Kíló af vængjum yfir Súperskál Stefán Þór Hjartarson skrifar 6. febrúar 2018 06:00 Brynjar Birgisson hefur verið oft hressari í vinnunni á mánudegi. VÍSIR/EYÞÓR Brynjar Birgisson er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ofurskálinni, hann hefur horft á þennan risaviðburð síðustu 19 árin – hann viðurkennir þó að hafa þurft að sleppa tveimur eða þremur leikjum á þessu tímabili. Hann hefur oft átt erfiðar stundir í vinnu daginn eftir þó að hann hljómi grunsamlega hress þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég datt inn í þetta árið 1999 þegar ég náði leik endursýndum daginn eftir á Sýn – eftir það keypti ég Madden-tölvuleikinn og varð bara „húkkt“ á þessu. Í leiknum lærði ég allar reglurnar og er alltaf settur í það í vinahópnum að útskýra reglurnar, hvað telst grip og af hverju má kasta boltanum þarna en ekki þarna… það er svona mitt hlutverk. Aðrir sjá um matinn, ég sé um reglurnar.“ Gríðarleg reynsla Brynjars nær þó lengra en aðeins til regluverksins flókna í þessari amerísku boltaíþrótt. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu af því að vaka langt fram eftir nóttu yfir keppninni um þessa mögnuðu skál og innbyrða gríðarlegt magn af mat og drykk. Líklega er það athæfi sem lýðheilsu- og næringarfræðingar myndu ekki mæla með. „Við erum búin að fara „all in“ varðandi matinn í núna sex eða sjö ár. Það sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á eru kjúklingavængirnir. Hann Hafsteinn vinur minn er held ég búinn að fullkomna kjúklingavængi. Ég sver það að ég borð- aði bestu kjúklingavængi, á Íslandi allavega, í gær. Ég borðaði örugglega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af einhverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller, mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir miðnætti fengum við okkur Miller.“ Hvernig er þá stemmingin daginn eftir allan þennan hedónisma; þetta óhóf í drykk og mat með þetta mikla svefnleysi? Hver eru eftirköstin?„Stemmingin er ekki góð. Ég er reyndar ekki áfengis-þunnur en matarþynnkan og áfengisþynnkan eru tvær mismunandi skepnur. Matarþynnkan hefur auðvitað mest áhrif á meltinguna og er aðallega út af vængjunum – þeir eiga til að gera meltinguna yfir daginn mjööög vafasama. Ég hef verið að vinna mikið með börnum á bæði leikskólum og frístundamiðstöðvum þannig að það er alveg rosalegt að vera búinn að borða tvö kíló af mat, sofa í þrjá tíma og mæta svo í vinnuna þar sem eru fjögurra ára krakkar öskrandi á mann.“Ert þú að taka þátt í meistaramánuðinum?„Nei. Það bara helst ekki í hendur við Super Bowl-lífsstílinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Ofurskálin Tengdar fréttir Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Brynjar Birgisson er enginn nýgræðingur þegar kemur að Ofurskálinni, hann hefur horft á þennan risaviðburð síðustu 19 árin – hann viðurkennir þó að hafa þurft að sleppa tveimur eða þremur leikjum á þessu tímabili. Hann hefur oft átt erfiðar stundir í vinnu daginn eftir þó að hann hljómi grunsamlega hress þegar blaðamaður nær tali af honum. „Ég datt inn í þetta árið 1999 þegar ég náði leik endursýndum daginn eftir á Sýn – eftir það keypti ég Madden-tölvuleikinn og varð bara „húkkt“ á þessu. Í leiknum lærði ég allar reglurnar og er alltaf settur í það í vinahópnum að útskýra reglurnar, hvað telst grip og af hverju má kasta boltanum þarna en ekki þarna… það er svona mitt hlutverk. Aðrir sjá um matinn, ég sé um reglurnar.“ Gríðarleg reynsla Brynjars nær þó lengra en aðeins til regluverksins flókna í þessari amerísku boltaíþrótt. Hann hefur einnig gríðarlega reynslu af því að vaka langt fram eftir nóttu yfir keppninni um þessa mögnuðu skál og innbyrða gríðarlegt magn af mat og drykk. Líklega er það athæfi sem lýðheilsu- og næringarfræðingar myndu ekki mæla með. „Við erum búin að fara „all in“ varðandi matinn í núna sex eða sjö ár. Það sem við höfum lagt hvað mesta áherslu á eru kjúklingavængirnir. Hann Hafsteinn vinur minn er held ég búinn að fullkomna kjúklingavængi. Ég sver það að ég borð- aði bestu kjúklingavængi, á Íslandi allavega, í gær. Ég borðaði örugglega kíló af vængjum, hálft kíló af kleinuhringjum, endalaust af einhverjum drykkjum. Það var Coors Light og Miller, mánudagar eru „Miller time“ þannig að eftir miðnætti fengum við okkur Miller.“ Hvernig er þá stemmingin daginn eftir allan þennan hedónisma; þetta óhóf í drykk og mat með þetta mikla svefnleysi? Hver eru eftirköstin?„Stemmingin er ekki góð. Ég er reyndar ekki áfengis-þunnur en matarþynnkan og áfengisþynnkan eru tvær mismunandi skepnur. Matarþynnkan hefur auðvitað mest áhrif á meltinguna og er aðallega út af vængjunum – þeir eiga til að gera meltinguna yfir daginn mjööög vafasama. Ég hef verið að vinna mikið með börnum á bæði leikskólum og frístundamiðstöðvum þannig að það er alveg rosalegt að vera búinn að borða tvö kíló af mat, sofa í þrjá tíma og mæta svo í vinnuna þar sem eru fjögurra ára krakkar öskrandi á mann.“Ert þú að taka þátt í meistaramánuðinum?„Nei. Það bara helst ekki í hendur við Super Bowl-lífsstílinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Ofurskálin Tengdar fréttir Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13 Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30 Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Ísland tvívegis í Ofurskálinni Ísland átti tvo fulltrúa í stærsta sjónvarpssjónarspili ársins. 5. febrúar 2018 05:13
Super bowl-auglýsingarnar: Hörð ádeila, grín og tilfinningasemi ræður ríkjum í ár Nú þegar hafa þó nokkrar auglýsingar verið birtar á YouTube sem verða sýndar í kringum leikinn og verður farið yfir nokkrar þeirra hér 4. febrúar 2018 22:30
Sjáðu Super Bowl hálfleikssýningu Justin Timberlake Philadelphia Eagles varð í nótt NFL-meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir 41-33 sigur á fráfarandi meisturum New England Patriots í Super Bowl, úrslitaleik ameríska fótboltans, í Minneapolis í nótt. 5. febrúar 2018 10:30