239 klappstýrur hvetja íþróttamenn Norður-Kóreu til dáða Samúel Karl Ólason skrifar 7. febrúar 2018 22:18 Meðal þess sem yfirvöld litu til við val klappstýra var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. Vísir/AFP Norður-Kórea hefur sent 239 klappstýrur til Suður-Kóreu þar sem þær eiga að hvetja íþróttamenn ríkisins til dáða á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Þar sem einungis tíu íþróttamenn keppa fyrir Norður-Kóreu munu þær einnig styðja íþróttamenn Suður-Kóreu. Konurnar, sem voru allar í samræmdum klæðnaði, eru hluti af 280 manna sendinefnd sem fór yfir víggirt landamæri ríkjanna í dag.Samkvæmt frétt AFP fóru klappstýrurnar í gegnum ítarlegt valferli áður en þær voru sendar af stað. Meðal þess sem yfirvöld litu til var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. AFP segir klappstýrurnar hafa slegið í gegn í Suður-Kóreu og margir hafi hrósað þeim og kannski sérstaklega klæðnaði þeirra á samfélagsmiðlum í dag.Norður-Kórea hefur þrisvar sinnum áður sent klappstýrur á íþróttaviðburði í Suður-Kóreu. Það var árið 2002, 2003 og 2005. Ein af klappstýrunum árið 2005, Ri Sol-ju, er nú eiginkona Kim Jong Un. Klappstýrurnar ræddu lítið sem ekkert við fjölmiðla og aðra sem biðu þeirra og voru þær fluttar hratt og örugglega upp í rútur og á hótel í afskekktum bæ sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Pyeongchang.WATCH the 229 North Korean cheerleader arrive Read the full story: https://t.co/JNZDdlrjeMpic.twitter.com/OLhpzKYuut — AFP news agency (@AFP) February 7, 2018 Útlit er fyrir að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og áróðursráðherra Norður-Kóreu, muni einnig heimsækja Suður-Kóreu á meðan ólympíuleikarnir standa yfir. Hún verður þá eini meðlimur Kim fjölskyldunnar sem ferðast hefur til Suður-Kóreu. Þó yfirvöld Suður-Kóreu hafi samþykkt að Norður-Kórea fái að taka þátt í ólympíuleikunum eru ekki allir sáttir við það þar í landi. Gagnrýnendur segja að Norður-Kórea hafi í raun stolið leikunum og noti þá í áróðursskyni. Norður-Kórea Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Norður-Kórea hefur sent 239 klappstýrur til Suður-Kóreu þar sem þær eiga að hvetja íþróttamenn ríkisins til dáða á Vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Þar sem einungis tíu íþróttamenn keppa fyrir Norður-Kóreu munu þær einnig styðja íþróttamenn Suður-Kóreu. Konurnar, sem voru allar í samræmdum klæðnaði, eru hluti af 280 manna sendinefnd sem fór yfir víggirt landamæri ríkjanna í dag.Samkvæmt frétt AFP fóru klappstýrurnar í gegnum ítarlegt valferli áður en þær voru sendar af stað. Meðal þess sem yfirvöld litu til var útlit, bakgrunnur fjölskyldna þeirra, hæfileikar og auðvitað hollusta við yfirvöld Norður-Kóreu. AFP segir klappstýrurnar hafa slegið í gegn í Suður-Kóreu og margir hafi hrósað þeim og kannski sérstaklega klæðnaði þeirra á samfélagsmiðlum í dag.Norður-Kórea hefur þrisvar sinnum áður sent klappstýrur á íþróttaviðburði í Suður-Kóreu. Það var árið 2002, 2003 og 2005. Ein af klappstýrunum árið 2005, Ri Sol-ju, er nú eiginkona Kim Jong Un. Klappstýrurnar ræddu lítið sem ekkert við fjölmiðla og aðra sem biðu þeirra og voru þær fluttar hratt og örugglega upp í rútur og á hótel í afskekktum bæ sem er í um 120 kílómetra fjarlægð frá Pyeongchang.WATCH the 229 North Korean cheerleader arrive Read the full story: https://t.co/JNZDdlrjeMpic.twitter.com/OLhpzKYuut — AFP news agency (@AFP) February 7, 2018 Útlit er fyrir að Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un og áróðursráðherra Norður-Kóreu, muni einnig heimsækja Suður-Kóreu á meðan ólympíuleikarnir standa yfir. Hún verður þá eini meðlimur Kim fjölskyldunnar sem ferðast hefur til Suður-Kóreu. Þó yfirvöld Suður-Kóreu hafi samþykkt að Norður-Kórea fái að taka þátt í ólympíuleikunum eru ekki allir sáttir við það þar í landi. Gagnrýnendur segja að Norður-Kórea hafi í raun stolið leikunum og noti þá í áróðursskyni.
Norður-Kórea Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira