Innlent

Linda nýr formaður Landssambands Framsóknarkvenna

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Linda Hrönn var á átjánda landsþingi Landssambands Framsóknarkvenna kjörin formaður.
Linda Hrönn var á átjánda landsþingi Landssambands Framsóknarkvenna kjörin formaður. Linda Hrönn
Linda Hrönn Þórisdóttir, sérfræðingur hjá Barnaheillum, var í gær kjörin formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu hjá sambandinu.

Linda Hrönn starfar sem sérfræðingur hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi og býr að tuttugu ára reynslu sem kennari og stjórnandi í leikskólum. Hún er með meistaragráðu í uppeldis-og menntunarfræðum og B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum.

Í gegnum tíðina hefur Linda gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún hefur setið í miðstjórn frá árinu 2014 og er í launþegaráði og menntamálahópi Framsóknar.

Í gær fór fram átjánda landsþing Landssambands Framsóknarkvenna. Aðrir konur sem sitja í framkvæmdastjórn eru Bjarnveig Ingvadóttir, Helga Rún Viktorsdóttir, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir og Ólöf Pálína Úlfarsdóttir. Til vara eru Jóhanna María Sigmundsdóttir og Sæbjörg Erlingsdóttir.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×