Bíó og sjónvarp

Leikstjóri The Last Jedi svarar ósáttum Star Wars aðdáendum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Rian Johnson er hér til vinstri ásamt þeim Daisy Ridley og Mark Hamill sem fara með hlutverk Rey og Luke
Rian Johnson er hér til vinstri ásamt þeim Daisy Ridley og Mark Hamill sem fara með hlutverk Rey og Luke Vísir/Getty
Rian Johnson, leikstjóri nýjustu Star Wars myndarinnar, The Last Jedi, virðist hafa fengið nóg af ósáttum Star Wars aðdáendum sem hafa gert athugasemdir við eitt af mikilvægustu atriðum myndarinnar.

Athugið að framundan eru spennuspillar úr The Last Jedi. Ef þú hefur ekki séð myndina, ætlar þér að gera það og vilt ekki vita smáatriði úr söguþræðinum er best að hætta að lesa núna.

Atriði sem um ræðir er lokabardaginn þar sem Luke Skywalker mætir systursyni sínum Kylo Ren á plánetunni Crait.

Ósætti aðdáendanna snýr að þeirri staðreynd að Luke var í raun ekki staddur á Crait, heldur var um að ræða heilmynd. Luke var staddur á plánetunni Ahch-To og notaðist við Máttinn til að virðast vera staddur beint fyrir framan nefið á Kylo Ren.

Aðdáendur Star Wars eru þekktir fyrir að vera ástríðufullir og eru margir mjög ósáttir við atriðið, þá sérstaklega að það hafi aldrei verið gerð grein fyrir þessum hluta Máttarins, að geta virst vera á tveimur stöðum í einu. Kylo Ren og Rey höfðu reyndar verið að eiga í samræðum nánast alla myndina og virtust þau þá vera að notfæra sér einhverskonar útgáfu af þessum eiginleika.

 

 

Rian Johnson, leikstjóri myndarinnar virðist ekki gefa mikið fyrir þessa gagnrýni og svaraði hann ósáttum aðdáendum í Twitter þræði, án þess þó að segja orð. Þráðurinn náði ekki að friða alla ósáttu aðdáendurna en þetta verður að teljast skemmtilegt svar.


Tengdar fréttir

Star Wars: The Last Jedi - Skemmtilegt kraðak af mistökum

Star Wars: The Last Jedi er tiltölulega ný komin út og hefur hún notið mikilla vinsælda. Áhorfendur eru þó ekki allir sammála um það hve góð þessi mynd er og í rauninni hvort hún sé yfir höfuð góð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×