Sunna í ótímabundnu farbanni á Spáni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. febrúar 2018 11:57 Sunna Elvira Þorkelsdóttir Facebook/Sunna Elvíra Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Sunna Elvira Þorkelsdóttir er í ótímabundnu farbanni á Spáni. Þetta staðfestir Páll Kristjánsson, lögmaður hennar, í samtali við Vísi en RÚV greindi fyrst frá. Sunna liggur alvarlega slösuð á sjúkrahúsi á Spáni eftir að hafa fallið milli hæða á heimili sínu fyrir um fjórum vikum síðan. Páll segir að í gær hafi verið reynt að fá farbanninu aflétt, eða því sem einnig væri hægt að kalla kyrrsetningu, þar sem Sunna hafi ekki réttarstöðu sakbornings. „Farbann hér á Íslandi er bara yfir aðila sem er með réttarstöðu sakbornings en við vitum ekki fyrir víst að hún hafi slíka stöðu þarna úti og hún hefur ekki verið upplýst um það. Ef hún væri sakborningur væri hún líka með skipaðan verjanda á Spáni en hún er með lögmann á eigin kostnað,“ segir Páll. Sunna er ennþá á sama sjúkrahúsinu þar sem fyrr í vikunni var hætt við að flytja hana á sérhæft sjúkrahús. Að sögn Páls er nú unnið að því á fullu í utanríkisráðuneytinu að finna allar mögulegar leiðir til þess að koma henni á betra sjúkrahús og setja mál hennar í mannúðlegri farveg, eins og hann orðar það. Spænsk stjórnvöld hafa, eins og áður hefur komið fram, lagt hald á vegabréf Sunna og nú ótímabundið. Páll útskýrir að hún geti einfaldlega ekki ferðast, þrátt fyrir að Spánn sé innan Schengen-svæðisins, þar sem yfirvöld hafi formlega tekið af henni passann. „Það er ákveðinn misskilningur þegar fólk talar um að það þurfi ekki vegabréf og annað slíkt. En forsenda þess að þú fáir að ferðast er að þú sért með passa. Hvort þú þurfir síðan að framvísa honum á flugvelli er annað mál en þegar búið er að taka af þér vegabréfið með formlegum hætti þá ertu náttúrlega kyrrsettur í því land sem þú ert,“ segir Páll. Sigurður Kristinsson, eiginmaður Sunnu, var handtekinn við heimkomu frá Málaga í síðasta mánuði og hnepptur í gæsluvarðhald grunaður um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hann var nú í vikunni úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna en annar maður er einnig í haldi vegna málsins. Alls hafa fjórir manns setið í gæsluvarðhaldi vegna þess en tveimur hefur verið sleppt.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00 „Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50 Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Sjá meira
Föst nauðug á sama stað Komið var í veg fyrir að Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, yrði flutt á betra sjúkrahús bæði í gær og fyrradag eins og til hefur staðið. 7. febrúar 2018 06:00
„Ef einhver ætti að svara fyrir þetta þá væri það utanríkisráðherra“ Enn er ekkert vitað hvenær Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem liggur alvarlega slösuð á spítala á Spáni, verður flutt á betra sjúkrahús eða hvenær henni verður leyft að fljúga heim til Íslands. 8. febrúar 2018 20:50
Tíu tíma ferðalag á sérhæft sjúkrahús fram undan hjá Sunnu í dag Sunna Elvíra Þorkelsdóttir verður flutt á sérhæft sjúkrahús í Toledo á Spáni í dag. Hefur hún fengið staðfestingu þess efnis frá spítalanum í Toledo. 5. febrúar 2018 11:54