Aldursgreining á tönnum nákvæmasta aðferðin: 35 greiningar hér á landi undanfarin ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 20:15 Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun. Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Aldursgreining á tönnum er nákvæmasta aðferðin við að áætla aldur einstaklinga að sögn sérfræðinga. 35 slíkar greiningar hafa verið gerðar á hælisleitendum hér á landi undanfarin þrjú ár en slíkar greiningar eru aðeins gerðar samkvæmt beiðni Útlendingastofnunar og með samþykki viðkomandi. Notast er við aldursgreiningar á tönnum til að skera úr um aldur fylgdarlausra barna ef vafi leikur á um hvort viðkomandi sé eldri eða yngri en átján ára. Framkvæmdin hefur þótt umdeild. Talsmaður hælisleitenda hjá Rauða krossinum hefur til að mynda haldið því fram að um ónákvæm vísindi sé að ræða og hópur einstaklinga innan Háskóla Íslands hefur sent erindi til vísindasiðanefndar þar sem þeir telja aldursgreiningarnar ekki standast vísindasiðareglur. Tannlæknarnir sem framkvæma aldursgreiningar á tönnum hér á landi segja aftur á móti að um sé að ræða nákvæmustu vísindin sem þekkist í heiminum við greiningu aldurs. Stuðst er við fjórar ólíkar aðferðir sem allar byggjast á stórum og umfangsmiklum rannsóknum. „Það er nefnilega svo að við 16 ára aldur þá eru allar fullorðinstennur fullmyndaðar, nema endajaxlar, þeir verða fullmyndaðir og rótarendi lokaður um tvítugt,“ segir Svend Richter, dósent við tannlæknadeild Háskóla Íslands, í samtali við Stöð 2.Niðurstöður túlkaðar umsækjenda í hag Staðalfrávik er að jafnaði eitt til eitt og hálft ár og ekki er marktækur munur milli kynþátta. Aldursgreiningarnar eru gerðar samkvæmt beiðni frá Útlendingastofnunar hverju sinni og nemur kostnaður við hverja þeirra 125 þúsund krónum samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni. „Við gefum upp hverjar niðurstöður eru samkvæmt þessum fjórum aðferðum sem við notum til aldursgreiningar og gefum upp þar öryggismörk og aldursbil,“ segir Svend. Samkvæmt skriflegu Útlendingastofnunar við fyrirspurn fréttastofu er niðurstaða úr aldursgreiningu á tönnum metin „í samhengi við önnur atriði máls og vafi sem settur er fram í niðurstöðukafla tanngreiningar er alltaf túlkaður umsækjanda í hag þannig að lægsti mögulegi aldur er lagður til grundvallar (sbr. 113. gr. laga um útlendinga).“ Á öllum Norðurlöndunum nema Íslandi er aldur einnig metinn út frá greiningu á beinum. „Við höfum lagt að aldursgreiningar af handaröntgen, að það verði tekið upp, þó það væri ekki annað en til þess að vera til samræmis við hin Norðurlöndin,“ segir Svend. Er það nú til skoðunar hjá Útlendingastofnun.
Flóttamenn Tengdar fréttir Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Lögfræðingur gagnrýnir aldursgreiningarnar á umsækjendum um alþjóðlega vernd Undanfarin tvö ár hafa rúmlega tuttugu aldursgreiningar á tönnum verið gerðar á umsækjendum um alþjóðlega vernd hér á landi. 14. janúar 2018 23:00