Bretar standi verr sama hvernig Brexit sé háttað Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2018 06:00 Skýrslan er sögð vandræðaleg fyrir ríkisstjórn Theresu May. vísir/afp Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina. Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira
Eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit, mun breska hagkerfið standa verr burtséð frá því hvernig útgöngunni verður háttað. Það er hvort sem Bretar geri fríverslunarsamning við ESB, haldi sig innan innri markaðar sambandsins eða nái engu slíku samkomulagi. Þetta kemur fram í skýrslu sem var unnin fyrir breska ríkið og var lekið til BuzzFeed sem birti svo skýrsluna í gær. Skýrslan er dagsett nú í janúar og kemur þar fram að með fríverslunarsamningi myndi hagvöxtur minnka um fimm prósent næstu fimmtán árin. Ef enginn samningur næst verði sú tala átta prósent en ef Bretar halda aðgangi sínum að innri markaðnum, svokallað mjúkt Brexit, lækkar talan í tvö prósent. Sá fyrirvari er þó settur við útreikningana að ekki sé tekið tillit til skammtímaáfalla sem gætu skollið á vegna Brexit. Til að mynda kostnaðarins við að aðlaga hagkerfið nýju tollkerfi. Einnig kemur fram að hætta sé á að staða Lundúna sem fjármálahöfuðborgar sé í hættu, að allir hlutar Bretlands komi illa út úr útgöngunni sem og öll svið hagkerfisins. Nicola Sturgeon, ráðherra skosku heimastjórnarinnar, var harðorð þegar Reuters spurði hana um skoðun sína. „Greining ríkisstjórnarinnar sjálfrar hefur leitt í ljós að útgangan úr Evrópusambandinu mun undir öllum kringumstæðum skaða hagkerfi allra þjóða og svæða Bretlands,“ sagði Sturgeon en Skotar voru sú þjóð sem var andvígust Brexit í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2016. Chris Leslie, þingmaður Verkamannaflokksins sem barðist gegn útgöngu og berst enn, sagði: „Ríkisstjórnin hefur ekkert umboð fyrir hörðu Brexit. Það greiddi enginn atkvæði með því að valda sjálfum sér og fjölskyldu sinni tjóni.“ Heimildarmaður BuzzFeed innan Department for Exiting the European Union, eiginlegrar útgöngustofnunar Bretlands sem starfar fyrir ríkisstjórnina, sagði að skýrslan hefði ekki verið birt opinberlega einfaldlega vegna þess að hún væri vandræðaleg fyrir ríkisstjórnina.
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Fleiri fréttir Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Sjá meira