Örplastið einnig að finna í neysluvatni hér á landi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 14:09 Í sýnunum kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns en það eru betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni og fjallað var um í fjölmiðlum hér á landi í september síðastliðnum. vísir/getty Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. Í sýnunum kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns en það eru betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni og fjallað var um í fjölmiðlum hér á landi í september síðastliðnum. Í skýrslunni kom fram að 83 prósent þeirra 159 sýna sem skýrslan byggir, og voru tekin víðs vegar um heiminn, innihéldu að meðaltali tuttugfalt og allt að 400-falt magn plastagna miðað við það sem fannst í neysluvatni Reykvíkinga, að því er segir í tilkynningu frá Veitum. Plastagnir sem eru minni en fimm millimetrar í þvermál eru kallaðar örplast. Örplast getur annars vegar verið framleitt sem örplast, og finnst þá til dæmis í snyrtivörum, eða örplast sem verður til við niðurbrot, til dæmis úr innkaupapokum, fatnaði og dekkjum. Niðurstöður mælinga Veitna samsvara því að ein til tvær slíkar agnir finnist í fimm lítrum vatns en tekin voru tvö stór sýni eða 10 til 150 lítrar. „Þrátt fyrir að þessar niðurstöður gefi vísbendingar um ágæta stöðu þarf að taka þeim með fyrirvara. Fyrir því eru tvær ástæður; Ekki er til viðurkennd sýnatöku- og greiningaraðferð þegar kemur að rannsóknum á örplasti í neysluvatni. Til að minnka skekkju sem getur orðið vegna söfnunar, meðhöndlunar og talningar á litlum sýnum var ákveðið að taka mun stærri sýni en í erlendu rannsókninni sem nefnd er að ofan. Raunar hafa höfundar hennar bent á að sýni þeirra hafi verið lítil og hafa tilkynnt að nú standi yfir framhaldsrannsóknir sem standast eðlilegar vísindalegar kröfur. Við vitum ekki til þess að áður hafi verið skoðað hvort örplast sé að finna í neysluvatni hér á landi. Því er enginn samanburður til fyrir vatn annarsstaðar á landinu. Engar reglugerðir eru til um örplast í neysluvatni, ekki eru til viðmiðunarmörk, engin krafa er um hreinsun örplasts úr neysluvatni og ekki er til heildstætt mat á magni og uppruna plasts í umhverfinu,” segir í tilkynningu Veitna. Þar kemur jafnframt fram að Veitur muni áfram fylgjast með örplasti í neysluvatni borgarbúa sem og vísindalegri umræðu hérlendis og erlendis um málið. Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Örplast er að finna í neysluvatni hér á landi samkvæmt niðurstöðum rannsókna á vatnssýnum sem safnað var úr vatnsveitu í Reykjavík. Í sýnunum kom í ljós að 0,2 til 0,4 plastagnir fundust í hverjum lítra vatns en það eru betri niðurstöður en birtar voru í erlendri skýrslu um örplast í neysluvatni og fjallað var um í fjölmiðlum hér á landi í september síðastliðnum. Í skýrslunni kom fram að 83 prósent þeirra 159 sýna sem skýrslan byggir, og voru tekin víðs vegar um heiminn, innihéldu að meðaltali tuttugfalt og allt að 400-falt magn plastagna miðað við það sem fannst í neysluvatni Reykvíkinga, að því er segir í tilkynningu frá Veitum. Plastagnir sem eru minni en fimm millimetrar í þvermál eru kallaðar örplast. Örplast getur annars vegar verið framleitt sem örplast, og finnst þá til dæmis í snyrtivörum, eða örplast sem verður til við niðurbrot, til dæmis úr innkaupapokum, fatnaði og dekkjum. Niðurstöður mælinga Veitna samsvara því að ein til tvær slíkar agnir finnist í fimm lítrum vatns en tekin voru tvö stór sýni eða 10 til 150 lítrar. „Þrátt fyrir að þessar niðurstöður gefi vísbendingar um ágæta stöðu þarf að taka þeim með fyrirvara. Fyrir því eru tvær ástæður; Ekki er til viðurkennd sýnatöku- og greiningaraðferð þegar kemur að rannsóknum á örplasti í neysluvatni. Til að minnka skekkju sem getur orðið vegna söfnunar, meðhöndlunar og talningar á litlum sýnum var ákveðið að taka mun stærri sýni en í erlendu rannsókninni sem nefnd er að ofan. Raunar hafa höfundar hennar bent á að sýni þeirra hafi verið lítil og hafa tilkynnt að nú standi yfir framhaldsrannsóknir sem standast eðlilegar vísindalegar kröfur. Við vitum ekki til þess að áður hafi verið skoðað hvort örplast sé að finna í neysluvatni hér á landi. Því er enginn samanburður til fyrir vatn annarsstaðar á landinu. Engar reglugerðir eru til um örplast í neysluvatni, ekki eru til viðmiðunarmörk, engin krafa er um hreinsun örplasts úr neysluvatni og ekki er til heildstætt mat á magni og uppruna plasts í umhverfinu,” segir í tilkynningu Veitna. Þar kemur jafnframt fram að Veitur muni áfram fylgjast með örplasti í neysluvatni borgarbúa sem og vísindalegri umræðu hérlendis og erlendis um málið.
Tengdar fréttir Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22 Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Plastagnir að finna í kranavatni víða um heim Vísindamenn hafa hvatt til frekari rannsókna á því hvaða afleiðingar þetta kunni að hafa á heilsu manna. 6. september 2017 08:22
Rannsaka hvort örplastið sé einnig að finna hér á landi Veitur ætla að skoða hvort örplast finnist í neysluvatni á höfuðborgarsvæðinu, eftir nýlega rannsókn sem leiddi í ljós að plastagnir eru að finna í kranavatni víðs vegar um heiminn. 9. september 2017 17:57