Býr til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. febrúar 2018 10:45 Katrín við eitt verkið í bjargvættarseríunni þar sem sonur hennar situr fyrir. Vísir/Stefán Segja má að verkin á sýningunni skiptist í tvö skaut, annars vegar virðingu fyrir lífshlaupi sérhverrar persónu, hins vegar áhyggjur af framtíðinni,“ segir Katrín Matthíasdóttir listmálari um inntak sýningarinnar Hið augljósa sem verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg klukkan 18 á morgun, föstudag. Katrín er hugsjónakona og verk hennar endurspegla það. „Auðvitað geta áhorfendur túlkað verkin á sinn hátt, þannig á það að vera,“ segir hún. „Ég sá að verk eftir Leonardo da Vinci seldist í lok síðasta árs á 46 milljarða króna, sem er auðvitað klikkun. Verkið á að sýna bjargvætt heimsins, sem í augum Da Vincis er Jesú. Í mínum augum er það mannkynið sjálft því við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að leysa þau vandamál sem steðja að okkur. Ég setti son minn í stellingar þar sem hann er að blessa heiminn með annarri hendi og í hinni heldur hann á kúlu sem er jörðin.“Maðurinn með jörðina í hendi sér.Katrín segir myndirnar raðast upp í seríur. „Ég set minn bjargvætt meðal annars fyrir framan blokk. Það táknar að við erum orðin aðþrengd en jörðin er okkar eina athvarf og við megum ekki ganga of hratt á auðlindir hennar því fleiri koma á eftir okkur. Svo eru barnsaugu sem minna okkur á að vinna að brýnum málum. Við erum með lausnirnar og verðum að setja fókus á þær.“ Synir Katrínar, þrír að tölu, koma fyrir í mörgum verkum hennar. Skyldu þeir hafa mikla þolinmæði til að sitja fyrir? „Ég tek helling af ljósmyndum af þeim en annar tvíburinn minn, sem er sextán ára, gat nú alveg setið kyrr í nokkurn tíma um daginn!“Mynd úr seríunni Augnablik í alheiminum.Svo eru níu vatnslitaverk. „Ég strekki pappírinn á blindramma og þar mála ég börn sem ég finn myndir af í mannheimum, netheimum, oft börn sem hafa séð hluti sem þau eiga ekki að hafa upplifað, og bý til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von,“ lýsir listakonan. Þess utan er hún með fjögur verk sem túlka lífsskeiðin fjögur, bernsku, ungdóm, fullorðinsár og elli. „Bara til að undirstrika að öll göngum við í gegnum það sama, ef við fáum að lifa, berum sömu tilfinningar og væntingar,“ segir Katrín. „Því þurfum við að jafna möguleikana milli fólks.“ Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Segja má að verkin á sýningunni skiptist í tvö skaut, annars vegar virðingu fyrir lífshlaupi sérhverrar persónu, hins vegar áhyggjur af framtíðinni,“ segir Katrín Matthíasdóttir listmálari um inntak sýningarinnar Hið augljósa sem verður opnuð í Galleríi Fold við Rauðarárstíg klukkan 18 á morgun, föstudag. Katrín er hugsjónakona og verk hennar endurspegla það. „Auðvitað geta áhorfendur túlkað verkin á sinn hátt, þannig á það að vera,“ segir hún. „Ég sá að verk eftir Leonardo da Vinci seldist í lok síðasta árs á 46 milljarða króna, sem er auðvitað klikkun. Verkið á að sýna bjargvætt heimsins, sem í augum Da Vincis er Jesú. Í mínum augum er það mannkynið sjálft því við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til að leysa þau vandamál sem steðja að okkur. Ég setti son minn í stellingar þar sem hann er að blessa heiminn með annarri hendi og í hinni heldur hann á kúlu sem er jörðin.“Maðurinn með jörðina í hendi sér.Katrín segir myndirnar raðast upp í seríur. „Ég set minn bjargvætt meðal annars fyrir framan blokk. Það táknar að við erum orðin aðþrengd en jörðin er okkar eina athvarf og við megum ekki ganga of hratt á auðlindir hennar því fleiri koma á eftir okkur. Svo eru barnsaugu sem minna okkur á að vinna að brýnum málum. Við erum með lausnirnar og verðum að setja fókus á þær.“ Synir Katrínar, þrír að tölu, koma fyrir í mörgum verkum hennar. Skyldu þeir hafa mikla þolinmæði til að sitja fyrir? „Ég tek helling af ljósmyndum af þeim en annar tvíburinn minn, sem er sextán ára, gat nú alveg setið kyrr í nokkurn tíma um daginn!“Mynd úr seríunni Augnablik í alheiminum.Svo eru níu vatnslitaverk. „Ég strekki pappírinn á blindramma og þar mála ég börn sem ég finn myndir af í mannheimum, netheimum, oft börn sem hafa séð hluti sem þau eiga ekki að hafa upplifað, og bý til nýtt umhverfi, betra líf og nýja von,“ lýsir listakonan. Þess utan er hún með fjögur verk sem túlka lífsskeiðin fjögur, bernsku, ungdóm, fullorðinsár og elli. „Bara til að undirstrika að öll göngum við í gegnum það sama, ef við fáum að lifa, berum sömu tilfinningar og væntingar,“ segir Katrín. „Því þurfum við að jafna möguleikana milli fólks.“
Menning Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira