Ólafur sagður Bitcoin-frumkvöðull í falsfrétt: „Myndi ekki kaupa Bitcoin frekar en tréspíra af vafasömum sprúttsala“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 3. febrúar 2018 19:15 Skjáskot af falsfréttinni. Ljóst er að búið er að útbúa mynd til að láta líta út fyrir að Ólafur hafi verið í viðtali. Glöggir lesendur taka þó eftir því að hann er í myndveri Kiljunnar á þessari mynd. Vísir/Skjáskot Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. „Ólafur hefur í samstarfi við bandarískt teymi búið til „Bitcoin Code“ – kerfi sem tryggir öllum Íslendingum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni,“ segir meðal annars í fréttinni. Þá kemur einnig fram að Bitcoin Code hafi nú þegar gert fjölda fólks að milljónamæringum. Í samtali við Vísi segir Ólafur Jóhann að honum hafi verið bent á falsfréttina í vikunni. „Ég fékk ábendingar um þetta frá fjölda fólks á Íslandi sem höfðu rekið augun í fréttina. Þetta virðist vera að skjóta upp kollinum ansi víða en þetta hefur svo undið upp á sig síðustu daga,“ segir hann.Fyrirsögn falsfréttarinnar. Talað er um Bitcoin kraftaverk Ólafs sem sé að breyta lífum Íslendinga.Vísir/SkjáskotFacebook gangi illa að stöðva útbreiðslunaÓlafur segir að hann hafi reynt að stöðva frekari útbreiðslu en mikill hægagangur sé í þeim efnum hjá Facebook. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð.“ Segist hann ætla að reyna að gera meira í þessu á mánudaginn. „Aðallega hef ég áhyggjur af því að þessir óprúttnu aðilar nái að blekkja einhverja. Það er leiðinlegt fyrir mig að nafnið mitt tengist svona rugli en það er náttúrulega miklu verra ef einhver bítur á agnið,“ segir hann.Ólafi eru gerð upp ófá ummæli í fréttinni og reyna svikahrapparnir að láta lesendur bíta á agnið.Vísir/SkjáskotMyndi aldrei kaupa BitcoinÓlafur segir að hann hafi aldrei keypt Bitcoin-rafmyntina. „Ég hef aldrei keypt Bitcoin. Ég er ekki í því að ráðleggja fólki hvað varðar svona lagað en mér myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að kaupa Bitcoin, ekki frekar en að kaupa tréspíra af einhverjum vafasömum sprúttsala,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en einhver sagði mér að það væri hægt að rekja þetta til einhverra Rússa,“ segir Ólafur að lokum. Rafmyntir Facebook Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson, viðskiptamaður og rithöfundur, er sagður hafa hannað Bitcoin-kerfi sem sé að breyta lífi fjölmargra Íslendinga í falsfrétt sem hefur náð töluverði útbreiðslu síðustu daga. „Ólafur hefur í samstarfi við bandarískt teymi búið til „Bitcoin Code“ – kerfi sem tryggir öllum Íslendingum fjárhagslegt öryggi í framtíðinni,“ segir meðal annars í fréttinni. Þá kemur einnig fram að Bitcoin Code hafi nú þegar gert fjölda fólks að milljónamæringum. Í samtali við Vísi segir Ólafur Jóhann að honum hafi verið bent á falsfréttina í vikunni. „Ég fékk ábendingar um þetta frá fjölda fólks á Íslandi sem höfðu rekið augun í fréttina. Þetta virðist vera að skjóta upp kollinum ansi víða en þetta hefur svo undið upp á sig síðustu daga,“ segir hann.Fyrirsögn falsfréttarinnar. Talað er um Bitcoin kraftaverk Ólafs sem sé að breyta lífum Íslendinga.Vísir/SkjáskotFacebook gangi illa að stöðva útbreiðslunaÓlafur segir að hann hafi reynt að stöðva frekari útbreiðslu en mikill hægagangur sé í þeim efnum hjá Facebook. „Það er búið að tilkynna þetta til Facebook og segja að þarna séu einhverjir svikahrappar á ferð. Facebook virðist hins vegar vera ansi lélegt í að bregðast við þessu enda stjórnlaus miðill þannig séð.“ Segist hann ætla að reyna að gera meira í þessu á mánudaginn. „Aðallega hef ég áhyggjur af því að þessir óprúttnu aðilar nái að blekkja einhverja. Það er leiðinlegt fyrir mig að nafnið mitt tengist svona rugli en það er náttúrulega miklu verra ef einhver bítur á agnið,“ segir hann.Ólafi eru gerð upp ófá ummæli í fréttinni og reyna svikahrapparnir að láta lesendur bíta á agnið.Vísir/SkjáskotMyndi aldrei kaupa BitcoinÓlafur segir að hann hafi aldrei keypt Bitcoin-rafmyntina. „Ég hef aldrei keypt Bitcoin. Ég er ekki í því að ráðleggja fólki hvað varðar svona lagað en mér myndi aldrei nokkurn tímann detta í hug að kaupa Bitcoin, ekki frekar en að kaupa tréspíra af einhverjum vafasömum sprúttsala,“ segir hann. „Ég veit ekki hvort það sé eitthvað til í því en einhver sagði mér að það væri hægt að rekja þetta til einhverra Rússa,“ segir Ólafur að lokum.
Rafmyntir Facebook Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira