Gunnar berst ekki við Till: „Algjört bull að honum var ekki boðið að berjast“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. janúar 2018 11:03 Gunnar Nelson fær líklega ekki bardaga í Lundúnum í mars. vísir/getty Ekkert verður af bardaga Gunnar Nelson á móti Englendingnum Darren Till í Lundúnum á UFC Fight Night 17. mars, en Gunnar var búinn að samþykkja að berjast þá gegn Till eins og greint hefur verið frá. Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, segir við Vísi að Till sé búinn að afþakka bardagann sem átti að vera aðalatriðið þetta kvöldið. Gunnar barðist einnig í Lundúnum á síðasta ári og pakkaði þá Alan Jouban saman í búrinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði fyrstur frá því á Twitter-síðu sinni að UFC væri búið að bjóða bæði Gunnari og Till að berjast í aðalbardaga kvöldsins en Till sagðist ekkert boð hafa fengið í viðtali við MMAjunkie daginn eftir. Það er ekki rétt, að sögn Haraldar.Darren Till er á mikilli uppleið í UFC.vísir/gettyTill segist veikur „Ég las þetta viðtal þar sem hann sagðist ekki hafa fengið boð um að berjast. Það er bara bull,“ segir Haraldur sem var að ræða þessi mál í nótt við Dana White, forseta UFC, og Sean Shelby, manninn sem sér um að setja saman bardaga fyrir sambandið. „Till segist vera veikur og ekki klár í að keppa eftir tvo mánuði. Það er klárt að umboðsmaður hans fékk boð frá UFC um að berjast við Gunnar en hvort hann svo skilaði því veit ég ekki,“ segir Haraldur og veltir því fyrir sér hvort umboðsmaðurinn sé að vinna sína vinnu. Haraldur, White og Shelby voru að ræða aðra mögulega andstæðinga fyrir Gunnar í nótt sem vill ólmur berjast í Lundúnum í mars en Gunnar er ógnarvinsæll á Bretlandseyjum. „Nöfn Kamaru Usman og meira að segja Colby Covington komu upp en þeir eru báðir meiddir,“ segir Haraldur en það hefðu verið rosaleg tækifæri fyrir Gunnar. Usman er í níunda sæti styrkleikalistans og Covington í þriðja sæti.Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í Lundúnum fyrir ári síðan.vísir/gettyAllir meiddir „Það er bara verið að leita að andstæðingi fyrir Gunna. Við erum ekki komnir með neitt en Gunni vill berjast í London. Hann er 79-80 kg núna og þarf því ekkert að skera niður frekar en vanalega. Við erum bæði búnir að fá óskir frá aðdáendum og einnig fjölmiðlamönnum um að Gunni berjist í London,“ segir Haraldur. Haraldur segir vera að ýta á efti því að Gunnar fái bardaga í Lundúnum en með hverjum deginum sem líður dregur úr líkum á því að svo verði. Allavega á meðan ekki finnst andstæðingur. „Það er ekki hægt að neyða menn til að berjast. Það á bara að hafa þetta eins og Gunni hefur alltaf sagt: Að að það sé bara kerfi þar sem mönnum er stillt upp á móti hvorum öðrum og sá bardagi skal fara fram,“ segir Haraldur, en hver er óskastaðan úr þessu? „Það væri gaman að fá bardaga sem fyrst og þá við einhvern af þeim sem eru á styrkleikalistanum. Það er bara erfitt því það virðast allir vera meiddir eða á leiðinni í klippingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Haraldur Nelson léttur að lokum. MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ekkert verður af bardaga Gunnar Nelson á móti Englendingnum Darren Till í Lundúnum á UFC Fight Night 17. mars, en Gunnar var búinn að samþykkja að berjast þá gegn Till eins og greint hefur verið frá. Haraldur Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars, segir við Vísi að Till sé búinn að afþakka bardagann sem átti að vera aðalatriðið þetta kvöldið. Gunnar barðist einnig í Lundúnum á síðasta ári og pakkaði þá Alan Jouban saman í búrinu. John Kavanagh, þjálfari Gunnars, sagði fyrstur frá því á Twitter-síðu sinni að UFC væri búið að bjóða bæði Gunnari og Till að berjast í aðalbardaga kvöldsins en Till sagðist ekkert boð hafa fengið í viðtali við MMAjunkie daginn eftir. Það er ekki rétt, að sögn Haraldar.Darren Till er á mikilli uppleið í UFC.vísir/gettyTill segist veikur „Ég las þetta viðtal þar sem hann sagðist ekki hafa fengið boð um að berjast. Það er bara bull,“ segir Haraldur sem var að ræða þessi mál í nótt við Dana White, forseta UFC, og Sean Shelby, manninn sem sér um að setja saman bardaga fyrir sambandið. „Till segist vera veikur og ekki klár í að keppa eftir tvo mánuði. Það er klárt að umboðsmaður hans fékk boð frá UFC um að berjast við Gunnar en hvort hann svo skilaði því veit ég ekki,“ segir Haraldur og veltir því fyrir sér hvort umboðsmaðurinn sé að vinna sína vinnu. Haraldur, White og Shelby voru að ræða aðra mögulega andstæðinga fyrir Gunnar í nótt sem vill ólmur berjast í Lundúnum í mars en Gunnar er ógnarvinsæll á Bretlandseyjum. „Nöfn Kamaru Usman og meira að segja Colby Covington komu upp en þeir eru báðir meiddir,“ segir Haraldur en það hefðu verið rosaleg tækifæri fyrir Gunnar. Usman er í níunda sæti styrkleikalistans og Covington í þriðja sæti.Gunnar Nelson pakkaði Alan Jouban saman í Lundúnum fyrir ári síðan.vísir/gettyAllir meiddir „Það er bara verið að leita að andstæðingi fyrir Gunna. Við erum ekki komnir með neitt en Gunni vill berjast í London. Hann er 79-80 kg núna og þarf því ekkert að skera niður frekar en vanalega. Við erum bæði búnir að fá óskir frá aðdáendum og einnig fjölmiðlamönnum um að Gunni berjist í London,“ segir Haraldur. Haraldur segir vera að ýta á efti því að Gunnar fái bardaga í Lundúnum en með hverjum deginum sem líður dregur úr líkum á því að svo verði. Allavega á meðan ekki finnst andstæðingur. „Það er ekki hægt að neyða menn til að berjast. Það á bara að hafa þetta eins og Gunni hefur alltaf sagt: Að að það sé bara kerfi þar sem mönnum er stillt upp á móti hvorum öðrum og sá bardagi skal fara fram,“ segir Haraldur, en hver er óskastaðan úr þessu? „Það væri gaman að fá bardaga sem fyrst og þá við einhvern af þeim sem eru á styrkleikalistanum. Það er bara erfitt því það virðast allir vera meiddir eða á leiðinni í klippingu eða eitthvað svoleiðis,“ segir Haraldur Nelson léttur að lokum.
MMA Tengdar fréttir Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45 Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46 Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00 „Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00 Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna „Níutíuogníu prósent fólks skorar aldrei eina svona körfu, Ja Morant gerði tvær“ „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Ekki búið að bjóða Till bardagann | Bisping er klár Bardagi þeirra Gunnars Nelson og Darren Till í London verður ekki staðfestur í dag enda segir Till að UFC sé ekki búið að bjóða sér bardagann gegn Gunnari. 25. janúar 2018 14:45
Gunnar samþykkti bardaga við Till Bardagi Gunnars Nelson og Darren Till gæti orðið aðalviðburður UFC bardagakvöldsins í London sem fer fram í mars. 24. janúar 2018 19:46
Till flúði til Brasilíu eftir að hafa verið stunginn í bakið Bardagakappinn sem Gunnar Nelson mætir vonandi í London í mars, Englendingurinn Darren Till, á sér ansi merkilega sögu. 25. janúar 2018 13:00
„Þetta yrði rosalega hættulegur bardagi fyrir Gunnar“ Gunnar Nelson hefur óbilandi trú á sér og vill fara í þann besta sem í boði er. 25. janúar 2018 11:00
Beðið eftir að Till samþykki að berjast við Gunnar: „Væri mjög undarlegt að hafna þessu“ Gunnar Nelson gæti barist í aðalbardaga kvöldsins í Lundúnum annað árið í röð. 25. janúar 2018 09:00