Kjarnorkuvísindamenn handteknir vegna Bitcoin-graftar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. febrúar 2018 13:31 Virði Bitcoin hefur hríðfallið að undanförnu eftir að hafa verið í hæstu hæðum fyrir nokkrum vikum. Vísir/Getty Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjölmarga kjarnorkuvísindamenn sem störfuðu við háleynilega kjarnorkuvopnaframleiðslustöð í Rússlandi. Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. BBC greinir frá. Talað er um að „grafa upp“ Bitcoin og aðrar rafmyntir en með því er átt við að tölvur eru notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Fyrir það fæst hluti af hinni nýslegnu mynt. Eru vísindamennirnir meðal annars grunaðir um að hafa notað öflugust ofurtölvu Rússlands til verksins. Upp komst hins vegar um Bitcoin-gröftinn þegar vísindamennirnir tengdu ofurtölvuna við internetið. Vegna öryggisráðstafana á tölvan aldrei að vera tengd internetinu og urðu öryggisverðir því varir við tilraunir vísindamannanna. Var lögreglu gert viðvart og voru mennirnir handteknir. Eftir miklar verðhækkanir á síðasta ári hefur áhugi á Bitcoin aukist mikið. Var greint frá því á síðasta ári að um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Telja má líklegt að vísindamennirnir hafi ætlað sér að hagnast á þessum miklu verðhækkunum en virði Bitcoin margfaldaðist á síðasta ári. Eftir að náð hápunkti í desember þegar eitt Bitcoin var virði 20 þúsund dollara, um tveggja milljóna króna, hefur orðið töluverð verðlækkun á mörkuðum. Í dag er eitt Bitcoin metið á um átta þúsund dollara, um átta hundruð þúsund króna. Rafmyntir Tengdar fréttir Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Lögregluyfirvöld í Rússlandi hafa handtekið fjölmarga kjarnorkuvísindamenn sem störfuðu við háleynilega kjarnorkuvopnaframleiðslustöð í Rússlandi. Eru þeir grunaðir um að hafa notað ofurtölvur til þess að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. BBC greinir frá. Talað er um að „grafa upp“ Bitcoin og aðrar rafmyntir en með því er átt við að tölvur eru notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Fyrir það fæst hluti af hinni nýslegnu mynt. Eru vísindamennirnir meðal annars grunaðir um að hafa notað öflugust ofurtölvu Rússlands til verksins. Upp komst hins vegar um Bitcoin-gröftinn þegar vísindamennirnir tengdu ofurtölvuna við internetið. Vegna öryggisráðstafana á tölvan aldrei að vera tengd internetinu og urðu öryggisverðir því varir við tilraunir vísindamannanna. Var lögreglu gert viðvart og voru mennirnir handteknir. Eftir miklar verðhækkanir á síðasta ári hefur áhugi á Bitcoin aukist mikið. Var greint frá því á síðasta ári að um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Telja má líklegt að vísindamennirnir hafi ætlað sér að hagnast á þessum miklu verðhækkunum en virði Bitcoin margfaldaðist á síðasta ári. Eftir að náð hápunkti í desember þegar eitt Bitcoin var virði 20 þúsund dollara, um tveggja milljóna króna, hefur orðið töluverð verðlækkun á mörkuðum. Í dag er eitt Bitcoin metið á um átta þúsund dollara, um átta hundruð þúsund króna.
Rafmyntir Tengdar fréttir Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00 Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30 Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Sjá meira
Fjámálaeftirlitið varar við rafmyntum Fjármálaeftirlitið telur sérstaka ástæðu til þess að vara almenning við þeirri "miklu áhættu“ sem fylgir viðskiptum með rafræna gjaldmiðilinn Bitcoin. Neytendur eigi ekki að hætta fjármunum sem þeir mega ekki við að tapa í fjárfestingar í gjaldmiðlinum, nema þá að mjög vel athuguðu máli. 1. febrúar 2018 07:00
Segir að Bitcoin sé bóla sem muni springa fyrr eða síðar Bitcoin er bóla sem mun springa fyrr eða síðar. Þetta segir dósent við Háskóla Íslands. Engin raunveruleg verðmæti búi að baki gegndarlausri styrkingu gengisins, önnur en von fjárfesta um áframhaldandi hækkun. Gengi Bitcoin hefur lækkað í vikunni eftir gríðarlegar hækkanir síðustu mánaða. 23. desember 2017 19:30
Rafmynt sem var stofnuð í gríni nú milljarða dollara virði Dogecoin var stofnað sem háðsádeila á Bitcoin. Nú nemur verðmæti rafmyntarinnar um tveimur milljörðum bandarískra dollara. 8. janúar 2018 15:57