Kíló af vængjum yfir Súperskál Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Brynjar Birgisson hefur verið oft hressari í vinnunni á mánudegi. VÍSIR/EYÞÓR Brynjar Birgisson er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ofurskálinni, hann hefur horft á þennan risaviðburð síðustu 19 árin – hann viðurkennir þó að hafa þurft að sleppa tveimur eða þremur leikjum á þessu tímabili. Hann hefur oft átt erfiðar stundir í vinnu daginn eftir þó að hann hljómi grunsamlega hress þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég datt inn í þetta árið 1999 þegar ég náði leik endursýndum daginn eftir á Sýn – eftir það keypti ég Madden-tölvuleikinn og varð bara „húkkt“ á þessu. Í leiknum lærði ég allar reglurnar og er alltaf settur í það í vinahópnum að útskýra reglurnar, hvað telst grip og af hverju má kasta boltanum þarna en ekki þarna… það er svona mitt hlutverk. Aðrir sjá um matinn, ég sé um reglurnar.“ Gríðarleg reynsla Brynjars nær þó lengra en aðeins til regluverksins flókna í þessari amerísku boltaíþrótt. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu af því að vaka langt fram eftir nóttu yfir keppninni um þessa mögnuðu skál og innbyrða gríðarlegt magn af mat og drykk. Líklega er það athæfi sem lýðheilsu- og næringarfræðingar myndu ekki mæla með. „Við erum búin að fara „all in“ varðandi matinn í núna sex eða sjö ár. Það sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á eru kjúklingavængirnir. Hann Hafsteinn vinur minn er held ég búinn að fullkomna kjúklingavængi. Ég sver það að ég borð- aði bestu kjúklingavængi, á Íslandi allavega, í gær. Ég borðaði örugglega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af einhverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller, mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir miðnætti fengum við okkur Miller.“ Hvernig er þá stemmingin daginn eftir allan þennan hedónisma; þetta óhóf í drykk og mat með þetta mikla svefnleysi? Hver eru eftirköstin?„Stemmingin er ekki góð. Ég er reyndar ekki áfengis-þunnur en matarþynnkan og áfengisþynnkan eru tvær mismunandi skepnur. Matarþynnkan hefur auðvitað mest áhrif á meltinguna og er aðallega út af vængjunum – þeir eiga til að gera meltinguna yfir daginn mjööög vafasama. Ég hef verið að vinna mikið með börnum á bæði leikskólum og frístundamiðstöðvum þannig að það er alveg rosalegt að vera búinn að borða tvö kíló af mat, sofa í þrjá tíma og mæta svo í vinnuna þar sem eru fjögurra ára krakkar öskrandi á mann.“Ert þú að taka þátt í meistaramánuðinum?„Nei. Það bara helst ekki í hendur við Super Bowl-lífsstílinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ofurskálin Tengdar fréttir Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Brynjar Birgisson er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ofurskálinni, hann hefur horft á þennan risaviðburð síðustu 19 árin – hann viðurkennir þó að hafa þurft að sleppa tveimur eða þremur leikjum á þessu tímabili. Hann hefur oft átt erfiðar stundir í vinnu daginn eftir þó að hann hljómi grunsamlega hress þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég datt inn í þetta árið 1999 þegar ég náði leik endursýndum daginn eftir á Sýn – eftir það keypti ég Madden-tölvuleikinn og varð bara „húkkt“ á þessu. Í leiknum lærði ég allar reglurnar og er alltaf settur í það í vinahópnum að útskýra reglurnar, hvað telst grip og af hverju má kasta boltanum þarna en ekki þarna… það er svona mitt hlutverk. Aðrir sjá um matinn, ég sé um reglurnar.“ Gríðarleg reynsla Brynjars nær þó lengra en aðeins til regluverksins flókna í þessari amerísku boltaíþrótt. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu af því að vaka langt fram eftir nóttu yfir keppninni um þessa mögnuðu skál og innbyrða gríðarlegt magn af mat og drykk. Líklega er það athæfi sem lýðheilsu- og næringarfræðingar myndu ekki mæla með. „Við erum búin að fara „all in“ varðandi matinn í núna sex eða sjö ár. Það sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á eru kjúklingavængirnir. Hann Hafsteinn vinur minn er held ég búinn að fullkomna kjúklingavængi. Ég sver það að ég borð- aði bestu kjúklingavængi, á Íslandi allavega, í gær. Ég borðaði örugglega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af einhverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller, mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir miðnætti fengum við okkur Miller.“ Hvernig er þá stemmingin daginn eftir allan þennan hedónisma; þetta óhóf í drykk og mat með þetta mikla svefnleysi? Hver eru eftirköstin?„Stemmingin er ekki góð. Ég er reyndar ekki áfengis-þunnur en matarþynnkan og áfengisþynnkan eru tvær mismunandi skepnur. Matarþynnkan hefur auðvitað mest áhrif á meltinguna og er aðallega út af vængjunum – þeir eiga til að gera meltinguna yfir daginn mjööög vafasama. Ég hef verið að vinna mikið með börnum á bæði leikskólum og frístundamiðstöðvum þannig að það er alveg rosalegt að vera búinn að borða tvö kíló af mat, sofa í þrjá tíma og mæta svo í vinnuna þar sem eru fjögurra ára krakkar öskrandi á mann.“Ert þú að taka þátt í meistaramánuðinum?„Nei. Það bara helst ekki í hendur við Super Bowl-lífsstílinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ofurskálin Tengdar fréttir Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13
Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30
Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30