Langþreytt á þrengslum, aðstöðuleysi og heilsuspillandi húsnæði Hersir Aron Ólafsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 30. janúar 2018 20:00 Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“ Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Efstu hæð húsnæðis Listaháskóla Íslands við Sölvhólsgötu hefur verið lokað vegna myglu og nemendur læra meðal annars í óeinangruðum skúrum. Rektor segir málið stranda á fjármagni, en unnið sé að úrbótum. Hópur nemenda ætlar ekki að greiða skólagjöld vegna óviðunandi aðstæðna. Hús LHÍ við Sölvhólsgötu 13 hýsir m.a. sviðslistadeild skólans. Nemendur í deildinni segjast langþreyttir á þrengslum, aðstöðuleysi og húsnæði sem hugsanlega sé heilsuspillandi. Hópur nemenda hefur lýst því yfir að þau munu ekki greiða skólagjöldin sín í ár, en þau segja að þetta sé neyðarúrræði. „Við teljum í rauninni að okkur sé sá einn kostur vænn að halda eftir þessum skólagjöldum vegna þess að við höfum kvartað í mörg ár og kynslóðirnar sem voru í þessu námi á undan mér hafa kvartað yfir aðstöðunni sem við höfum hérna,“ segir Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir, nemandi á sviðshöfundabraut LHÍ í samtali við fréttastofu.Sjá einnig: Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Lengi hafi hins vegar verið talað fyrir daufum eyrum. Ástandið hafi farið sífellt versnandi og sé nú komið að þolmörkum. Með lokun húsnæðisins hafi lesrými nemenda verið fjarlægð, bókasafnið sé nú lokað, mötuneytið einnig farið nemendur hafi aðeins lítinn sal til afnota fyrir allar leikæfingar og sýningar. Þá hafi skúrar á lóðinni enn fremur verið seldir undan nemendum og fjarlægðir. Þetta getur ekki verið svona lengi? „Nei, en þetta er samt búið að vera svona ótrúlega lengi,“ segir Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. „Og það hefur ítrekað verið vakin á því athygli og við fengum Öryrkjabandalagið til dæmis í lið með okkur til þess að benda á aðstæður fatlaðra o.s.frv. Ég meina, við höfum verið að brjóta lög hvað þetta varðar.“ Fríða segir skólayfirvöld alfarið standa með nemendum og þau hafi lengi barist fyrir bættum aðstæðum, en vandamálið sé alltaf fjármagn. „Ég veit að þau vilja ekki hafa þetta svona, en kannski erum við núna að varpa ábyrgðinni yfir á þau. Að við erum samt sem áður nemendur og á þeirra ábyrgð,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, nemi við sviðshöfundabraut LHÍ. Starfsemi LHÍ fer nú fram á fimm stöðum, en Fríða segir langtímamarkmiðið að koma henni undir eitt þak í nýju húsnæði á Laugarnesi. Húsið við Sölvhólsgötu sé á niðurrifsreit hjá borginni og því ljóst að ekki verði farið í umfangsmiklar endurbætur þar. Hún kveðst undanfarið hafa fundið fyrir vilja yfirvalda til að bæta stöðuna, en menntamálaráðherra mun skoða aðstæður með skólayfirvöldum á morgun. Nýlega hafi fengist fjármagn til að færa kjarnastarfsemi sviðslistadeildar á Laugarnes frá og með næsta hausti, en meira þurfi til ef duga skal. „En ef við fáum ekki meiri fjármuni þá getum við ekki losað leikhúsið og æfingasalinn sem er þarna niðri og væntanlega heldur ekki annað af lausu húsunum sem eru fyrir utan.“
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00 Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Rannsaka hvort mygla sé í LHÍ Fasteignaumsýsla ríkissjóðs skoðar nú hvort myglusvepp sé að finna í húsnæði Listaháskóla Íslands. Þetta staðfestir Ólafur Hallgrímsson, umsjónarmaður húseigna skólans. 8. desember 2016 08:00
Nemendur LHÍ telja sig svikna og ætla ekki að borga skólagjöldin Segja aðstöðu skólans slæma og þjónustuna fara síversnandi á sama tíma og skólagjöldin eru hækkuð. 29. janúar 2018 14:27