Þessi hraunmoli staðfestir nýlegt eldgos við Grímsey Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2018 20:45 Grjótið kom upp af hafsbotni norðan Grímseyjar og er úr nýlegu hrauni. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér: Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hraunmoli, sem náðist af hafsbotni norðan Grímseyjar fyrir tólf árum, staðfesti að þar hafði nýlega orðið neðansjávargos sem vísindamenn vissu ekki af. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur segir þó ekkert benda til að hrinan núna tengist eldsumbrotum. Um þetta var fjallað í fréttum Stöðvar 2. Þegar fréttir berast af jarðskjálftahrinu við Grímsey rifjast upp viðtal sem við tókum við Bryndísi Brandsdóttur fyrir fjórum árum um viðamiklar rannsóknir á hafsbotninum úti fyrir Norðurlandi, sem fram fóru á árunum 2001 til 2005. Þrívíddarmyndir með fjölgeislamælingum leiddu í ljós nokkur neðansjávareldfjöll, eins og til dæmis það sem Grímseyingar þekkja sem Stóragrunn. Bryndís sýndi okkur þá hraunmola sem náðist upp af hafsbotni árið 2005. Bryndís Brandsdóttir jarðeðlisfræðingur í Öskju, húsi Háskóla Íslands, í dag.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Við hittum Bryndísi aftur í dag og hún varðveitir enn hraunmolann, sem er úr nýlegu gosi á hafsbotni. Ekki hefur þó tekist að tímasetja það eldgos nákvæmlega en steinninn gæti hafa verið nokkurra ára eða fárra áratuga gamall. Hann kom upp af Stóragrunni norðan Grímseyjar, þar sem stærsta neðansjávareldfjallið er á svæðinu. Skjálftahrinan núna er mun nær Grímsey, í eldstöð sem kallast Nafir. Þar sjást hins vegar núna hvorki merki um eldgos né kvikuhreyfingar, að sögn Bryndísar. Þrívíddarmynd af neðansjávareldfjallinu á Stóragrunni en þaðan kom hraunmolinn.Svo virðist sem neðansjávargos séu algeng úti fyrir Norðurlandi. Þannig segir Bryndís að nýleg hraun hafi fundist víðar en á Stóragrunni, og nefnir svokallaðan Hól og fleiri staði á hafsbotninum. En Grímseyingar virðast þó geta verið rólegir gagnvart eldsumbrotum sem stendur, það virðist ekkert leynigos í gangi, að því er fram kemur í viðtali við Bryndísi, sem sjá má hér:
Grímsey Tengdar fréttir Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01 Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Segir líkur á að kvika sé á leið upp í setlög í Eyjafjarðarál Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur í Stykkishólmi, telur miklar líkur á að kvika sé að brjótast upp í setlög á botni Eyjafjarðaáls. Kvikan komist þó ekki upp á hafsbotninn til að gjósa neðansjávar heldur myndi kvikuinnskot inni í setinu. Þetta kemur fram í grein sem Haraldur birtir í dag á eldfjallabloggi sínu um jarðskjálftahrinuna norðanlands. 23. október 2012 21:01
Við misstum af síðasta eldgosi við Norðurland Vísbendingar hafa fundist um nýlegt neðansjávargos úti fyrir Norðurlandi, milli Grímseyjar og Kolbeinseyjar. 17. október 2013 19:00