Fowler leiðir fyrir lokahringinn í Phoenix 4. febrúar 2018 11:15 Þúsundir manna fylgjast með Rickie setja niður pútt í Phoenix. Vísir/getty Rickie Fowler náði forskotinu á Waste Management Phoenix Open golfmótinu í Arizona í gærkvöldi með því að enda hringinn á þremur fuglum í röð á lokaholunum en hann er með eitt högg í forskot á næstu menn. Um er að ræða mótið með mestu aðsókn í heiminum en rúmlega 212 þúsund manns voru mættir í gær til að fylgjast með þriðja degi mótsins og fá áhorfendur aðeins lausari taum en á venjulegum golfmótum. Hafa tæplega 650 þúsund manns séð fyrstu þrjá dagana en búast má við að áhorfendamet verði sett á lokadeginum í dag. Fékk Rickie alls fimm fugla á hringnum, þar af fjóra á síðustu fimm holunum og tapaði aðeins einu höggi. Kom hann í hús á fjórum höggum undir pari á deginum og alls 199 höggum, fjórtán höggum undir pari. Justin Thomas byrjaði daginn af krafti með sex fuglum í röð en þrjár slakar holur undir lokin þýða að hann er átta höggum eftir efstu kylfingum og var baulað á hann á sextándu holu eftir tvöfaldan skolla. Jon Rahm og Chaz Reavie sem léku með Arizona State háskólanum í háskólagolfinu eru ásamt Bryson DeChambeu einu höggi á eftir Fowler en Phil Mickelson sem lék einnig með Arizona State er tveimur höggum eftir þeim. Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending klukkan 18:00.Bestu tilþrifin á 16. holu: Allt það helsta frá degi þrjú: Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Rickie Fowler náði forskotinu á Waste Management Phoenix Open golfmótinu í Arizona í gærkvöldi með því að enda hringinn á þremur fuglum í röð á lokaholunum en hann er með eitt högg í forskot á næstu menn. Um er að ræða mótið með mestu aðsókn í heiminum en rúmlega 212 þúsund manns voru mættir í gær til að fylgjast með þriðja degi mótsins og fá áhorfendur aðeins lausari taum en á venjulegum golfmótum. Hafa tæplega 650 þúsund manns séð fyrstu þrjá dagana en búast má við að áhorfendamet verði sett á lokadeginum í dag. Fékk Rickie alls fimm fugla á hringnum, þar af fjóra á síðustu fimm holunum og tapaði aðeins einu höggi. Kom hann í hús á fjórum höggum undir pari á deginum og alls 199 höggum, fjórtán höggum undir pari. Justin Thomas byrjaði daginn af krafti með sex fuglum í röð en þrjár slakar holur undir lokin þýða að hann er átta höggum eftir efstu kylfingum og var baulað á hann á sextándu holu eftir tvöfaldan skolla. Jon Rahm og Chaz Reavie sem léku með Arizona State háskólanum í háskólagolfinu eru ásamt Bryson DeChambeu einu höggi á eftir Fowler en Phil Mickelson sem lék einnig með Arizona State er tveimur höggum eftir þeim. Lokadagur mótsins er í beinni útsendingu á Golfstöðinni og hefst bein útsending klukkan 18:00.Bestu tilþrifin á 16. holu: Allt það helsta frá degi þrjú:
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira