Ætlar að safna flugtímum á heimasmíðaðri flugvél Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 8. febrúar 2018 20:00 Íslenskur nemandi í atvinnuflugi ætlar að safna flugtímum á heimasmíðaðri flugvél. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því ásamt föður sínum að setja saman vélina sem kom í fleiri þúsund pörtum frá Ítalíu í einum stórum kassa. Askur Freyr Árnason leggur stund á nám í atvinnuflugi en í frístundum sínum dundar hann sér við að setja saman litla flugvél í bílskúrnum. Áhugann er ekki langt að sækja. „Pabbi hann er búinn að vera með mér í þessu, ég er búinn að taka minni hlutann í rauninni útaf skólanum. Þetta er sem sagt þriðja flugvélin sem að hann smíðar þannig að hann hefur bara gaman af þessu,” segir Askur í samtali við Stöð 2. Um er að ræða 100 hestafla tveggja sæta flugvél af gerðinni Savannah S og er smíðin vel á veg komin. „Þetta voru einhverjir nokkur þúsund bútar líklegast, kom bara í ágúst í fyrra og við erum núna búnir með 400 tíma og hún er núna eiginlega að verða reddý.“ Ekki er um ódýrt áhugamál að ræða en vélin, ósamsett í kassanum frá Ítalíu, kostar um 7,5 milljónir íslenskra króna. Við það bætist svo tollur og ýmis kostnaður við aðra varahluti. Feðgarnir hafa undanfarna mánuði skrúfað vélina saman samkvæmt ítarlegum leiðbeiningum en Askur hafði áður lært rafvirkjun svo það vafðist ekki fyrir honum að tengja rafmagnið. Nú bíður hann eftir að fá vottun frá Samgöngustofu svo hann geti farið í loftið á vélinni og safnað flugtímum í atvinnuflugmannsnáminu. „Ég þarf að safna mér upp 300 tímum áður en ég get sótt um vinnu, þannig að það verður gert bara á þessa,” segir Askur. Vélin hefur fengið nafnið TF-ASK, sem vísar til nafns eigandans, en Askur kveðst vita um sjö sambærilegar flugvélar hér á landi. En hverjum ætlar hann að bjóða með í fyrsta túrinn? „Það er spurning, ætli við pabbi tökum ekki fyrsta rúntinn,“ segir Askur. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira
Íslenskur nemandi í atvinnuflugi ætlar að safna flugtímum á heimasmíðaðri flugvél. Hann hefur undanfarna mánuði unnið að því ásamt föður sínum að setja saman vélina sem kom í fleiri þúsund pörtum frá Ítalíu í einum stórum kassa. Askur Freyr Árnason leggur stund á nám í atvinnuflugi en í frístundum sínum dundar hann sér við að setja saman litla flugvél í bílskúrnum. Áhugann er ekki langt að sækja. „Pabbi hann er búinn að vera með mér í þessu, ég er búinn að taka minni hlutann í rauninni útaf skólanum. Þetta er sem sagt þriðja flugvélin sem að hann smíðar þannig að hann hefur bara gaman af þessu,” segir Askur í samtali við Stöð 2. Um er að ræða 100 hestafla tveggja sæta flugvél af gerðinni Savannah S og er smíðin vel á veg komin. „Þetta voru einhverjir nokkur þúsund bútar líklegast, kom bara í ágúst í fyrra og við erum núna búnir með 400 tíma og hún er núna eiginlega að verða reddý.“ Ekki er um ódýrt áhugamál að ræða en vélin, ósamsett í kassanum frá Ítalíu, kostar um 7,5 milljónir íslenskra króna. Við það bætist svo tollur og ýmis kostnaður við aðra varahluti. Feðgarnir hafa undanfarna mánuði skrúfað vélina saman samkvæmt ítarlegum leiðbeiningum en Askur hafði áður lært rafvirkjun svo það vafðist ekki fyrir honum að tengja rafmagnið. Nú bíður hann eftir að fá vottun frá Samgöngustofu svo hann geti farið í loftið á vélinni og safnað flugtímum í atvinnuflugmannsnáminu. „Ég þarf að safna mér upp 300 tímum áður en ég get sótt um vinnu, þannig að það verður gert bara á þessa,” segir Askur. Vélin hefur fengið nafnið TF-ASK, sem vísar til nafns eigandans, en Askur kveðst vita um sjö sambærilegar flugvélar hér á landi. En hverjum ætlar hann að bjóða með í fyrsta túrinn? „Það er spurning, ætli við pabbi tökum ekki fyrsta rúntinn,“ segir Askur.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Sjá meira