Vegagerðin lokar ekki vegum að ástæðulausu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. febrúar 2018 19:00 Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur. Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar hafa gagnrýnt tíðar lokanir Vegagerðarinnar á helstu vegum út fyrir höfuðborgarsvæðisins síðustu daga og vikur. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að verklag stofnunarinnar hafa margsannað sig þegar veður eru válynd. Íbúar í Hveragerði og Selfossi og ferðaþjónustuaðilar kvörtuðu í gær undan tíðum lokunum Vegagerðarinnar á vegunum um Hellisheiði og Þrengsli undanfarna daga og vikur vegna veðurs. Síðast í dag var veginum um Öxnadalsheiði, Holtavörðuheiði og Bröttubrekku lokað. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur Hellisheiði verið lokað 10 sinnum það sem af er ári samanborið við 4 skipti á síðasta ári. Árið 2016 var Hellisheiði lokað 8 sinnum en árið 2015 lokaðist heiðin 21 sinni. Veginum um Þrengslin hefur verið lokað 9 sinnum það sem af er ári á móti 4 lokunum á síðasta ári. Árið 2016 var veginum lokað 5 sinnum á meðan lokanir voru þrisvar sinnum fleiri árið 2015. Veginum um Mosfellsheiði hefur verið lokað 11 sinnum það sem af er ári samanborið við 7 skipti á síðasta ári. árið 2016 var veginum lokað 13 sinnum og 15 sinnum árið 2015. Þess ber að geta að lokanir hverju sinni voru mislangar en annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi aðgerðir þegar veðurspá var slæm og hins vegar þegar komið var í óefni vegna veðurs. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir lokanirnar ekki að ástæðulausu en tekur þó fram að þær hafi verið óvenju tíðar að undanförnu. Hann segir vefmyndavélar stundum blekkja augað því ófærð geti verið á öðrum stöðum. „Það getur verið að eitthvað annað sé að gerast á leiðinni. Snjóruðningstæki eru kannski að hreinsa veginn, þannig að það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að lokunin sé í gildi,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Ákvarðanir um lokun vega hafa verið með svipuðu móti frá árinu 2014 þegar Vegagerðin tók upp nýtt verklag meðal annars í ljósi fjölgunar ferðamanna sem ekki hafa þekkingu á aðstæðum sem hér geti skapast. „Ég held þetta hafi sýnt sig og sannað mjög vel því að um daginn þá lentum við í því að fullt af fólki fór framhjá lokunum og það þýddi að þeir festu sig bara upp á Sandskeiði og voru ekki einu sinni komnir upp á Hellisheiði og það leiddi til þess að það tók miklu lengri tíma að opna aftur,“ segir Pétur. Pétur á von á miklu annríki hjá starfsmönnum Vegagerðarinnar um helgina. „Það er viðbúið að það verði fullt að gera,“ segir Pétur.
Tengdar fréttir Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Víðtækar samgöngutruflanir á landinu á morgun Óhætt er að fullyrða að vonskuveður sé í kortunum. 9. febrúar 2018 06:32