Uppgjör við fyrrverandi formann kostaði KSÍ ellefu milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. febrúar 2018 11:00 Guðni Bergsson hefur verið tæplega ár í starfi formanns KSÍ. Hann hafði betur í formannskjöri gegn Birni Einarssyni á ársþinginu í Vestmannaeyjum í fyrra. KSÍ 100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur. Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira
100 milljóna króna rekstrarhagnaður varð hjá KSÍ á liðnu ári samanborið við 860 milljónir árið áður. Skýrist munurinn að mestu í tekjum sem KSÍ hafði árið 2016 vegna árangurs karlalandsliðsins á EM í Frakklandi það ár. Rekstrartekjur á liðnu ári námu um 1380 milljónum króna en gjöldin 1279 milljónum króna. Eigið fé KSÍ var 539 milljónir króna í árslok. 179 milljónir króna fóru frá KSÍ til aðildarfélaganna til að styrkja barna- og unglingastarf, vegna leyfiskerfis, mannvirkja og fleira samkvæmt því sem fram kemur á vef KSÍ. Þar segir jafnframt að rekstur sambandsins sé í jafnvægi og fjárhagsstaðan traust. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu KSÍ sem birt var í gær. Um er að ræða fyrstu ársskýrslu sambandsins undir formennsku Guðna Bergssonar sem tók við formennsku hjá KSÍ á ársþingi sambandsins fyrir tæpu ári. Gert upp við fyrrverandi formann Skrifstofu- og rekstrarkostnaður Knattspyrnusambands Íslands jókst um 36 prósent á milli áranna 2016 og 2017. Launakostnaður á skrifstofunni, sem taldi 18 starfsgildi í fyrra en 17 árið áður, jókst um 4 prósent á milli ára en launatengd gjöld um rúmlega 60 prósent, úr 69 milljónum króna í 94 milljónir króna. Spilar þar líklega stærstan þátt laun og launauppgjör fyrir fyrrverandi formann sambandsins, Geir Þorsteinsson sem kostaði sambandið 11 milljónir króna í fyrra. Ekki liggur fyrir hvers vegna uppgjörið við fyrrverandi formann kostaði 11 milljónir króna. Vísir hefur sent KSÍ fyrirspurn og óskað eftir nánari skýringum á uppgjöri við fyrrverandi formann og aukinn skrifstofukostnað á liðnu ári. Fram kemur í ársskýrslunni að laun og bifreiðastyrkur til formannsins Guðna Bergssonar og framkvæmdastjórans Klöru Bjartmarz námu um 15 milljónum króna á mann á árinu. Guðni hóf störf hjá sambandinu 13. febrúar í fyrra og fékk því ekki laun fyrr en þá. Klara hefur starfað hjá sambandinu í á þriðja áratug. Samkvæmt því eru laun formanns og bílastyrkur um tíu prósent hærri en framkvæmdastjórans.1,3 í mánaðarlaun Athygli hefur vakið í ársskýrslum KSÍ undanfarin ár að laun formanns og framkvæmdastjóra hafa verið tekin saman í eina tölu. Var það samkvæmt heimildum Vísis í óþökk fyrrverandi framkvæmdastjóra, Þóris Hákonarsonar, þar sem laun hans voru lægri en þáverandi formanns, Geir Þorsteinssonar. Í fundargerð KSÍ frá því 30. mars 2017 sem birt var á heimasíðu sambandsins rúmum þremur vikum síðar kom fram að laun formanns KSÍ yrðu 1283 þúsund krónur á mánuði, 15,4 milljónir í árslaun auk bifreiðahlunninda að hámarki 150 þúsund krónur.
Íslenski boltinn Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Sjá meira