Sport

Svíi á efri árum vill mæta Gunnari Nelson í London

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gunnari Nelson vantar mótherja í Svíþjóð.
Gunnari Nelson vantar mótherja í Svíþjóð. vísir/getty
Fyrsti maðurinn til að svara kalli Johns Kavanhagh, þjálfara Gunnars Nelson, er Svíinn David Bielkheden.

Kavanagh greindi frá því á Twitter í gær að Gunnar mætir Darren Till ekki fyrr en seinna á árinu og bað alla veltivigtarkappa um að láta vita af sér ef þeir væru klárir í að berjast við Gunnar á UFC Fight Night 17. mars í Lundúnum.

Í viðtali á skandinavísku bardagafréttasíðunni MMAViking.com segist David Bielkheden vera klár í að berjast við Gunnar, en sá sænski er komin á efri ár bardagaferilsins. Hann er 38 ára gamall.

David Bielkheden segist vera í formi lífs síns og erfitt er að mótmæla því. Hann er búinn að vinna átta bardaga í röð sem allir hafa farið fram á bardagakvöldum í Svíþjóð.

Hann er þrautreyndur í blönduðum bardagalistum, en Svíinn keppti þrívegis í UFC árið 2008 og vann þá einn bardaga og tapaði tveimur. Hann hefur í heildina unnið 25 bardaga og tapað tólf á löngum ferli.

„Ég hef öll vopnin sem þarf til að leggja Gunnar Nelson. Ég á þetta skilið,“ segir David Bielkheden sem langar mikið að komast aftur á samning hjá UFC.

MMA

Tengdar fréttir

Kavanagh segir Gunnar og Till berjast seinna á árinu

Þjálfari Gunnars Nelson blæs á þær sögusagnir að Darren Till sé að gera sér upp veikindi til þess að komast hjá því að mæta Gunnari í London í mars. Hann segir Till hafa samþykkt bardaga gegn Gunnari seinna á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×