Grínorðaskak á auglýsingaskiltum milli BMW og Audi Finnur Thorlacius skrifar 9. febrúar 2018 09:46 LOOOOL og undir stendur, “Við breytum ekki merki sem er sigurvegari”. Snemma á þessari öld tók BMW uppá því að reyna að gera grín að Audi og allri Volkswagen bílasamstæðunni með grínaktugum skilaboðum á stórum auglýsingaskiltum sem staðsett voru rétt hjá söluumboðum Audi og Volkswagen bíla í La Goulette í Túnis. Audi svaraði BMW að spori með ekki síðra gríni. Nú hefur BMW tekið upp þráðinn og sett upp auglýsingu á sama stað þar sem segir “Það er aldrei of seint að skipta um skoðun” (Il n´est jamais trop tard pour changer d´avis”) og eru þessi skilaboð sem fyrr rétt hjá söluumboði Audi og annarra bíla frá Volkswagen bílasamstæðunni. Audi var ekki lengi að svara þessum skilaboð á þennan frumlega hátt, þ.e. með LOOOOL og undir stendur, “Við breytum ekki merki sem er sigurvegari” (On ne Change pas une marque qui gagne). Hvort BMW mun svara þessum smellnu skilaboðum Audi verður tíminn einn að leiða í ljós, en það væri þó skemmtilegt þar sem svona orðaskak verður aldrei annað en skemmta þeim sem fylgjast með og gefur orðheppnum tækifæri á að blómstra. Ef sölutölur frá síðasta ári eru skoðaðar var þó BMW sigurvegarinn, en BMW jók sölu sína milli ára um 4,2% á meðan sala Audi jókst aðeins um 0,6% og sala BMW nam 2.088.283 bílum en Audi 1.878.100 bílum. Benz hafði þó bæði þessi lúxusbílafyrirtæki vel undir hvað sölu varðar og seldi 2.289.344 bíla. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent
Snemma á þessari öld tók BMW uppá því að reyna að gera grín að Audi og allri Volkswagen bílasamstæðunni með grínaktugum skilaboðum á stórum auglýsingaskiltum sem staðsett voru rétt hjá söluumboðum Audi og Volkswagen bíla í La Goulette í Túnis. Audi svaraði BMW að spori með ekki síðra gríni. Nú hefur BMW tekið upp þráðinn og sett upp auglýsingu á sama stað þar sem segir “Það er aldrei of seint að skipta um skoðun” (Il n´est jamais trop tard pour changer d´avis”) og eru þessi skilaboð sem fyrr rétt hjá söluumboði Audi og annarra bíla frá Volkswagen bílasamstæðunni. Audi var ekki lengi að svara þessum skilaboð á þennan frumlega hátt, þ.e. með LOOOOL og undir stendur, “Við breytum ekki merki sem er sigurvegari” (On ne Change pas une marque qui gagne). Hvort BMW mun svara þessum smellnu skilaboðum Audi verður tíminn einn að leiða í ljós, en það væri þó skemmtilegt þar sem svona orðaskak verður aldrei annað en skemmta þeim sem fylgjast með og gefur orðheppnum tækifæri á að blómstra. Ef sölutölur frá síðasta ári eru skoðaðar var þó BMW sigurvegarinn, en BMW jók sölu sína milli ára um 4,2% á meðan sala Audi jókst aðeins um 0,6% og sala BMW nam 2.088.283 bílum en Audi 1.878.100 bílum. Benz hafði þó bæði þessi lúxusbílafyrirtæki vel undir hvað sölu varðar og seldi 2.289.344 bíla.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent