Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: Kanaskipti KR ekki góð

Dagur Lárusson skrifar
Kanaskipti KR var meðal umræðuefna í Dominos Körfuboltakvöldi Kjartans Atla Kjartanssonar síðastliðið föstudagskvöld.

Kjartan Atli spyr hér gesti sína um álit á Kanaskiptum KR-inga en KR-ingar fengu inn bandaríkjamanninn Brandon Penn einum degi fyrir bikarúrslitaleikinn nú á dögunum.

Gestir Kjartans virðast vera sammála um það að Brandon Penn sé ekki búinn að heilla með spilamennsku sinni hingað til og hann sé ekki atvinnumaðurinn sem KR-ingar hefðu átt að fá til sín, hann ætti frekar að vera hjá Hetti.

„Þetta er ekki atvinnumaður sem KR-ingar þurfa. Hann vill alltaf vera í boltanum, hann er svona leikmaður sem væri góður í að halda uppi sóknarleik Hattar,“ sagði Kjartan Atli.

„Það er heldur ekkert verið að gera honum neinn greiða,“ sagði Kiddi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×