Grammer og Mahoney léku saman í þáttunum Frasier um ellefu ára skeið, þar sem Mahoney fór með hlutverk Martin Crane, föður persónu Grammer, Frasier.
Grammer birtir mynd af þeim félögum í faðmlögum með textanum: „Hann var faðir minn. Ég elskaði hann.“
Hinn skapstirði Martin Crane var einn af vinsælustu persónum þáttanna, þar sem fylgst var með sambandi Martin og sonanna Frasier og Niles.
He was my father. I loved him. pic.twitter.com/3mGcyEMxoy
— Kelsey Grammer (@KelseyGrammer) February 7, 2018
Þættirnir um Frasier voru framleiddir á árunum 1993 til 2004 og urðu alls 263 talsins.
Leikkonan Peri Gilpin, sem fór með hlutverk Roz í þáttunum, hefur sömuleiðis minnst Mahoney en hún birti mynd af honum þar sem hann tók lagið í brúðkaupi hennar.