Yfir 30 íþróttamenn glíma við eftirköst heilahristings Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2018 06:00 Ólína Viðarsdóttir og Guðrún Sóley Gunnarsdóttir eftir landsleik Íslands. Báðar hafa þær sett skóna upp í hillu eftir höfuðhögg. vísir/daníel „Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Sjá meira
„Ég get nefnt yfir 30 íþróttamenn og -konur sem ég þekki og veit um sem glíma við eftirköst heilahristings. Við erum saman í hópi en samt er þessi fjöldi bara brot af mun stærra vandamáli. Vandamál sem ég gerði mér ekki grein fyrir að væri til,“ segir landsliðskonan fyrrverandi, Ólína Viðarsdóttir, en hún getur nú aðeins farið í stutta göngutúra rúmum sjö mánuðum eftir að hafa fengið höfuðhögg í leik með KR. Ólína er ein af þremur fyrrverandi fótboltakonum sem mun deila reynslu sinni en fyrirlesturinn fer fram í húsakynnum Hugarfars að Sigtúni 42 og byrjar hann klukkan 19. Hinar, Sara Hrund Helgadóttir og Hulda Mýrdal hafa einnig lagt skóna á hilluna eftir höfuðhögg. Sara Hrund var ein af lykilkonum í liði Grindavíkur og var fyrirliði University of West Florida, sagði stopp í fyrra eftir að hafa fengið sjötta heilahristinginn á átta árum þegar hún rotaðist í leik í Pepsi deildinni. Hún greindi sjálf frá ákvörðun sinni og sagði þar að hún hefði verið með stöðugan hausverk í átta ár vegna höfuðhöggs. Hulda Mýrdal, fékk högg aftan á höfuðið árið 2015 og birti pistil í fyrra sem vakti athygli enda hafði hún glímt við afleiðingar höfuðhöggsins í 18 mánuði. Ólína segir að þær muni tala um sína reynslu, hvernig það sé að vera með heilahristings heilkenni. „Við erum að fara segja hvað gerðist, hvað tók svo við í framhaldinu, segja frá hvernig var brugðist við og hvað við erum að gera í dag.“Sjö mánuðir liðnir og ekkert hlaupið Ólína fékk höfuðhögg í maí þegar stutt var liðið af Pepsi deild kvenna. Hún er margreyndur landsliðsmaður og spilaði 70 landsleiki og skoraði í þeim tvö mörk. „Ég hélt áfram að leika eftir höfuðhöggið. Spilaði meira að segja tvo leiki eftir það en fæ heilahristing í kjölfarið og varð þá mjög slæm. Ég spilaði minn síðasta leik 27. júní og hef eiginlega ekkert geta hreyft mig eftir það. Ekki hlaupið og ég er enn í göngutúrum og það eru liðnir sjö mánuðir. Þetta eru víðtæk en óljós einkenni eins og þreyta, höfuðverkur og einbeitingarleysi sem ég tengdi ekki við heilahristinginn. Ég fékk boltann beint í hausinn en rotaðist ekki og bað ekki um aðstoð. Það tók held ég enginn eftir því en í kjölfarið fékk ég miklar sjóntruflanir og ég tengdi allt þetta ekki við höfuðhöggið fyrr en ég var orðin slæm.“ Ólína segir að þær vilji opna á umræðuna og fræða fólk enda sé þörfin greinilega brýn. „Einkennin eru óljós og líka er fyrirlesturinn til að vekja athygli á úrræðaleysinu fyrir íþróttafólk því það er alveg ofboðslega stór hópur sem er að berjast við þetta. Við ætlum að gera það sem við getum og vonumst til að sjá sem flesta. Ég veit að íþróttafólk er svolítið í sínu eigin horni og það virðist vera lítil þekking þannig fólk veit ekki hvert það á að snúa sér. Þetta er okkar leið til að opna umræðuna.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Sjá meira