Ljósin í takt við ljóðin Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. febrúar 2018 09:30 Hekla Dögg hefur lag á að laða listamenn til liðs við sig. Fréttablaðið/Valli Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir er þekkt fyrir síbreytileg og marglaga verk og ólíkar aðferðir við að fá aðra til að taka þátt í þeim. Nú opnar hún sýninguna Evolvement klukkan 18 í dag í Kling & Bang í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Samhliða kemur út vegleg bók með yfirliti um feril hennar.Hekla Dögg, á hvað leggur þú áherslu í þessari sýningu? „Ég er svolítið að einblína á sköpunarþáttinn og nú kalla ég til samstarfs skáld og aðra listamenn. Skáldin til að semja af og til ljóð fyrir ljósa- og hljóðskúlptúr sem heitir 2018 og er eins og fréttaveita. Þeir sem hlusta upplifa líðandi stund í gegnum orð skáldsins.“ Skúlptúrinn er með grænum ljósum sem blikka í takt við hrynjanda ljóðanna, að sögn Heklu Daggar. „Þegar fólk hefur dvalið við skúlptúrinn dálitla stund þá sér það bleikt fyrst eftir að það labbar í burtu. Alltaf þegar maður hlustar á ljóð verður maður fyrir hughrifum. Þarna verða áhrifin líka sjónræn.“Hekla Dögg undir pappírsagnaregninu sem gengið er í gegnum að uppsprettu sköpunarinnar.Mynd/Lilja BirgisdóttirÞarf ekki fólk að sitja lengur og lengur við skúlptúrinn eftir því sem á sýninguna líður ef alltaf bætast ljóð í skúlptúrinn? „Ég mundi mæla með því að fólk kæmi oftar en einu sinni, því sýningin breytist alltaf,“ svarar Hekla Dögg og færir sig svo skref til baka. „Í anddyrinu er vatnslitaverk sem ég vann með marbling-tækni sem var oft notuð til að prenta á bókarkápur. Þá eru litirnir fljótandi í vatni og pappírsörk dýft ofan í til að fanga þá. Ég gerði mismunandi mynstur á eins stór blöð og ég gat. Þau eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur, eins og kápa utan um sýninguna fyrir innan. Ljósmyndarar geta notað þessar arkir sem bakgrunn fyrir eitthvað sem þeir vilja mynda.“Á leið inn úr anddyrinu lenda gestir undir glitrandi pappírsögnum sem hrynja á þá úr loftinu. Hvað táknar sá gjörningur? „Þá er fólk að ganga inn að uppsprettu sköpunarinnar því þar tekur ljósa- og ljóðaskúlptúrinn við. Svo er haldið áfram inn í næsta rými. Þar er hvít súla sem snýst löturhægt í 360 gráður á þremur mínútum. Á henni er myndavél og á sýningartímanum munu listamenn gera þriggja mínútna vídeóverk þar sem þeir virkja allt rýmið á einhvern hátt, það er áskorun, en listamenn eru alltaf tilbúnir í áskoranir. Ég byrja á þremur verkum sem verða tilbúin á opnuninni. Þau verða sýnd í einu rýminu enn. Þar geta gestir sest og notið þeirra.“ Menning Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Listakonan Hekla Dögg Jónsdóttir er þekkt fyrir síbreytileg og marglaga verk og ólíkar aðferðir við að fá aðra til að taka þátt í þeim. Nú opnar hún sýninguna Evolvement klukkan 18 í dag í Kling & Bang í Marshallhúsinu, Grandagarði 20. Samhliða kemur út vegleg bók með yfirliti um feril hennar.Hekla Dögg, á hvað leggur þú áherslu í þessari sýningu? „Ég er svolítið að einblína á sköpunarþáttinn og nú kalla ég til samstarfs skáld og aðra listamenn. Skáldin til að semja af og til ljóð fyrir ljósa- og hljóðskúlptúr sem heitir 2018 og er eins og fréttaveita. Þeir sem hlusta upplifa líðandi stund í gegnum orð skáldsins.“ Skúlptúrinn er með grænum ljósum sem blikka í takt við hrynjanda ljóðanna, að sögn Heklu Daggar. „Þegar fólk hefur dvalið við skúlptúrinn dálitla stund þá sér það bleikt fyrst eftir að það labbar í burtu. Alltaf þegar maður hlustar á ljóð verður maður fyrir hughrifum. Þarna verða áhrifin líka sjónræn.“Hekla Dögg undir pappírsagnaregninu sem gengið er í gegnum að uppsprettu sköpunarinnar.Mynd/Lilja BirgisdóttirÞarf ekki fólk að sitja lengur og lengur við skúlptúrinn eftir því sem á sýninguna líður ef alltaf bætast ljóð í skúlptúrinn? „Ég mundi mæla með því að fólk kæmi oftar en einu sinni, því sýningin breytist alltaf,“ svarar Hekla Dögg og færir sig svo skref til baka. „Í anddyrinu er vatnslitaverk sem ég vann með marbling-tækni sem var oft notuð til að prenta á bókarkápur. Þá eru litirnir fljótandi í vatni og pappírsörk dýft ofan í til að fanga þá. Ég gerði mismunandi mynstur á eins stór blöð og ég gat. Þau eru það fyrsta sem fólk sér þegar það kemur, eins og kápa utan um sýninguna fyrir innan. Ljósmyndarar geta notað þessar arkir sem bakgrunn fyrir eitthvað sem þeir vilja mynda.“Á leið inn úr anddyrinu lenda gestir undir glitrandi pappírsögnum sem hrynja á þá úr loftinu. Hvað táknar sá gjörningur? „Þá er fólk að ganga inn að uppsprettu sköpunarinnar því þar tekur ljósa- og ljóðaskúlptúrinn við. Svo er haldið áfram inn í næsta rými. Þar er hvít súla sem snýst löturhægt í 360 gráður á þremur mínútum. Á henni er myndavél og á sýningartímanum munu listamenn gera þriggja mínútna vídeóverk þar sem þeir virkja allt rýmið á einhvern hátt, það er áskorun, en listamenn eru alltaf tilbúnir í áskoranir. Ég byrja á þremur verkum sem verða tilbúin á opnuninni. Þau verða sýnd í einu rýminu enn. Þar geta gestir sest og notið þeirra.“
Menning Mest lesið Versti óttinn að raungerast Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Tónlist Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Fleiri fréttir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira