Vill nektarmyndirnar niður af verkstæðum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 20. janúar 2018 09:00 Þorbjörn Guðmundsson framkvæmdarstjóri Samiðnar, vill að karlastéttir líti inn á við í tilefni #MeToo byltingarinnar. vísir/hanna „Við karlarnir eigum að ganga í að fjarlægja þetta allt saman,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um almanök af fáklæddum konum sem prýða marga vinnustaði iðnaðarmanna. Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti ályktun í vikunni í tilefni #MeToo byltingarinnar. Í ályktuninni er lögð áhersla á samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins til að ráðast gegn inngróinni menningu byggðri á mismunun kynjanna í samfélaginu, innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Skorað er á aðildarfélög Samiðnar að hafa frumkvæði að virkri þátttöku í umræðunni gegn kynbundu ofbeldi og kynbundnum vinnumarkaði. „Við erum í karllægu umhverfi og finnum áherslu á að við karlarnir stígum fram og við erum að beina því inn á við hjá okkur að við tökum þessi mál til skoðunar, í hreyfingunni og inni á vinnustöðum,“ segir Þorbjörn um tilefni ályktunarinnar. Hann segir umhugsunarefni hve illa konur endast í iðngreinunum. „Þær sem fara í nám og byrja til dæmis í mannvirkjagerð og bifvélavirkjun, endast stutt. Það getur verið eitthvað í okkar vinnustaðamenningu sem konum fellur ekki við, við höfum ekki skoðað það en það er mjög áhugavert rannsóknarefni.” „Það er mikil karlamenning á þessum vinnustöðum og það getur verið eitthvað í umræðumenningunni og svo náttúrulega þessi almanök af fáklæddum konum á veggjum víða. Allt getur þetta virkað neikvætt á konur,“ segir Þorbjörn. „Við þurfum að fara í að horfa á umhverfið okkar og spyrja okkur; er eitthvað hér sem misbýður konum? Við eigum að taka frumkvæði í þessu karlarnir.“ Aðspurður segir Þorbjörn nauðsynlegt að fá fleiri konur í iðngreinar. „Mér finnst #MeToo gefa okkur tækifæri til að fara í naflaskoðun og spyrja okkur hvað við þurfum að laga til að laða fleiri konur að okkar atvinnugreinum.“ Þorbjörn segir marga í hreyfingunni hafa verið hikandi og jafnvel feimna við umræðuna. „Það er dálítið nýtt að karlasamfélagið stígi inn í umræðuna og einhverjir upplifa kannski að umræðan beinist gegn þeim. Mér finnst þetta ákall um að við breytum viðhorfum og ýmsu sem tíðkast hefur. Ég held að við séum ekki með það mikið af karlrembusvínum í okkar hópi að við getum ekki tekið umræðuna.“ Þorbjörn leggur áherslu á að það skili litlu að dæma fortíðina enda hafi menningin breyst töluvert á síðustu árum. „Við eigum að læra af fortíðinni en það þýðir lítið að dæma hana. Við eigum hins vegar að reyna að virkja sem flesta til að taka þátt í að breyta." Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Sjá meira
„Við karlarnir eigum að ganga í að fjarlægja þetta allt saman,“ segir Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, um almanök af fáklæddum konum sem prýða marga vinnustaði iðnaðarmanna. Sambandsstjórn Samiðnar samþykkti ályktun í vikunni í tilefni #MeToo byltingarinnar. Í ályktuninni er lögð áhersla á samstillt átak stjórnvalda, verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins til að ráðast gegn inngróinni menningu byggðri á mismunun kynjanna í samfélaginu, innan fjölskyldna og á vinnustöðum. Skorað er á aðildarfélög Samiðnar að hafa frumkvæði að virkri þátttöku í umræðunni gegn kynbundu ofbeldi og kynbundnum vinnumarkaði. „Við erum í karllægu umhverfi og finnum áherslu á að við karlarnir stígum fram og við erum að beina því inn á við hjá okkur að við tökum þessi mál til skoðunar, í hreyfingunni og inni á vinnustöðum,“ segir Þorbjörn um tilefni ályktunarinnar. Hann segir umhugsunarefni hve illa konur endast í iðngreinunum. „Þær sem fara í nám og byrja til dæmis í mannvirkjagerð og bifvélavirkjun, endast stutt. Það getur verið eitthvað í okkar vinnustaðamenningu sem konum fellur ekki við, við höfum ekki skoðað það en það er mjög áhugavert rannsóknarefni.” „Það er mikil karlamenning á þessum vinnustöðum og það getur verið eitthvað í umræðumenningunni og svo náttúrulega þessi almanök af fáklæddum konum á veggjum víða. Allt getur þetta virkað neikvætt á konur,“ segir Þorbjörn. „Við þurfum að fara í að horfa á umhverfið okkar og spyrja okkur; er eitthvað hér sem misbýður konum? Við eigum að taka frumkvæði í þessu karlarnir.“ Aðspurður segir Þorbjörn nauðsynlegt að fá fleiri konur í iðngreinar. „Mér finnst #MeToo gefa okkur tækifæri til að fara í naflaskoðun og spyrja okkur hvað við þurfum að laga til að laða fleiri konur að okkar atvinnugreinum.“ Þorbjörn segir marga í hreyfingunni hafa verið hikandi og jafnvel feimna við umræðuna. „Það er dálítið nýtt að karlasamfélagið stígi inn í umræðuna og einhverjir upplifa kannski að umræðan beinist gegn þeim. Mér finnst þetta ákall um að við breytum viðhorfum og ýmsu sem tíðkast hefur. Ég held að við séum ekki með það mikið af karlrembusvínum í okkar hópi að við getum ekki tekið umræðuna.“ Þorbjörn leggur áherslu á að það skili litlu að dæma fortíðina enda hafi menningin breyst töluvert á síðustu árum. „Við eigum að læra af fortíðinni en það þýðir lítið að dæma hana. Við eigum hins vegar að reyna að virkja sem flesta til að taka þátt í að breyta."
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segja andstöðu forstjóra Flugleiða við Cargolux hafa ráðið því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Sjá meira