Deilt um hegðun hjólreiðamanns í hringtorgi í Hafnarfirði Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2018 13:45 Skjáskot úr myndbandi sem ökukennarinn birti á Facebook. Facebook Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu. Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Jón Hannes Kristjánsson ökukennari hefur birt myndband af hjólreiðamanni í hringtorgi í Hafnarfirði sem er sagður hafa farið fremur ógætilega þar um. Miklar umræður hafa skapast í þræði við myndbandið þar sem menn eru ekki sammála um að hjólreiðamaðurinn hafi farið ógætilega um. Sumir segja að hann hefði mátt taka betur tillit til ökumanna í kringum sig á meðan aðrir segja að hátterni hans útiloki ekki varúðarskyldu ökumanna.Jón, sem einnig er sérfræðingur í ökutækjatjónum, segir þetta atvik hafa átt sér stað um klukkan fimm síðdegis í gær þar sem hjólreiðamaðurinn fór inn á Kaplakrikahringtorgið svokallaða við Flatar- og Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Jón segir hjólreiðamanninn hafa farið af ytri akrein á hringtorginu í veg fyrir bíl á innri akrein. Hjólreiðamaðurinn hélt svo för sinni áfram en Jón segir að svo virðist vera sem að hjólreiðamaðurinn hafi verið á mörkum innri og ytri akreina hringtorgsins þegar ökumaður sem var að koma úr Flatarhrauninu ók nærri því á hann. „Ökumaðurinn svínar á hjólreiðamanninn því hann hefur örugglega haldið að hann væri á innri akreininni,“ segir Jón. Jón segir þetta hringtorg eitt af því erfiðustu á landinu, ásamt hringtorginu á Lækjargötu í Hafnarfirði. „Við Hafnfirðingar búum svo vel að eiga tvö erfiðustu hringtorg landsins,“ segir Jón. Hann segir ekkert banna hjólreiðamönnum að vera á hringtorgum en þeir þurfi að hlíta þeim reglum sem þar eru í gildi. Líkt og fyrr segir hefur mikil umræða hefur skapast í þræði við myndbandið sem Jón birti á Facebook en þar bendir einn á að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega verið full ragur við að taka ríkjandi stöðu á akreininni, en að öðru leyti sé hann í fullum rétti og löglegur. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar í upphafi myndbandsins gefi stefnuljós eftir að hjólreiðamaðurinn er farinn framhjá, og því hafði hjólreiðamaðurinn engar forsendur til að halda að ökumaður Skoda-bifreiðarinnar ætlaði að beygja þar út. Hann segir seinni ökumanninn hafa ekið of hratt framhjá biðskyldu og í engum rétti. Segir sá sem á þetta bendir jafnframt að ef um bíl væri að ræða en ekki hjóleiðamann væri enginn að hugsa um annað en að sá bíll væri í fullkomnum rétt en hinir ekki. Ásbjörn Ólafsson, formaður Landssamtaka hjólreiðamanna, segir að vissulega sé hjólreiðamönnum sagt að halda sig á hægri akrein, sem hjólreiðamaðurinn gerir ekki, og vissulega eigi allir að sýna tillitssemi, en hann segir viðhorf ökukennarans í garð hjólreiðamannsins því miður lýsandi fyrir of marga. Þó svo að hjólreiðamaðurinn hafi mögulega farið ógætilega um og ekki haldið sig á hægri akrein líkt og beint sé til hjólreiðamanna, þá losi það ekki aðra ökumenn undan almennri varúðarskyldu.
Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira