Þörf fyrir 2.200 nýjar íbúðir á ári til 2040 Stefán Ó. Jónsson skrifar 30. janúar 2018 07:04 Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu að sögn Íbúðalánasjóðs. Vísir/Andri Marinó Íbúðum þyrfti að fjölga um 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta undirliggjandi þörf og uppsöfnuðum skorti frá árinu 2012. Til samanburðar voru um 1.500 íbúðir byggðar árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf fyrir íbúðir hér á landi. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir aukinn kraft í uppbyggingu íbúða um þessar mundir verði að teljast ólíklegt að uppsafnaður skortur frá árinu 2012 hverfi að fullu á næstu tveimur árum, þótt hann gæti minnkað. Von er á tölum um nýbyggingar og fólksfjölgun fyrir nýliðið ár, sem munu varpa frekara ljósi á stöðuna. Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu eða að meðaltali 2.200 nýjar íbúðir á ári hverju til ársins 2040 miðað við uppsafnaðan skort síðan 2012. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að um sé að ræða umtalsvert meiri uppbyggingu á ári hverju en var á tímabilinu 2009-2016. Allra næstu árin sé þó þörf á fleiri íbúðum árlega en sem þessari spá til ársins 2040 nemur enda sé uppsafnaður skortur til staðar.Ungir sem aldnir hafa áhrif „Þá hefur það einnig áhrif á þörf fyrir byggingu nýrra íbúða hversu lengi ungt fólk býr í foreldrahúsum og jafnframt hve seint aldraðir flytja á hjúkrunarheimili. Á undanförnum áratugum hefur skólaganga fólks lengst, fólk fer þar af leiðandi síðar á vinnumarkað og býr lengur í foreldrahúsum. Vilji fólk að meðaltali flytja 5 árum seinna úr foreldrahúsum árið 2040 en fólk gerði árið 2011 er þörf á um 11.000 nýjum íbúðum á tímabilinu 2017-2019 í stað 17 þúsund,“ segir í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Sú spurning stendur þó eftir hvort fólk vilji raunverulega flytja seinna að heiman en áður eða hvort það neyðist til að búa lengur heima. Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur vissulega aukist undanfarin ár en á sama tíma hefur verið hávær umræða um hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að fá húsnæði á viðráðanlegum kjörum,“ er ennfremur bætt við. Það er þó ekki aðeins ungt fólk sem flytur síðar að sögn hagfræðinga Íbúðalánasjóðs. Aldraðir búa nú við betri heilsu en áður og haldi sú þróun áfram má ætla að það hafi áhrif á það hvenær fólk flytur að jafnaði á hjúkrunarheimili. Flytji aldraðir að jafnaði fimm árum síðar á hjúkrunarheimili en þeir gerðu árið 2011 er þörf fyrir 3.000 fleiri íbúðir árið 2040. Á móti minnkar þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimila. Húsnæðismál Mest lesið Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fleiri fréttir Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Sjá meira
Íbúðum þyrfti að fjölga um 17 þúsund á árunum 2017-2019 til að mæta undirliggjandi þörf og uppsöfnuðum skorti frá árinu 2012. Til samanburðar voru um 1.500 íbúðir byggðar árið 2016. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hagdeildar Íbúðalánasjóðs um þörf fyrir íbúðir hér á landi. Í skýrslunni segir að þrátt fyrir aukinn kraft í uppbyggingu íbúða um þessar mundir verði að teljast ólíklegt að uppsafnaður skortur frá árinu 2012 hverfi að fullu á næstu tveimur árum, þótt hann gæti minnkað. Von er á tölum um nýbyggingar og fólksfjölgun fyrir nýliðið ár, sem munu varpa frekara ljósi á stöðuna. Áfram verður þörf fyrir talsverða uppbyggingu eða að meðaltali 2.200 nýjar íbúðir á ári hverju til ársins 2040 miðað við uppsafnaðan skort síðan 2012. Í skýrslu Íbúðalánasjóðs segir að um sé að ræða umtalsvert meiri uppbyggingu á ári hverju en var á tímabilinu 2009-2016. Allra næstu árin sé þó þörf á fleiri íbúðum árlega en sem þessari spá til ársins 2040 nemur enda sé uppsafnaður skortur til staðar.Ungir sem aldnir hafa áhrif „Þá hefur það einnig áhrif á þörf fyrir byggingu nýrra íbúða hversu lengi ungt fólk býr í foreldrahúsum og jafnframt hve seint aldraðir flytja á hjúkrunarheimili. Á undanförnum áratugum hefur skólaganga fólks lengst, fólk fer þar af leiðandi síðar á vinnumarkað og býr lengur í foreldrahúsum. Vilji fólk að meðaltali flytja 5 árum seinna úr foreldrahúsum árið 2040 en fólk gerði árið 2011 er þörf á um 11.000 nýjum íbúðum á tímabilinu 2017-2019 í stað 17 þúsund,“ segir í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði. „Sú spurning stendur þó eftir hvort fólk vilji raunverulega flytja seinna að heiman en áður eða hvort það neyðist til að búa lengur heima. Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur vissulega aukist undanfarin ár en á sama tíma hefur verið hávær umræða um hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að fá húsnæði á viðráðanlegum kjörum,“ er ennfremur bætt við. Það er þó ekki aðeins ungt fólk sem flytur síðar að sögn hagfræðinga Íbúðalánasjóðs. Aldraðir búa nú við betri heilsu en áður og haldi sú þróun áfram má ætla að það hafi áhrif á það hvenær fólk flytur að jafnaði á hjúkrunarheimili. Flytji aldraðir að jafnaði fimm árum síðar á hjúkrunarheimili en þeir gerðu árið 2011 er þörf fyrir 3.000 fleiri íbúðir árið 2040. Á móti minnkar þörf á uppbyggingu hjúkrunarheimila.
Húsnæðismál Mest lesið Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Ingibjörg Þórdís til Elko Viðskipti innlent Fleiri fréttir Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Sjá meira