RÚV seldi kostaða dagskrárliði fyrir 158 milljónir í fyrra Sigurður Mikael Jónsson skrifar 5. febrúar 2018 06:00 Ríkisútvarpið hefur um tvo milljarða króna á ári í tekjur af sölu auglýsinga og kostana. Lagt hefur verið til að stofnunin hverfi af auglýsingamarkaði. vísir/ernir Tekjur Ríkisútvarpsins af kostun á dagskrárefni námu 158 milljónum króna á síðasta ári. Í lögum um Ríkisútvarpið segir að stofnuninni sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en megi þó víkja frá því banni aðeins ef um er að ræða útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti eða við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV.mynd/saga sigÍ svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að tekjur stofnunarinnar af kostunum í fyrra hafi mestmegnis tengst íþróttaviðburðum. „Íburðarmiklir dagskrárliðir sem voru kostaðir voru Söngvakeppnin/Eurovision, leikna þáttaröðin Fangar og Menningarnótt.“ Meirihluti nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem skilaði skýrslu sinni 25. janúar síðastliðinn, lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði og að horfið verði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ársreikningur Ríkisútvarpsins fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en tekjur stofnunarinnar af sölu auglýsinga og kostunar námu 1.967 milljónum króna árið 2016. Tekjur af kostunum eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í ársreikningum Ríkisútvarpsins en árið 2016 voru fjölmargir dagskrárliðir kostaðir, en einnig var kostun á mörgum þáttum aflögð vegna breytinga á auglýsingareglum RÚV. Meðal þeirra voru Gettu betur, Hraðfréttir, Popp- og rokksaga Íslands, Söngvakeppnin í 30 ár, Útsvar og Vikan með Gísla Marteini. Miðað við tekjur Ríkisútvarpsins af kostun í fyrra samanborið við heildartekjur af samkeppnisrekstri árið 2016 er ljóst að langstærstur hluti tekna stofnunarinnar kemur af hefðbundinni auglýsingasölu. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Ríkisútvarpsins er kostun á íburðarmiklum dagskrárlið föl fyrir frá 200 þúsund krónum upp í eina milljóna á hvern þátt. 500 þúsund og allt upp í átta milljónir á hvert stórmót og einstaka viðburðir, svo sem innlendir íþróttaviðburðir, eru falir fyrir allt upp undir 5 milljónir króna á hvern viðburð. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Tekjur Ríkisútvarpsins af kostun á dagskrárefni námu 158 milljónum króna á síðasta ári. Í lögum um Ríkisútvarpið segir að stofnuninni sé óheimilt að afla tekna með kostun dagskrárefnis en megi þó víkja frá því banni aðeins ef um er að ræða útsendingu íburðarmikilla dagskrárliða til að mæta útgjöldum við framleiðslu eða kaup á sýningarrétti eða við útsendingu innlendra íþróttaviðburða og umfjöllun um þá.Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV.mynd/saga sigÍ svari Margrétar Magnúsdóttur, skrifstofustjóra Ríkisútvarpsins, við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að tekjur stofnunarinnar af kostunum í fyrra hafi mestmegnis tengst íþróttaviðburðum. „Íburðarmiklir dagskrárliðir sem voru kostaðir voru Söngvakeppnin/Eurovision, leikna þáttaröðin Fangar og Menningarnótt.“ Meirihluti nefndar um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla, sem skilaði skýrslu sinni 25. janúar síðastliðinn, lagði meðal annars til að Ríkisútvarpið fari hið fyrsta af auglýsingamarkaði og að horfið verði frá samkeppnisrekstri ríkisins í auglýsingasölu, bæði í sjónvarpi og útvarpi. Ársreikningur Ríkisútvarpsins fyrir árið 2017 hefur ekki verið birtur en tekjur stofnunarinnar af sölu auglýsinga og kostunar námu 1.967 milljónum króna árið 2016. Tekjur af kostunum eru ekki sundurliðaðar sérstaklega í ársreikningum Ríkisútvarpsins en árið 2016 voru fjölmargir dagskrárliðir kostaðir, en einnig var kostun á mörgum þáttum aflögð vegna breytinga á auglýsingareglum RÚV. Meðal þeirra voru Gettu betur, Hraðfréttir, Popp- og rokksaga Íslands, Söngvakeppnin í 30 ár, Útsvar og Vikan með Gísla Marteini. Miðað við tekjur Ríkisútvarpsins af kostun í fyrra samanborið við heildartekjur af samkeppnisrekstri árið 2016 er ljóst að langstærstur hluti tekna stofnunarinnar kemur af hefðbundinni auglýsingasölu. Samkvæmt viðmiðunarverðskrá Ríkisútvarpsins er kostun á íburðarmiklum dagskrárlið föl fyrir frá 200 þúsund krónum upp í eina milljóna á hvern þátt. 500 þúsund og allt upp í átta milljónir á hvert stórmót og einstaka viðburðir, svo sem innlendir íþróttaviðburðir, eru falir fyrir allt upp undir 5 milljónir króna á hvern viðburð.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30 Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Sjá meira
Flestir þingmenn vilja minnka hlut RÚV á auglýsingamarkaði Þrjátíu og sex alþingismenn segjast hlynntir því að RÚV fari af auglýsingamarkaði eða að umsvif þess þar verði minnkuð. Aðeins einn þingmaður svaraði spurningunni neitandi. Margir vilja þó að fyrirtækið fengi bættan tekjumissi. 26. janúar 2018 07:30
Leggja til að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði Nefnd um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur lokið störfum og afhenti skýrslu sína í dag. 25. janúar 2018 10:10