Var ráðinn við Háskólann um leið og Ólafur Ragnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. janúar 2018 10:15 Þorbjörn ætlar að taka deginum í dag með ró þó stórafmæli sé. Vísir/Eyþór Árnason Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is Skóla - og menntamál Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Þorbjörn Broddason prófessor er ekki ginnkeyptur fyrir afmælisviðtali en lætur þó til leiðast. Það er lumbra í honum og hann ætlar að taka deginum með algerri ró þó 75 ára afmæli teljist stórt. „Ég er annars hraustur og mig hefur sjaldan vantað í vinnu um ævina,“ segir hann og viðurkennir að hafa verið frumkvöðull að því að koma fjölmiðlun inn í akademískt nám á Íslandi. „Jú, það má segja það. Þegar ég byrjaði að kenna í Háskóla Íslands haustið 1970 setti ég upp fyrsta námskeiðið sem sneri að því viðfangsefni, undir yfirskriftinni Félagsfræði fjölmiðla. Það voru tvö störf auglýst við Háskólann það sumar, annars vegar við félagsfræði og hins vegar stjórnmálafræði. Þar vorum við Ólafur Ragnar Grímsson settir hvor í sitt starfið. Haraldur Ólafsson mannfræðingur var kominn þangað stuttu seinna svo við vorum þrír sem fórum af stað með það sem kallað var Námsbraut í almennum þjóðfélagsfræðum haustið 1970.“ Þorbjörn segir mikla aðsókn hafa verið að þessari námsbraut strax í upphafi „Það var alveg múgur manns sem byrjaði. Þar var hin svokallaða 68-kynslóð á ferðinni, félagsvísindin pössuðu vel inn í hennar hugmyndir um hvað ætti að fást við í tilverunni. Margt af því fólki hefur síðan sett svip sinn á hin ýmsu svið þjóðlífsins.“ En hvert skyldi Þorbjörn hafa sótt sinn grunn? „Ég fór fyrst til Edinborgar í Skotlandi í félagsfræði og í framhaldsnám til Lundar í Svíþjóð. Meistaraprófsritgerð mín þar fjallaði um börn og sjónvarp á Íslandi. Þá var í Lundi að spretta fram öflugur hópur í rannsóknum á fjölmiðlum sem ég var síðan í góðum tengslum við. En það var ekki fyrr en alllöngu seinna sem ég lauk doktorsprófi í Svíþjóð og þá í fjölmiðlafræði. Um miðjan níunda áratuginn vorum við komin með þá námsgrein í Háskóla Íslands, sem ég ber ábyrgð á, og var líka með í ráðum við uppbyggingu náms í fjölmiðlun, fyrst á diplomastigi og síðar meistarastigi.“ Enn sinnir Þorbjörn verkefnum fyrir HÍ og var formaður dómnefndar við Óslóarháskóla í haust. Auk þess fæst hann við ritstörf og á árinu kemur út bókarkafli eftir hann og Ragnar Karlsson félagsfræðing. Hann snýst um stöðu íslenskra fjölmiðla á lýðveldistímanum.gun@frettabladid.is
Skóla - og menntamál Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira