Hús Sunnu og Sigurðar til sölu á 172 milljónir króna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2018 18:45 Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. Dómsmálaráðuneytið sendi beiðnina til Spánar fyrir helgi. Enginn tímafrestur er á henni en óskað var eftir því að málið yrði unnið með hraði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantar einungis afgeiðslu beiðninnar á Spáni til þess að hægt verði að flytja rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðar innflutning á fíkniefnum, til Íslands. Er lögregla bjartsýn á að málið verði afgreitt í þessari viku. Þegar þetta gerist fellur farbannið á Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á spítala á Malaga niður en sjúkraflugvélin sem hún greiddi fyrir með söfnunarfé frá Íslendingum er enn í biðstöðu í Þýskalandi til þess að flytja hana heim undir læknishendur.Húsið er auglýst til sölu á spænskri fasteignasíðu.Stöð 2Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna málsins og mun lögreglan ræða við Sunnu þegar hún kemur til landsins. Hjónin hafa sett húsið sitt í Marbella á sölu en það er metið á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna, samkvæmt skráningu á spænskri fasteignasíðu. Sunna vildi ekki tjá sig um eignina þegar eftir því var leitað en á dögunum sagði hún að fjárhagsörðugleikar hjá eiginmanni sínum gætu hafa leitt hann til fíkniefnainnflutnings.Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.Vísir/Egill„Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima sem tengjast byggingafyrirtækinu hans. Það eru semsagt og voru skuldir þar sem á eftir að gera upp," sagði Sunna í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku. Sigurður rak verktakafélagið SS hús ehf. sem hefur komið að byggingu fjölmargra fasteigna á Íslandi. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun janúar og leikur grunur á undanskotum eigna. Að sögn skiptastjóra hefur verið óskað eftir upplýsingum um millifærslur úr félaginu frá fjölmörgum fjármálastofnunum en kröfulýsingafrestur er hálfnaður. Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Lögregluyfirvöld eru bjartsýn á að hægt verði að flytja rannsókn á sakamálinu sem tengist Sunnu Elviru Þorkelsdóttur til Íslands á næstu dögum. Yfirvöld á Spáni eiga einungis eftir að samþykkja réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins þess efnis. Dómsmálaráðuneytið sendi beiðnina til Spánar fyrir helgi. Enginn tímafrestur er á henni en óskað var eftir því að málið yrði unnið með hraði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni vantar einungis afgeiðslu beiðninnar á Spáni til þess að hægt verði að flytja rannsókn á Skáksambandsmálinu svokallaða, sem varðar innflutning á fíkniefnum, til Íslands. Er lögregla bjartsýn á að málið verði afgreitt í þessari viku. Þegar þetta gerist fellur farbannið á Sunnu Elviru Þorkelsdóttur sem liggur lömuð á spítala á Malaga niður en sjúkraflugvélin sem hún greiddi fyrir með söfnunarfé frá Íslendingum er enn í biðstöðu í Þýskalandi til þess að flytja hana heim undir læknishendur.Húsið er auglýst til sölu á spænskri fasteignasíðu.Stöð 2Eiginmaður Sunnu, Sigurður Kristinsson, situr í gæsluvarðhaldi á Íslandi vegna málsins og mun lögreglan ræða við Sunnu þegar hún kemur til landsins. Hjónin hafa sett húsið sitt í Marbella á sölu en það er metið á 1,4 milljónir evra, eða 172 milljónir íslenskra króna, samkvæmt skráningu á spænskri fasteignasíðu. Sunna vildi ekki tjá sig um eignina þegar eftir því var leitað en á dögunum sagði hún að fjárhagsörðugleikar hjá eiginmanni sínum gætu hafa leitt hann til fíkniefnainnflutnings.Fari svo að íslensk yfirvöld taki yfir rannsókn á málinu verður það augljós afleiðing að ekki verður ástæða til að halda henni í farbanni á Spáni.Vísir/Egill„Mig grunar núna eftir á að hann hafi farið út í þessar aðgerðir, út í þennan gjörning til þess að standa skil á skuldum sem hann átti eftir að gera upp heima sem tengjast byggingafyrirtækinu hans. Það eru semsagt og voru skuldir þar sem á eftir að gera upp," sagði Sunna í viðtali við Stöð 2 í síðustu viku. Sigurður rak verktakafélagið SS hús ehf. sem hefur komið að byggingu fjölmargra fasteigna á Íslandi. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í byrjun janúar og leikur grunur á undanskotum eigna. Að sögn skiptastjóra hefur verið óskað eftir upplýsingum um millifærslur úr félaginu frá fjölmörgum fjármálastofnunum en kröfulýsingafrestur er hálfnaður.
Mál Sunnu Elviru Tengdar fréttir Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59 Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Fréttaflutningur af „lygakvendi“ leggst illa í aðstandendur Lögmaður Sunnu Elvíru hittir spænska dómara á morgun. 19. febrúar 2018 11:59
Segir það blasa við að lögreglan þurfi að ræða við Sunnu Elvíru vegna „Skákmálsins“ Sendu formlega réttarbeiðni í síðustu viku um að taka yfir rannsóknina. 19. febrúar 2018 15:09