Meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í starf með börnum Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. janúar 2018 12:15 Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK. KFUM&KFUK Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar. Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, segir að æskulýðshreyfingin sé meðvituð um að fólk með barnagirnd sæki í að starfa með börnum. Í kjölfar þess að landsþekktur barnaníðingur hafði verið að vinna í sumarbúðum í Vatnaskógi hafi hreyfingin tekið umsóknarferlið föstum tökum, meðal annars í skátahreyfinguna. Karlmaður á fimmtugsaldri situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um áralangt kynferðisofbeldi gegn börnum. Maðurinn starfar hjá barnavernd Reykjavíkur. Vísir hafði samband við Tómas Torfason, framkvæmdastjóra KFUM og KFUK, til að forvitnast um hvernig æskulýðsfélög bregðast við þegar fólk með barnagirnd leitar starfa hjá þeim. Rétt er að taka fram að maðurinn sem situr í gæsluvarðhaldi tengist ekki starfi KFUM og KFUK. „Í fyrsta lagi lentum við í þessu fyrir mörgum árum síðan að maður, sem var orðinn landsþekktur sem barnaperri, Ágúst Magnússon nokkur, að hann hafi verið að vinna í Vatnaskógi. Þá var það svakalegt wake-up call fyrir starfsmenn. Þetta var fyrir um 15 árum síðan,“ segir Tómas Torfason, framkvæmdastjóri KFUM og KFUK, í samtali við Vísii. Nú þurfa allir sem sækja um vinnu hjá KFUM og KFUK að sækja námskeiði Verndum þau, auk þess sem hreyfingin kannar bakgrunn umsækjenda og sækir upplýsingar úr sakaskrá. „Þannig það er aldrei ráðið inn til okkar nema við séum með bakgrunn viðkomandi nokkurn veginn á hreinu.“ Unnið sé nú að því að hraða á ferlinu í samstarfi við menntamálaráðuneytið svo að allir, einnig starfsfólk í afleysingum, séu kannaðirErfitt fyrir níðinga að nálgast starfiðAuk þess séu ýmsar starfsreglur, til að mynda að starfsmenn eigi ekki að vera einir með börnum. Í námskeiðinu Verndum þau er farið vel yfir hvað má og hvað má ekki í samskiptum við börn. Starfsmönnum er gert skýrt hvað sé tilkynningarskylt til barnaverndaryfirvalda og hvaða verkferlum eigi að fylgja í því. Æskulýðsleiðtogar séu oftast á aldrinum 19-25 ára en svo séu alltaf forstöðumenn einnig til staðar. Tómas tekur dæmi um mál sem kom upp í litlu bæjarfélagi fyrir nokkru síðan þar sem æskulýðsstarfið fór fram í kirkjunni á staðnum. Þar kom drengur á fund með glóðarauga og spurði æskulýðsleiðtogi hvað hafði komið fyrir. „Pappi er alltaf með vesen þegar hann er fullur,“ var svarið. „Það er tilkynningarskylt og þar sem þessi ungi leiðtogi hafði verið á námskeiði hjá okkur þá vissi hann að þetta var eitthvað sem ætti að tilkynna,“ segir Tómas. „Við erum mjög meðvituð um það að þessir einstaklingar sem sækja í börn sækja oft í svona starfsemi eins og okkar. Hins vegar erum við með það miklar girðingar að þeir sjá fljótt að það er erfitt fyrir þá,“ segir Tómas. Tómas segir samtökin gera allt sem í þeirra valdi stendur til að einstaklingar sem hafi þann ásetning að brjóta gegn börnum fái ekki sivgrúm innan hreyfingarinnar.
Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00 51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Maður sem starfar með börnum hjá Reykjavíkurborg grunaður um kynferðisbrot gegn nokkrum börnum Kæran barst lögreglu í ágúst en maðurinn hefur unnið á skammtímaheimili fyrir unglinga þar til í síðustu viku. Maðurinn er grunaður um alvarleg og gróf kynferðisbrot og samkvæmt kæru í málinu að hafa notað svefnlyf við verknaðinn. 29. janúar 2018 19:00
51 kynferðisbrot gegn börnum tilkynnt til lögreglu í fyrra Tilkynningum um kynferðisbrot gegn börnum fækkaði í fyrra samanborið við árin þar á undan. 40 prósent brota sem tilkynnt voru í fyrra eru enn í rannsókn. 29. janúar 2018 06:00
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent