaldarjökulinn. Þessir hópar blönduðust. Grafík/Guðmundur Björnsson, Stöð 2. Forfeður norrænu víkinganna sem byggðu Ísland voru blanda af ólíkum þjóðflokkum, sem fluttust til Skandínavíu eftir lok síðustu ísaldar og áttu rætur á Spáni og Portúgal og á svæðunum í kringum Svartahaf. Þetta sýnir ný rannsókn, undir forystu vísindamanna við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, en fjallað var um niðurstöður hennar í fréttum Stöðvar 2. Þegar við spyrjum hvaðan Íslendingar komu þá er stutta svarið að stærsti hluti landnámsmanna hafi komið frá vesturströnd Noregs, þótt jafnframt sé almennt viðurkennt meðal fræðimanna að einhver hluti þeirra hafi komið frá Bretlandseyjum. En svo vissir eru menn í Noregi að Ingólfur Arnarson hafi einmitt komið frá Hrífudal í Dalsfirði að þar hafa menn reist styttu til heiðurs þeim sem talinn er fyrsti landnámsmaður Íslands. En leit okkar að upprunanum lýkur ekki hjá Ingólfi né öðrum landnámsmönnum. Mörg viljum við líka vita hvaðan þeirra forfeður komu. Stytta af Ingólfi Arnarsyni er í Dalsfirði í Noregi, en þar er talið að fyrsti landnámsmaður Íslands hafi búið. En hvaðan komu forfeður hans?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nú hefur alþjóðlegur hópur vísindamanna birt nýja rannsókn sem veitir áhugaverð svör við þeirri gátu. Rannsóknin byggði á því að greina erfðamengi sjö einstaklinga úr elstu mannvistarleifum sem fundist hafa í Noregi og Svíþjóð en þær elstu eru 9.500 ára gamlar. Ísaldarjökullinn olli því að Skandvinavía var síðasta svæði meginlands Evrópu sem byggðist en það var fyrst fyrir 12.500 árum sem ísinn tók að hopa frá ströndum Noregs. Þúsund árum síðar komu fyrstu mennirnir á svæðið, en þá lá enn stórt jökulhvel yfir Skandinavíu. Fyrsta þjóðflutningabylgjan kom frá suðvesturhluta Evrópu, og samanstóð af fólki sem átti rætur á Íberíuskaga á ísaldartíma, þar sem nú eru Spánn og Portúgal, samkvæmt niðurstöðunum. Þúsund árum síðar, fyrir um tíu þúsund árum, kom svo önnur stór bylgja fólks úr austri og fór með ströndinni norður fyrir jökulinn, en þessi hópur átti rætur á svæðunum í kringum Svartahaf eða Úkraínu. Þessir tveir ólíku hópar blönduðust og mynduðu grunninn að norrænu þjóðunum. Fólkið sem kom úr suðri hafði blá augu og var hörundsdekkra en nútíma Norðurlandabúar. Fólkið sem kom úr austri var ljósara á húð og með fjölbreyttari augnlit. Meðan fæði þeirra sem settust að í Svíþjóð var fjölbreytt var selkjöt uppistaðan í því sem fólkið í Noregi át, selur var áttatíu prósent fæðunnar við ströndina fyrir tíu þúsund árum, að því er fram kemur í rannsókninni. En þjóðflutningarnir héldu áfram og á næstu árþúsundum komu margar bylgjur fólks úr austri og segir einn af höfundum vísindagreinarinnar í viðtali á norska ríkisútvarpinu, NRK, að meginniðurstaðan sé sú að Skandinavar séu blandaður hópur. Þá er athyglisvert að fram kemur mynstur erfðabreytinga í átt til aðlögunar að skammdegi og kulda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Forfeður norrænu víkinganna sem byggðu Ísland voru blanda af ólíkum þjóðflokkum, sem fluttust til Skandínavíu eftir lok síðustu ísaldar og áttu rætur á Spáni og Portúgal og á svæðunum í kringum Svartahaf. Þetta sýnir ný rannsókn, undir forystu vísindamanna við Uppsalaháskóla í Svíþjóð, en fjallað var um niðurstöður hennar í fréttum Stöðvar 2. Þegar við spyrjum hvaðan Íslendingar komu þá er stutta svarið að stærsti hluti landnámsmanna hafi komið frá vesturströnd Noregs, þótt jafnframt sé almennt viðurkennt meðal fræðimanna að einhver hluti þeirra hafi komið frá Bretlandseyjum. En svo vissir eru menn í Noregi að Ingólfur Arnarson hafi einmitt komið frá Hrífudal í Dalsfirði að þar hafa menn reist styttu til heiðurs þeim sem talinn er fyrsti landnámsmaður Íslands. En leit okkar að upprunanum lýkur ekki hjá Ingólfi né öðrum landnámsmönnum. Mörg viljum við líka vita hvaðan þeirra forfeður komu. Stytta af Ingólfi Arnarsyni er í Dalsfirði í Noregi, en þar er talið að fyrsti landnámsmaður Íslands hafi búið. En hvaðan komu forfeður hans?Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Nú hefur alþjóðlegur hópur vísindamanna birt nýja rannsókn sem veitir áhugaverð svör við þeirri gátu. Rannsóknin byggði á því að greina erfðamengi sjö einstaklinga úr elstu mannvistarleifum sem fundist hafa í Noregi og Svíþjóð en þær elstu eru 9.500 ára gamlar. Ísaldarjökullinn olli því að Skandvinavía var síðasta svæði meginlands Evrópu sem byggðist en það var fyrst fyrir 12.500 árum sem ísinn tók að hopa frá ströndum Noregs. Þúsund árum síðar komu fyrstu mennirnir á svæðið, en þá lá enn stórt jökulhvel yfir Skandinavíu. Fyrsta þjóðflutningabylgjan kom frá suðvesturhluta Evrópu, og samanstóð af fólki sem átti rætur á Íberíuskaga á ísaldartíma, þar sem nú eru Spánn og Portúgal, samkvæmt niðurstöðunum. Þúsund árum síðar, fyrir um tíu þúsund árum, kom svo önnur stór bylgja fólks úr austri og fór með ströndinni norður fyrir jökulinn, en þessi hópur átti rætur á svæðunum í kringum Svartahaf eða Úkraínu. Þessir tveir ólíku hópar blönduðust og mynduðu grunninn að norrænu þjóðunum. Fólkið sem kom úr suðri hafði blá augu og var hörundsdekkra en nútíma Norðurlandabúar. Fólkið sem kom úr austri var ljósara á húð og með fjölbreyttari augnlit. Meðan fæði þeirra sem settust að í Svíþjóð var fjölbreytt var selkjöt uppistaðan í því sem fólkið í Noregi át, selur var áttatíu prósent fæðunnar við ströndina fyrir tíu þúsund árum, að því er fram kemur í rannsókninni. En þjóðflutningarnir héldu áfram og á næstu árþúsundum komu margar bylgjur fólks úr austri og segir einn af höfundum vísindagreinarinnar í viðtali á norska ríkisútvarpinu, NRK, að meginniðurstaðan sé sú að Skandinavar séu blandaður hópur. Þá er athyglisvert að fram kemur mynstur erfðabreytinga í átt til aðlögunar að skammdegi og kulda. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira