Ford Explorer GT verður 400+ hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 30. janúar 2018 13:58 Ford Explorer XLT. Framleiðsla á sjöttu kynslóð Ford Explorer mun hefjast á næsta ári og fyrstu bílarnir streyma úr verksmiðjunum um vorið. Helsta breytingin á bílnum er líklega falin í því að hann verður framhjóladrifinn og margar nýjar vélar verða í boði. Ford hyggst bjóða 4 vélargerðir og sú minnsta þeirra verður 2,3 lítra og fjögurra strokka vélin sem nú þegar er í boði í Explorer og er hún 280 hestöfl og nýtur aflaukningar frá forþjöppu. Heyrst hefur að 3,3 lítra V6 vélin sem finna má nú í Ford F-150 pallbílnum verði einnig í boði og muni leysa af hólmi núverandi 3,5 lítra V6 vél, en í F-150 bílnum er hún 290 hestöfl. Explorer mun í einni útfærslunni fást sem tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid), en ekki er vitað hvað sú aflrás verður í hestöflum. Fjórða vélargerðin verður í GT útfærslu Explorer en þar mun sitja 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og mun hún skila eitthvað norðan megin við 400 hestöflin. Núverandi Explorer Sport er 365 hestafla svo um talsverða aflaukningu verður að ræða í þessari dýrustu gerð bílsins. Talið er líklegt að Ford muni sýna nýjan Explorer á bílasýningunni í Los Angeles seint í nóvember á þessu ári. Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent
Framleiðsla á sjöttu kynslóð Ford Explorer mun hefjast á næsta ári og fyrstu bílarnir streyma úr verksmiðjunum um vorið. Helsta breytingin á bílnum er líklega falin í því að hann verður framhjóladrifinn og margar nýjar vélar verða í boði. Ford hyggst bjóða 4 vélargerðir og sú minnsta þeirra verður 2,3 lítra og fjögurra strokka vélin sem nú þegar er í boði í Explorer og er hún 280 hestöfl og nýtur aflaukningar frá forþjöppu. Heyrst hefur að 3,3 lítra V6 vélin sem finna má nú í Ford F-150 pallbílnum verði einnig í boði og muni leysa af hólmi núverandi 3,5 lítra V6 vél, en í F-150 bílnum er hún 290 hestöfl. Explorer mun í einni útfærslunni fást sem tengiltvinnbíll (Plug-In-Hybrid), en ekki er vitað hvað sú aflrás verður í hestöflum. Fjórða vélargerðin verður í GT útfærslu Explorer en þar mun sitja 3,0 lítra V6 vél með tveimur forþjöppum og mun hún skila eitthvað norðan megin við 400 hestöflin. Núverandi Explorer Sport er 365 hestafla svo um talsverða aflaukningu verður að ræða í þessari dýrustu gerð bílsins. Talið er líklegt að Ford muni sýna nýjan Explorer á bílasýningunni í Los Angeles seint í nóvember á þessu ári.
Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum” er Íslendingur Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent