Körfubolti

Domino's Körfuboltakvöld: "Ennþá með hrútspungana upp í sér“

Dagur Lárusson skrifar
Kjartan Atli og félagar í Dominos Körfuboltakvöldi voru sammála um það að spilamennska Keflavíkur hafi verið hræðileg í gærkvöldi.

Grindavík unnu öruggan 25 stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík í 14.umferð Dominos-deildar karla en lokatölur voru 85-60.

„Það voru ekki bara Grindvíkingar sem voru góðir heldur voru Keflvíkingar líka arfaslakir. Það var þorrablót Keflavíkur síðustu helgi og þeir voru greinilega bara ennþá með hrútspungana upp í sér,“ sagði Kjartan Atli til að byrja umræðuna.

„Þeir verða svo rosalega ráðalausir þegar þeir detta í þennan gír og þá er enginn sem tekur stjórnina, sem Hössi á kannski að vera að gera í þessari stöðu,“ sagði Kristinn Geir.

„Hössi er ekki að skila sínu hlutverki í þessum leik sem eru auðvitað bara mikil vonbrigði fyrir Keflvíkinga því hann á að vera þetta akkeri fyrir liðið.“

Kjartan Atli bætti síðan við að ef einhvern tímann ættu viðvörunarbjöllur að byrja að hringja þá væri það núna og voru þeir félagar sammála því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×