Síðkominn nýárspistill — bætt kjör stúdenta strax Aldís Mjöll Geirsdóttir skrifar 30. janúar 2018 13:20 Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Höfum við ekki öll sett okkur háleit markmið í byrjun nýs árs? Eitthvað á borð við: „Nú ætla ég að byrja að læra jafnt og þétt yfir önnina“ eða „nú mæti ég að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku í ræktina!“ Þá getur oft reynst erfitt að standa við strengd heit. Hætta er á að í stað útfylltra námsbóka fyllist dagbækur af ókláruðum verkefnum og að líkamsræktarstöðvar eignist stórstyrktaraðila sem ekki sjást. En með raunsærri markmiðasetningu, jákvæðu viðhorfi og dugnaði er mögulegt að komast hjá því að láta orðin detta niður dauð og það gildir um allt. Ný ríkisstjórn með nýjan stjórnarsáttmála er að mörgu leyti eins og einhverjir, með nýstrengd áramótaheit, horfa við nýju ári – ný tækifæri, ný markmið og autt blað. Í stjórnarsáttmála nýlegrar ríkisstjórnar var boðað til stórsóknar í menntamálum og af mörgu af taka. Kom þar meðal annars fram að jafnt aðgengi að námi óháð búsetu og öðrum aðstæðum væri meginmarkmið og að ráðist yrði í endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna (LÍN). Lánasjóðnum var ætlað að starfa sem félagslegur jöfnunarsjóður en staðreyndin er sú að hann sinnir ekki hlutverki sínu þegar grunnframfærsla stúdenta er alltof lág og frítekjumark sömuleiðis. Samspil þessara tveggja þátta gera það að verkum að stúdentar neyðast til að vinna mikið meðfram námi til að ná endum saman en á sama tíma skerðist framfærsla þeirra frá LÍN töluvert. Hringavitleysa sem þessi er óviðunandi sem ekki er hægt að bjóða stúdentum upp á lengur. Markmið ríkisstjórnarinnar eru þörf og raunhæf en grípa þarf til aðgerða strax til að þeim verði náð. Umfang endurskoðunar laga um LÍN er mikið enda viðamikið verk fyrir höndum. Síðastliðin átta ár hefur legið fyrir að breyta LÍN og það ekki tekist. Við köllum því eftir að starfshópur um endurskoðun þessa verði skipaður sem fyrst og til að tryggja fyrirhugað gott samstarf með stúdentum leggja Landssamtök íslenskra stúdenta áherslu á skipun tveggja fulltrúa þeirra í starfshópinn. Rétt eins og ég skora á ykkur öll að vinna að settum markmiðum ykkar eða strengdum áramótaheitum hvort sem það er að hlúa að sjálfinu með hugleiðslu, læra jafnt og þétt, vera með reglulega viðveru í ræktinni eða fara oftar í heimsókn til Bessa frænda þá skora ég á nýja ríkisstjórn að standa við sett markmið. Þá geri ég fastlega ráð fyrir því að stuðningur við stúdenta verði stórefldur í boðaðri stórsókn ríkistjórnarinnar í menntamálum enda hefur hún lítinn tilgang ef stuðningur við stúdenta situr eftir. Það er grunnforsenda þess að jafnt aðgengi að námi sé tryggt og öflugs menntakerfis að háskólar landsins séu fullsetnir af stúdentum sem hafa raunveruleg tækifæri á að sinna námi sínu af fullum krafti. Íslenskir stúdentar búa í dag við skammarlega léleg kjör og hafa gert alltof lengi. Það er kominn tími á að yfirvöld sýni vilja í verki og bæti kjör stúdenta strax.Höfundur er formaður Landssamtaka íslenskra stúdenta.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun