Þunglyndi háskólaneminn Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2018 07:00 Um þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar á geðheilsu nemenda við HÍ, HR og HA. „Svolítið sláandi,“ sagði einn rannsakenda í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni. Nú er ég sjálf háskólanemi og hef auk þess setið nær óslitið á skólabekk síðan árið 1999 – og þegar ég hugsa út í það finnst mér þessar nýútgefnu tölur kannski ekkert sérstaklega sláandi. Þegar ég var í menntaskóla tókum við í eðlisfræðideildinni munnlegt stúdentspróf í stærðfræði. Á hverju ári brotnaði a.m.k. einn nemandi niður í prófinu, það var viðtekið, og við spáðum mikið í það hver sá yrði innan okkar raða. Kvíðinn hélt fyrir okkur vöku. Í íslensku og sögu las maður svo um ungu mennina sem lögðu stund á fræðin í Lærða skólanum og Kaupmannahöfn og þeir voru allir bláfátækir berklasjúklingar og blússandi þunglyndir. Þessar frásagnir voru alltaf hjúpaðar dýrðarljóma. Algjör, þrúgandi vansæld á námsárum virtist þörf og rómantísk manndómsvígsla. Og við vorum öll Kristján fjallaskáld og kvíðahnútarnir grasseruðu í maganum. Einu sinni kom ég heim eftir lokapróf í eðlisfræði og grét með ekkasogum allan eftirmiðdaginn vegna þess að ég var svo hrædd um að hafa fallið. Svo byrjar maður í háskóla og þá tekur sama, gamla, meingallaða kerfið á móti manni. Nema nú þarf líka að glíma við LÍN, sligandi fjárhagsáhyggjur og stjórnvöld í baklás. Enginn sálfræðingur á vakt og úrræðin eru loforð í fjarlægri framtíð. Þarf ekki að ráðast strax í alvarlegar aðgerðir? Grundvallarbreytingar hér og nú? Vegna þess að kvíðaköst, ekkasog og óviðráðanlegar efasemdir eiga ekki að vera eðlilegur fylgifiskur skólagöngu. Þriðjungur á ekki að þurfa að vera þunglyndur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun
Um þriðjungur háskólanema hér á landi mælist með þunglyndi. Þetta kom fram í niðurstöðum rannsóknar á geðheilsu nemenda við HÍ, HR og HA. „Svolítið sláandi,“ sagði einn rannsakenda í viðtali í Morgunútvarpinu á Rás 2 í vikunni. Nú er ég sjálf háskólanemi og hef auk þess setið nær óslitið á skólabekk síðan árið 1999 – og þegar ég hugsa út í það finnst mér þessar nýútgefnu tölur kannski ekkert sérstaklega sláandi. Þegar ég var í menntaskóla tókum við í eðlisfræðideildinni munnlegt stúdentspróf í stærðfræði. Á hverju ári brotnaði a.m.k. einn nemandi niður í prófinu, það var viðtekið, og við spáðum mikið í það hver sá yrði innan okkar raða. Kvíðinn hélt fyrir okkur vöku. Í íslensku og sögu las maður svo um ungu mennina sem lögðu stund á fræðin í Lærða skólanum og Kaupmannahöfn og þeir voru allir bláfátækir berklasjúklingar og blússandi þunglyndir. Þessar frásagnir voru alltaf hjúpaðar dýrðarljóma. Algjör, þrúgandi vansæld á námsárum virtist þörf og rómantísk manndómsvígsla. Og við vorum öll Kristján fjallaskáld og kvíðahnútarnir grasseruðu í maganum. Einu sinni kom ég heim eftir lokapróf í eðlisfræði og grét með ekkasogum allan eftirmiðdaginn vegna þess að ég var svo hrædd um að hafa fallið. Svo byrjar maður í háskóla og þá tekur sama, gamla, meingallaða kerfið á móti manni. Nema nú þarf líka að glíma við LÍN, sligandi fjárhagsáhyggjur og stjórnvöld í baklás. Enginn sálfræðingur á vakt og úrræðin eru loforð í fjarlægri framtíð. Þarf ekki að ráðast strax í alvarlegar aðgerðir? Grundvallarbreytingar hér og nú? Vegna þess að kvíðaköst, ekkasog og óviðráðanlegar efasemdir eiga ekki að vera eðlilegur fylgifiskur skólagöngu. Þriðjungur á ekki að þurfa að vera þunglyndur.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun