Of há gildi gerla í neysluvatni í Reykjavík Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. febrúar 2018 15:34 Tekið er fram að talið er að neysluvatn sé þrátt fyrir þetta öruggt. vísir/getty Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar frá Veitum að niðurstöður rannsókna á hluta vatnssýna, sem fyrirtækið tók í borholum þess síðastliðinn föstudag sýni of há gildi heildargerlafjölda við 22 gráður Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að ekki sé um að ræða niðurstöður úr opinberu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins með neysluvatni úr dreifikerfi Reykvíkinga. Sýnatakan sé vegna innra eftirlits vatnsveitunnar með vatni í borholum á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk og hluti af vöktun þess þegar hætta er á asahláku og miklum rigningum. Þá segir einnig að það sé niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins, Matvælastofnunar og sóttvarnarlæknis að þrátt fyrir þetta sé neysluvatnið öruggt og almenningur þurfi ekki að grípa til neinna sérstakra aðgerða vegna þess. Ástæðurnar megi rekja til þess að sérstakar veðuraðstæður hafi leitt til þess að vatnið í hluta af borholunum hafi ekki staðið ýtrustu gæðakröfur. Heilbrigðiseftirlitið tók í dag sýni á nokkrum stöðum úr dreifikerfinu til að kanna gæði neysluvatnsins þar og mun áfram fylgjast með gæðum þess. Stutt er síðan íbúum á ýmsum stöðum höfuðborgarsvæðisins var ráðlagt að sjóða neysluvatn um tíma eftir að jarðvegsgerlar höfðu mælst í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hlákutíðar. Umhverfismál Tengdar fréttir Neysluvatnið öruggt og ekki þörf á að sjóða það Samstarfsnefnd um sóttvarnir telur ekki þörf á að sjóða vatn eða grípa til annarra sérstakra varúðarráðstafana eftir að jarðvegsgerlar fundust í drykkjarvatni höfuðborgarsvæðisins. 16. janúar 2018 14:26 Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur fengið upplýsingar frá Veitum að niðurstöður rannsókna á hluta vatnssýna, sem fyrirtækið tók í borholum þess síðastliðinn föstudag sýni of há gildi heildargerlafjölda við 22 gráður Í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur segir að ekki sé um að ræða niðurstöður úr opinberu eftirliti heilbrigðiseftirlitsins með neysluvatni úr dreifikerfi Reykvíkinga. Sýnatakan sé vegna innra eftirlits vatnsveitunnar með vatni í borholum á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk og hluti af vöktun þess þegar hætta er á asahláku og miklum rigningum. Þá segir einnig að það sé niðurstaða Heilbrigðiseftirlitsins, Matvælastofnunar og sóttvarnarlæknis að þrátt fyrir þetta sé neysluvatnið öruggt og almenningur þurfi ekki að grípa til neinna sérstakra aðgerða vegna þess. Ástæðurnar megi rekja til þess að sérstakar veðuraðstæður hafi leitt til þess að vatnið í hluta af borholunum hafi ekki staðið ýtrustu gæðakröfur. Heilbrigðiseftirlitið tók í dag sýni á nokkrum stöðum úr dreifikerfinu til að kanna gæði neysluvatnsins þar og mun áfram fylgjast með gæðum þess. Stutt er síðan íbúum á ýmsum stöðum höfuðborgarsvæðisins var ráðlagt að sjóða neysluvatn um tíma eftir að jarðvegsgerlar höfðu mælst í drykkjarvatni á höfuðborgarsvæðinu vegna mikillar hlákutíðar.
Umhverfismál Tengdar fréttir Neysluvatnið öruggt og ekki þörf á að sjóða það Samstarfsnefnd um sóttvarnir telur ekki þörf á að sjóða vatn eða grípa til annarra sérstakra varúðarráðstafana eftir að jarðvegsgerlar fundust í drykkjarvatni höfuðborgarsvæðisins. 16. janúar 2018 14:26 Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15 Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Neysluvatnið öruggt og ekki þörf á að sjóða það Samstarfsnefnd um sóttvarnir telur ekki þörf á að sjóða vatn eða grípa til annarra sérstakra varúðarráðstafana eftir að jarðvegsgerlar fundust í drykkjarvatni höfuðborgarsvæðisins. 16. janúar 2018 14:26
Allt í lagi að drekka allt vatn á höfuðborgarsvæðinu Ólöf Snæhólm upplýsingafulltrúi hjá Veitum ítrekar að engin hætta sé á ferðum. 16. janúar 2018 08:15
Jarðvegsgerlar í kalda vatninu í Reykjavík Í varúðarskyni mælir Heilbrigðiseftirlitið með því að neysluvatn í vissum hverfum borgarinnar sé soðið ef um neytendur er að ræða sem eru viðkvæmir t.d. með lélegt ónæmiskerfi, ungabörn, aldraðir eða fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. janúar 2018 19:27