Innlent

Formaður Dögunar segir af sér

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Pálmey Gísladóttir, fráfarandi formaður Dögunar.
Pálmey Gísladóttir, fráfarandi formaður Dögunar. vísir/Ernir
Pálmey Gísladóttir, formaður Dögunar – stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði, hefur ákveðið að segja af sér. Ástæðurnar segir hún vera af persónulegum toga og að hún hafi tekið ákvörðunina að vel athugðu máli.

„Mig langar til að þakka ykkur öllum frábæra viðkynningu og gott samstarf. Þetta er búið að vera lærdómsríkur tími en að sama skapi ákaflega skemmtilegur,“ skrifar Pálmey á Facebook síðu Dögunar.

„Ég óska Dögun alls hins besta í framtíðinni og trúi því að þau málefni sem að við höfum barist fyrir verði einn daginn að veruleika.Málefni Dögunnar er samt sem áður mín málefni og ég mun stuðla að því að koma þeim á framfæri hvar sem leið mín liggur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×